Fréttatíminn - 20.10.2016, Page 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016
ins þurfa að eiga stórkostlegan
endasprett til að komast yfir sögu-
legan botn. Samfylkingin er líkleg
til að fara undir sögulegan botn for-
vera sinna.
Þetta er botnar Samfylkingar-
innar.
4,9% Kvennalistinn 1995
(margar konur)
10,5% Alþýðuflokkurinn 1971
(Gylfi Þ. Gíslason)
12,9% Samfylkingin 2013
(Árni Páll Árnason)
13,3% Alþýðubandalagið 1987
(Ólafur Ragnar Grímsson)
Sjálfstæðisflokkurinn er einnig
líklegur til að fara undir sitt
minnsta sögulega fylgi, sem er 23,7
prósent 2009, fáum mánuði eft-
ir Hrun og aðeins mánuði eftir að
Bjarni Benediktsson tók við af Geir
H. Haarde sem formaður flokksins.
Í síðustu könnunum hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn mælst með 21,4
til 22,6 prósent og þarf því góðan
endasprett til að koma sér yfir fylg-
ið frá 2009.
Annars er listinn yfir slæma út-
reið Sjálfstæðismanna þessi:
23,7% 2009 (Bjarni Benediktsson yngri)
26,7% 2013 (Bjarni Benediktsson yngri)
27,2% 1987 (Þorsteinn Pálsson)
32,7% 1978 (Geir Hallgrímsson)
33,7% 2003 (Davíð Oddsson)
35,4% 1979 (Geir Hallgrímsson)
36,2% 1971 (Jóhann Hafstein)
36,6% 2007 (Geir H. Haarde)
37,1% 1995 (Davíð Oddsson)
37,1% 1953 (Ólafur Thors)
Framsóknarflokkurinn fór lægst
árið 2007 þegar Jón Sigurðsson
leiddi flokkinn í kosningabaráttu
eftir erfitt kjörtímabil. Halldór Ás-
grímsson hafði þá tekið við for-
sætisráðuneytinu af Davíð Odds-
syni en gefið það aftur frá sér og
hætt í stjórnmálum. Jón tók þá við
flokknum og leiddi kosningabaráttu
sem skilað aðeins 11,7 prósent at-
kvæða. Framsókn mælist nú með
8,6 til 9,8 prósent fylgi og því er
líklegra en ekki að flokkurinn fari
undir sína lélegustu útkomu.
Versta útkoma Framsóknar hing-
að til:
11,7% 2007 (Jón Sigurðsson)
14,8% 2009 (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson)
15,6% 1956 (Hermann Jónasson)
16,9% 1978 (Ólafur Jóhannesson)
17,7% 2003 (Halldór Ásgrímsson)
18,4% 1999 (Halldór Ásgrímsson)
18,9% 1987 (Steingrímur Hermannsson)
18,9% 1991 (Steingrímur Hermannsson)
19,0% 1983 (Steingrímur Hermannsson)
Bjarni Benediktsson á hættu á að fara með
Sjálfstæðisflokkinn undir sögulegt lág-
marksfylgi sitt. Met sem hann sjálfur setti
sem splunkunýr formaður 2009.
Sigurður Ingi Jóhannsson er í líkri stöðu
og Oddný Harðardóttir, nýr formaður sem
virðist ekki geta forðað flokki sínum frá
mjög vondum úrslitum. Síðustu ár hafa
fært mörgum nýjum formanni fjórflokks
þessa stöðu; Bjarna Benediktssyni, Árna
Páli Árnasyni og Katrínu Jakobsdóttur. Jón
Sigurðsson, annar formaður Framsóknar,
á heima í þessum hópi.
Allt stefnir í að Oddný Harðardóttir skipi
sér í flokk með nýjum formönnum sem
leiða flokka sína til fylgistaps í kosningum.
Í raun þarf nánast kraftaverk á síðustu
metrunum til að forða Samfylkingunni frá
sögulegu lágmarki flokksins. Flest bendir
til að flokkurinn fari meira að segja undir
sögulegt lágmark Alþýðuflokksins.
Katrín Jakobsdóttir virðist ekki eiga
möguleika á að fara með sinn flokk upp
í sögulegt hámark, 21,7 prósent, en hún
ætti að koma honum yfir sinn næstbesta
árangur, 14,4 prósent. Hún gæti líka orðið
fyrst sinna flokkssystkina að vera fyrsti
þingmaður Reykjavíkur norður.
Sturla Jónsson er stjörnuframbjóðandi
Dögunar sem nú leggur til sinnar
annarrar eða þriðju kosninga. Dögun
er sproti út úr Borgarahreyfingunni,
sem leystist upp eftir ágæta útkomu í
kosningunum 2009 og fjóra þing-
menn. Dögun náði 3,1 prósent atkvæða
2013 og nokkrum ríkisstyrk en kann-
anir benda ekki til að því marki verði
aftur náð.
Fjórflokkur slær smæðarmet
Það þarf ekki að taka fram að þegar
þrír af hinum svokallaða fjórflokki
eru undir sínu lélegasta fylgi að þá
er líklegt að samanlagt fylgi fjór-
flokksins sé það. Síðustu kannanir
hafa sýnt samanlagt fylgi Sjálfstæð-
isf lokks, Framsóknar, Samfylk-
ingar og VG í 54 prósent og rétt
rúmlega það. Í síðustu kosningum
fengu þessir flokkar 74,9 prósent at-
kvæða, eilítið meira en þeir og for-
verar þeirra fengu 1987 þegar Borg-
araflokkurinn og Kvennalistinn
fengu góða kosningu. Þá fékk fjór-
flokkurinn 74,6 prósent atkvæða.
Annars hafa þessir flokka alla tíð
verið með um og yfir 90 prósent
fylgi, að aðeins einum kosningum
undanskildum; 1995 þegar bæði
Þjóðvaki og Frjálslyndi flokkurinn
náðu mönnum á þing. Þá fékk fjór-
flokkurinn 86,1 prósent atkvæða.
Sósíalisminn nálægt botni
Samanlagt fylgi Samfylkingarinn-
ar og VG í könnunum er nú 21,6 til
24,6 prósent. Það er nálægt sögu-
legum botni fánabera sósíalism-
ans, helstu stjórnmálastefnu síð-
ustu aldar. Í síðustu kosningum
guldu flokkarnir afhroð og fengu
samanlagt 23,8 prósent atkvæða.
Þeir eru samkvæmt könnunum á
svipuðum stað í dag og gætu jafnvel
slegið metið frá því síðast. Leita þarf
aftur til 1931 til að finna minna fylgi
sósíalísku flokkanna en þá fengu Al-
þýðuflokkur og Kommúnistaflokk-
urinn samanlagt 18,7 prósent fylgi.
Fyrst í kjördæmum
Einar Aðalsteinn Brynjólfsson Pírati
eða Steingrímur J. Sigfússon í VG
gætu orðið fyrstu þingmenn Norð-
austurkjördæmis. Það væri sögulegt
ef Pírati yrði fyrsti þingmaður þessa
kjördæmis en fyrir utan Steingrím
J., eftir kosningarnar 2009, hafa að-
eins Sjálfstæðisflokkurinn og Fram-
sókn fengið flest atkvæði í þessum
kjördæmi og forverum þess..
Pírati gæti líka orðið fyrsti þing-
maður í Reykjavík norður fyrsti,
Birgitta Jónsdóttir, eða þá Katrín
Jakobsdóttir hjá VG. Samfylkingin
náði þessum heiðurssessi 2003 og
2009. Samfylkingin var líka með
fyrsta þingmann Reykjavíkur suður
2009. Annars hafa Sjálfstæðismenn
ætíð verið fyrstu þingmenn Reykja-
víkurkjördæmanna og Reykjavíkur-
kjördæmis áður en borgin var klofin.
Fæstu atkvæðin
Alþýðufylkingin og Húmanista-
flokkurinn keppa í sérdeild fyrir
Gylfi Þ. Gíslason leiddi Alþýðuflokkinn
í gegnum Viðreisnarárin, sem enduðu
með miklu fylgistapi í kosningunum
1971.
Þorsteinn Pálsson leiddi Sjálfstæðis-
flokkinn sem formaður aðeins í einum
kosningum, þegar flokkurinn klofnaði
með sérframboði Alberts Guðmunds-
sonar 1987.
þessar kosningar, eins og síðast, ef
marka má kannanir; í flokki flokka
sem fá um og yfir hundrað atkvæði.
Sá listi lítur þannig út:
91 atkvæði: Verkamannaflokkur
Íslands 1991 (Eiríkur Björn Ragnarsson)
92 atkvæði: Sólskinsflokkurinn 1979
(Helgi Friðjónsson)
108 atkvæði: Hinn flokkurinn 1979
(Stefán Karl Guðjónsson)
118 atkvæði: Alþýðufylkingin 2013
(Þorvaldur Þorvaldsson)
121 atkvæði: Kommúnistaflokkur
Íslands ml 1974 (Gunnar Andrésson)
126 atkvæði: Húmanistaflokkur
Íslands 2013 (Júlíus Valdimarsson)
127 atkvæði: Lýðræðisflokkurinn
1974 (Jörmundur Ingi Hansen)
184 atkvæði: Fylkingin 1978
(Ragnar Stefánsson)
201 atkvæði: Fylkingin 1974
(Ragnar Stefánsson)
204 atkvæði: Anarkistar á Íslandi
1999 (Þórarinn Einarsson)
Eins og sjá má eiga bæði Þor-
valdur Þorvaldsson og Júlíus Valdi-
marsson ágæta möguleika á að ná
að skrá nafn sitt öðru sinni á lista
yfir þau framboð sem hafa fengið
fæst atkvæði. Sturla Jónsson, sem
nú er í framboði fyrir Dögun, fékk
222 atkvæði í kosningunum 2013 og
vermir ellefta sætið á þessum lista.
Helgi Helgason hefur leitt flokk sinn, Íslensku
þjóðfylkinguna, til mikilla innanfélagsátaka
í aðdraganda kosninganna sem leiddu til þess
að flokkurinn náði ekki að bjóða fram í öllum
kjördæmum. Hægri grænir, sem fengu 1,7 prósent
í síðustu kosningum, gengu inn í Íslensku þjóð-
fylkinguna, og flokkurinn nýtur mikils stuðn-
ings Útvarps Sögu, sem studdi síðast Flokk
heimilanna, sem fékk 3,1 prósent atkvæða
og vænan ríkisstyrk (sem flokksmenn
deildu um hver mætti ráðstafa). Fátt
bendir til að Íslenska þjóðfylkingin nái
að fara yfir sameiginlegt fylgi þessara
flokka, eða 4,8 prósent.
Jón Sigurðsson leiddi Framsóknar-
flokkinn til verstu útreiðar flokksins
hingað til árið 2007. Á eftir fylgdi upp-
lausn innan flokksins, tíð formanns-
skipti og síðan kjör Sigmundar Davíðs.
Þorvaldur Þorvaldsson á raunhæfa
möguleika á því eftir kosningar að
verða í tveimur sætum á topp tíu yfir
þau framboð sem fæst atkvæði hafa
fengið í kosningum á Íslandi.