Fréttatíminn - 20.10.2016, Page 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016
Menntamál
Háleit
markmið
á bak við
einföld dæmi
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Færni í reikningi er ekki lengur það sem skiptir mestu máli í stærðfræðimenntun enda leysa tækin okkur sífellt
meira af hólmi. Guðbjörg Páls dóttir,
dósent í stærðfræði og kennari á
Menntavísindasviði, segir megin
markmið stærðfræðikennslu eiga
að vera að kunna að greina vanda
og öðlast hæfni til að leysa hann.
Hún segir þennan fókus lengi hafa
verið til staðar hjá fræðimönn
um á sviði stærðfræðimenntun
ar en að hann komi skýrt fram í
aðal námskrá grunnskóla alveg frá
árinu 1999. Áherslubreytingar í
skólakerfinu gerast hægt því hug
myndir fólks um hvað skipti máli
í stærðfræðikennslu séu mjög fast
mótaðar. „Það sem skiptir máli er
ekki að geta reiknað einstaka þætti
hratt eða að kunna utan að. Það að
vera góður í stærðfræði er að geta
spurt góðra spurninga, rökstutt,
réttlætt hvaða leiðir eru notaðar
og tengt saman hugmyndir. Í dag
er námskránni skipt í sjö flokka og
þrír þeirra snúa að vinnubrögðum,
nálgun og hugsunarhætti greinar
innar svo þessi áhersla hefur verið
lengi til staðar í kennaranáminu en
hún skilar sér ekki alltaf í skólana,“
segir Guðbjörg.
Andstaða við breytingar
Ætli stærðfræðikennarar fái ekki
oftast allra kennara spurninguna
Til hvers erum við að læra þetta?
„Oftast þegar fólk spyr svona
spurninga er það vegna þess að
því leiðist og sér ekki tilganginn.
Tilgangurinn er ekki að geta lagt
tvær tölur saman heldur að átta
sig á því hvað samlagning er. Með
stærðfræðikennslu erum við að
reyna að hafa áhrif á það hvernig
fólk hugsar og horfir á heiminn og
skilur umhverfi sitt. Með því að
læra samlagningu áttum við okkur
á fjölda og samhengi og venjumst
því að reyna að leita að reglum
og mynstrum í samfélaginu, eða
lífi okkar. Svo það eru ansi háleit
markmið á bak við einföld dæmi,“
segir Guðbjörg og bendir á að til
þess að verkefnin grípi nem endur
þurfi þau að vera einstaklings
miðuð. „Við reynum að gera verk
efnin þannig að þau hafi lágt og
hátt þak, að það sé auðvelt að byrja
á þeim en að þau feli í sér að hægt
sé að halda áfram með rannsóknir
og pælingar. En það sem við erum
að vinna hér á Menntavísindasviði
er auðvitað ekki það sem gerist í
öllum skólastofum. Það er ofboðs
lega sterk pressa frá öllu samfé
laginu um að það séu ekki mikl
ar breytingar því breytingar fela í
sér fyrirhöfn og andstöðu. Það er
til ákveðin hugmynd um stærð
fræðitíma, að barnið setjist niður
og geri það sem kennarinn segi, og
krakkarnir koma með þá hugmynd
inn í skólastofuna. Hugmyndin er
svo sterk að það er erfitt að ýta við
henni, nemendur verða til dæmis
hissa ef það eru mörg svör við einu
dæmi. Þrátt fyrir að aðrar áherslur
hafi verið í aðalnámskrá frá 1999 þá
getur verið erfitt fyrir kennarana að
breyta þessu.“
Ættum að hætta að spyrja um
einkunnir
En hvernig ætti kennslan þá að
fara fram?
„Barnið á ekki bara að sitja og finna
allt upp sjálft heldur verður kenn
arinn að velja verkefni sem ýta
undir að börnin finni leiðirnar sjálf.
Þetta snýst ekki um að finna eina
tiltekna leið heldur líka samsettar
leiðir og þá þarf barnið að átta sig á
því hvaða reglur gilda í stærðfræði
sem það getur nýtt sér.“
Ef við tökum klassískan páfa-
gaukslærdóm sem dæmi, eins og
margföldunartöfluna, hefur kennsla
á henni breyst?
„Það er ennþá víða ætlast til að nem
endur læri margföldunar töfluna en
það er lögð meiri áhersla á skilning í
dag og að börnin séu að vinna með
margföldunartöflur, ekki bara með
því að þylja hverja og eina upp held
ur með því að skoða mynstrin og
samhengið. Með því að vinna með
margföldun og margföldunarstað
reyndir hafa margir lært utanbókar
en þá það sem þeir skilja.“
Veltur stærðfræðikennsla þá á því
hvaða kennsluhætti kennarinn
velur sér?
„Já. Í námskránni er aukin áhersla
á rökhugsun og vinnubrögð stærð
fræðinnar en það fer á endanum
eftir kennurum hverjar áherslurnar
eru. Við erum með ákveðin hæfni
viðmið sem eru farin að hafa meiri
áhrif á kennsluna og nýtt námsmat
í 10.bekk er líka til þess gert að horft
sé meira á hæfni en færni og það er
að skila sér. Margir kennarar eru
að vinna mjög gott starf en það þarf
meira til, það þarf stuðning frá öllu
samfélaginu um það hvernig nám
eigi að fara fram. Það þarf að vera
meiri umræða um skólamál og hún
á ekki að snúast um það hvað nem
endur fái á prófum, því skólinn á
að snúast um hæfni en ekki færni.
Við ættum að hætta líka að spyrja
börn hvað þau fá í einkunn á prófi
og spyrja þau frekar hvernig verk
efni þau séu að vinna.“
Tæknin útrýmir vélrænni vinnu
Tæknin spilar stórt hlutverk í að
breyta gömlum kennsluháttum
og segir Guðbjörg hana geta verið
mikla hjálp í að umbylta stærð
fræðikennslu. „Það að vera fljótur
að reikna hefur miklu minna upp
á sig en það hafði fyrir fimmtíu
árum. Það eru allir með tæki á sér
sem sjá um reikning. Mikilvægara
í dag er að kunna að slá réttar upp
lýsingar inn í vélina og kunna að
túlka niðurstöðurnar. Þannig geta
tækin hjálpað okkur sem viljum að
stærðfræðikennsla snúist fyrst og
fremst um rökhugsun en ekki þessa
vélrænu vinnu.“
Erum við með tækin til þess?
„Já, krakkarnir eru með tækin
í vasanum koma mjög sterkir inn í
kennslustundir því það þarf ekkert
að kenna þeim á tækin, þau kunna
að nota þau. Ég sé mjög mörg dæmi
um að krakkar sæki sér ýmis gögn
eins og myndrit eða tölfræðileg
atriði sjálf. Svo er verið að spjald
tölvuvæða skólana og mikið verið
að nota af allskyns forritum tengd
um stærðfræði. Það mætti vel vera
meira og öðruvísi en við erum
á réttri leið.
Færni í reikningi er ekki lengur það sem skiptir mestu máli í stærðfræðimenntun enda leysa tækin okkur sífellt meira af
hólmi. Að kunna að greina vanda og öðlast hæfni til að leysa hann á að vera meginmarkmið stærðfræðikennslu í dag, en
skila þessi markmið sér í skólunum? Guðbjörg Pálsdóttir segir það hafa verið markmið með stærðfræðikennslu frá árinu
1999 en að það gangi hægt að breyta kerfi sem hafi verið eins frá upphafi. Mynd | Hari
Stærðfræði á að kenna okkur að hugsa en gerir
hún það raunverulega, á þann hátt sem hún
er kennd í dag? Guðbjörg Pálsdóttir, dósent
og stærðfræðikennari á Menntavísindasviði,
segir það fyrst og fremst fara eftir áherslum
kennara.
„Það er ofboðslega sterk
pressa frá öllu sam
félaginu um að það séu
ekki miklar breytingar
því breytingar fela í sér
fyrirhöfn og andstöðu.“
Tilgangurinn er ekki að geta lagt tvær
tölur saman heldur að átta sig á því
hvað samlagning er.
2
+ 2
= 4