Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 20.10.2016, Síða 20

Fréttatíminn - 20.10.2016, Síða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016 Þessi tilhneiging virðist vera sterkari í ár en oft áður. Clinton hefur í raun sjálf hvatt kjósendur til að gera þetta, því allt síðan á landsfundi Demókra- taflokksins hefur Clinton sent þau skilaboð til kjósenda Repúblikana að þeir geti verið óhræddir við að greiða henni atkvæði sitt. Önnur skýring er sú að margir kjósendur Gary Johnson, fram- bjóðanda Frjálshyggjuflokksins, eru í raun fylgismenn Repúblikana- f lokksins sem geta ekki hugsað sér að kjósa forsetaframbjóðanda flokksins þó þeir ætli sér að kjósa aðra frambjóðendur hans. Enn minni áhrif í þinginu Áhrifin af óvinsældum Trump virðast ekki mikil í kosningum til fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókrataflokkurinn mun líklega ekki bæta við sig nema fimm þing- sætum. Demókratar eru nokkuð öruggir um 192 sæti, þar sem þeir vinna sjö sæti af Repúblikunum en tapa tveimur. Munurinn í ellefu kjördæmum til viðbótar er nógu lít- ill til að þau séu álitin samkeppn- ishæf, en þó Demókratar myndu vinna þau öll myndi það ekki duga þeim til að ná meirihluta í þinginu, því Repúblikanar eru næsta öruggir um 232 sæti af 435. Kannanir sýna að þegar kjós- endur eru spurðir hvort þeir vilji að Demókratar eða Repúblikanar hafi meirihluta í fulltrúadeildinni er fjöldi þeirra sem vilja meirihluta Demókrata á bilinu 2-4% fleiri en þeir sem kjósa að Repúblikanar haldi meirihluta sínum. Könnun NBC og Wall Street Journal sem tek- in var stuttu eftir aðrar kappræð- ur frambjóðendanna sýndu t.d. að 46% kjósi meirihluta Demókrata en 44% Repúblikana. Sagan sýnir að tveggja prósentu- stiga forskot dugar Demókrötum ekki til að ná meirihluta í þing- kosningum. Tveggja prósentustiga forskot á því hvor flokkanna kjós- endur vildu að væri í meirihluta í þinginu dugar Repúblikönum hins vegar til stórsigra. Árið 2014 dugði t.d. tveggja stiga forskot í könnun- um flokknum til að bæta við sig 13 þingsætum en Demókratar þurfa minnst sex til sjö stiga forskot til að eiga möguleika á að ná meirihluta í þinginu. Ástæðan er annars vegar sú að kjósendur demókrata eru ólíklegri til að mæta á kjörstað en Repúblikanar. Önnur, og ekki síðri ástæða er kjördæmahagræðing sem fjallað var um í síðustu viku. Jafnvel stórsigur dugar ekki Demókratar halda þó enn í vonina um að óvinsældir Trump eigi eftir að aukast enn frekar eftir því sem nær dregur kosningum, og að þær eigi eftir að smitast að fullu yfir á aðra frambjóðendur flokksins. En jafnvel þó Demókrötum tækist að vinna meirihluta í báðum þing- deildum yrðu þeir í miklum vand- ræðum með að koma málum í gegn- um þingið. Þó reglur deildarinnar geri ráð fyrir að einfaldur meirihluti dugi til að samþykkja hvort heldur sem er lagafrumvörp, önnur þing- mál eða embættisskipanir forseta, t.d. dómara, leyfa þær líka málþóf. Það þarf aukinn meirihluta 60 at- kvæða til að binda endi á umræð- ur og ganga til atkvæða, sem þýð- ir að Hillary þyrfti í raun 60 sæti í öldungadeildinni til að sigrast á einbeittri andstöðu Repúblikana. Líkurnar á því eru nánast engar. Demókratar þyrftu ekki aðeins að fella leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, Chuck Grassley í Iowa, John McCain í Arizona og Ric- hard Shelby í Alabama, heldur líka að bæta við sig sætum í dimmrauð- um fylkjum eins og Suður Karólínu. 4 ára plan Demókrata Repúblikanar hafa boðað að þeir muni nýta málþófsréttinn til hins ýtrasta og McCain lofaði því t.d. í byrjun vikunnar að f lokkurinn myndi stöðva allar tilnefningar Hillary á hæstaréttardómurum. Repúblikanar eru því í nokkuð stöðu til að koma í veg fyrir að Hillary geti hrundið í framkvæmd þeirri róttæku byltingu sem margir bandarískir hægrimenn virðast óttast að hún boði komist hún til valda. Það yrði ekki fyrr en á öðru kjör- tímabili Hillary sem hún gæti gert sér vonir um einhverjar stórfelldar aðgerðir eða róttækar breytingar. Ástæðan er sú að næsta mann- tal verður tekið í Bandaríkjunum árið 2020, og kjördæmamörk eru endurskoðuð eftir hvert manntal til að tryggja sem jafnastan atkvæða- fjölda að baki hverjum þingmanni. Kjördæmamörk eru ákvörðuð af fylkisþingunum. Repúblikanar nýttu sér meirihlutann sem þeir unnu í kosningunum 2010 til hins ýtrasta og hagræddu kjördæma- mörkum til að hámarka fjölda þingsæta flokksins. Í kosningunum 2014 vann flokkurinn 52% atkvæða í kosningum til þings, en fengu 57% þingsæta. Demókratar eru staðráðnir í að láta Repúblikana ekki komast upp með þann leik aftur 2020 og Barack Obama hefur lýst kjördæmahag- ræðingu sem einni alvarlegustu ógn sem steðji að lýðræði í Banda- Harry Reid og Hillary Clinton. Ef Demókrötum tekst að endurheimta meirihlutann í öldungadeildinni, eins og nýjustu kann- anir benda til, mun Harry Reid taka við sem valdamesti maður deildarinnar og hægri hönd Hillary í þinginu. Donald Trump stefnir í einn stærsta kosningaósigur síðustu áratuga. Bilið á milli hans og Hillary mælist nú að meðaltali nærri 7%, sem yrði stærsti ósigur sem frambjóðandi annars stóru flokkanna hefur beðið síðan 1996. Trump gæti þó enn átt eftir að bæta það met, því hann hefur verið að mælast með allt að 12% minna fylgi en Hillary. Þá þyrfti að fara aftur til 1984 til að finna stærri ósigur. ríkjunum. Obama hefur þegar sagt að hann muni beita sér gegn kjör- dæmahagræðingu eftir að hann lætur af embætti, og dómsmálaráð- herra Obama, Eric Holder, fer fyr- ir samræmingaraðgerðum flokks- ins til að tryggja að kjördæmi sem verða teiknuð upp fyrir kosningarn- ar 2022 verði hliðhollari Demókröt- um. Þangað til munu Repúblikanar hafa innbyggt forskot í þingkosning- um, og líklega meirihluta í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings. Varnarleikur fyrir 2020 Þetta skýrir að hluta hversu lítið hefur farið fyrir stórum loforðum í kosningabaráttu Hillary. Í stað þess að boða von og breytingar, líkt og Obama gerði 2008, hefur Hillary gert sitt besta til að komast hjá því að vekja of miklar væntingar hjá kjósendum flokksins. Að upplagi er Hillary ekki mjög innblásinn stjórnmálamaður en það er líka mikilvægt fyrir hana að vekja ekki of miklar vonir hjá kjósendum, því málþóf og andstaða Repúblikana í fulltrúadeildinni mun sjá til þess að hún kemur ekki neinum stórum breytingum í gegnum þingið. Róttækir vinstrimenn í Banda- ríkjunum og stuðningsmenn Bernie Sanders halda því fram að Demókratar væru með meira fylgi ef Hillary hefði gert kosninga- stefnuskrá Bernie Sanders að sinni og lofað kjósendum róttækri upp- stokkun og endurgjöf. Á móti segja stuðningmenn Hillary að það hefði aldrei dugað til að vinna aukinn meirihluta í öldungadeildinni, að fjórum árum liðnum myndu kjós- endur Demókrata því upplifa sig svikna, og þeim mun erfiðara yrði fyrir Demókrata að vinna kosn- ingarnar 2020. Mikilvægustu kosningar sögunnar Það bregst ekki að stjórnmála- skýrendur jafnt sem frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra lýsi öllum forsetakosningum í Bandaríkjun- um sem „mikilvægustu kosningum í manna minnum“. Kosningarnar í ár eru engin undantekning. Rudy Giuliani lýsti því yfir á landsfundi Repúblikanaflokksins í sumar að kosningarnar í ár myndu verða mikilvægustu kosningarnar í sögu Bandaríkjanna: „Það verða engar aðrar kosningar. Það er núna eða aldrei.“ Og auðvitað er mikið í húfi. Næsti forseti Bandaríkjanna mun líklega geta skipað þrjá eða fjóra hæsta- réttardómara, þar með talið arftaka Antonin Scalia. Mikilvægasta afrek Hillary á fyrsta kjörtímabilinu, gæti því líklega orðið að tryggja frjáls- lyndan meirihluta í hæstarétti, sem skýrir af hverju Repúblikanar lofa að standa í vegi fyrir öllum tilnefn- ingum hennar. En fyrir utan skipun hæstaréttar- dómara er erfitt að sjá hvaða stóru eða róttæku breytingum Hillary getur komið í gegn á næstu fjórum árum. Biðleikur Þegar þetta er haft í huga verður kosningabarátta Hillary og skortur á loforðum um róttækar aðgerðir til að auka jöfnuð eða hefja stórsókn til framtíðar skiljanlegri. Demókratar eru í raun að leika varnarleik í kosningunum í ár. Kosningabarátta Hillary hefur fyrst og fremst snúist um að sannfæra kjósendur um að Trump megi ekki komast í Hvíta húsið, en auk þess er flokkurinn að leggja grunn að sigri að fjórum árum liðnum. Banda- rískir kjósendur þurfa því að bíða til 2020 eftir loforðum Demókrata um uppstokkun og endurgjöf efna- hagslegra gæða, endurreisn milli- stéttarinnar eða stórsókn í upp- byggingu velferðarkerfisins. „Að upplagi er Hillary ekki mjög innblásinn stjórn- málamaður en það er líka mikilvægt fyrir hana að vekja ekki of miklar vonir hjá kjósendum, því málþóf og andstaða Repúblikana í fulltrúadeildinni mun sjá til þess að hún kemur ekki neinum stórum breytingum í gegnum þingið.“ Þitt er valið Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang. Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum ELDHÚSINNRÉTTINGAR styrkur - ending - gæði HÁGÆða DaNSKar Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. til föstudaga kl. 09 til 18 Laugardaga kl. 11 til 15

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.