Fréttatíminn - 20.10.2016, Síða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016
Ung Framsókn er byrjuð
á Tinder
Býður á stefnumót í kjörklefanum.
Margir notendur snjallsímafor-
ritsins Tinder ráku upp stór augu
þegar ein þeirra sem sóttist eftir
að fara á stefnumót var engin
önnur en UngFramsókn. Fyrir þá
sem ekki vita er Tinder einskonar
stefnumótapp.
Ung kona, sem setti sig í sam-
band við Fréttatímann, tók skjá-
skot af því sem bar fyrir augu en
í fyrstu kom upp mynd af teikni-
myndafígúru þar sem stóð fyrir
neðan: Sterkari millistétt?
Líkt og sjá má af skjáskotunum,
sem konan tók, telur UngFram-
sókn upp ástæður fyrir því að
viðkomandi eigi að „deita sig“ og
nefnir meðal annars að hún hafi
fjölgað störfum um 15.000 á þrem-
ur árum, lækkað skuldir fjölda
heimila og tekið á móti flótta-
mönnum.
Í persónulegum skilaboðum
sem unga konan fékk frá flokkn-
um, eftir að hafa látið í ljós áhuga
sinn, var henni boðið að koma á
stefnumót í kjörklefa 29. október
næstkomandi þegar kosið verð-
ur til Alþingis og hún hvött til að
kynna sér stefnumál flokksins.
Hnyttið svar konunnar má sjá á
skáskotinu. | bg
Hvað ætla mótmælendur að kjósa?
Vöfflulykt umlykur húsnæði Kassa-
gerðarinnar snemma morguns.
Starfsmenn Kassagerðarinnar eru
að funda með tveimur sérfræðing-
um frá Þýskalandi sem eru ekki
svo hrifnir af veðrinu á Íslandi og
gæða sér á nýbökuðum vöfflum.
„Mjög góð hugmynd að fá sér
vöfflur á morgnana, við borðum
ekki svo mikið af vöfflum í Þýska-
landi. Gott að byrja daginn með
svona vel, samt ekki alla daga,“
segja Jurgen Schankin og Stefan
Zieglmeier, þýsku gestir Kassa-
gerðarinnar. Rætt er um veðrið á
Íslandi og finnst þeim vinum vera
fremur erfitt að horfa upp á veðr-
ið út um gluggann: „Það er mjög
vindasamt hérna og kalt. Algert
skítaveður. Við komum í gærkvöldi
þannig við erum ekki búnir að
sjá mikið en við fórum að borða
í Perlunni í gær, það var voða
áhugavert.“
Föstu starfsmenn Kassa-
gerðarinnar eru ánægðir með
þá morgna sem boðið er upp á
vöfflur og finnst gaman að brjóta
upp á vinnuvikuna með einhverju
óvenjulegu og skemmtilegu: „Þess-
ar vöfflur eru bara góðar fyrir
meltinguna. Fyrir suma væri það
snemmt að fá sér vöfflur klukkan
10 á morgnana en það er ekkert
of snemmt fyrir okkur að fá svona
fínirí því við mætum klukkan 7 í
vinnuna. Þetta er eiginlega bara
eins og hádegismatur fyrir okk-
ur. Við erum ekki með margar
morgunhefðir aðrar en að fá
okkur bara kaffi saman kallarnir
þegar við mætum, það er gaman
að brjóta daginn aðeins upp,“ seg-
ir Helgi Jónsson, verkstjóri Kassa-
gerðarinnar. | hdó
Morgunstund: Vöfflur í morgunsárið
Nú fer að líða að kosningum og
margir íhuga hvern skuli kjósa.
Fréttatíminn gróf upp mynd af
Wintris mótmælunum frá því í
apríl, fyrr á þessu ári, þar sem
um 26.000 manns mættu og
mótmæltu spillingu. Mótmæl-
endur kröfðust kosninga, nú er
komið að kosningum. Hvað ætla
mótmælendur að kjósa?
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
Helga Dögg Ólafsdóttir
helgadogg@frettatiminn.is
Marta Sigríður
Pétursdóttir
Ég ætla að kjósa
Pírata vegna þess
að þau berjast fyrir
kerfisbreytingum og
gegnsæi í stjórnmálum. Það
breytist ekkert fyrr en við breytum
því hvernig við stjórnum okkur.
Valdið á að vera dreift og koma að
neðan en ekki að ofan, ég vil stjórn-
völd sem vinna fyrir hagsmuni
fjöldans en ekki hina fáu útvöldu.
Hallveig Kristín
Ég ætla að kjósa en
er ennþá að ákveða
hvaða flokk. Veit
fyrir víst að ég mun
ekki kjósa núverandi
stjórnarflokka. Fyrir utan spill-
ingu, nýfrjálshyggjurunk, Panama,
þá þarf ég að borga hálfa milljón á
ári í skólagjöld fyrir það að stunda
nám í húsnæði þar sem mygla yfir
löglegu hámarki hefur verið mæld
í mörg ár, með ekkert aðgengi fyrir
hjólastóla og kennara sem þurfa að
sætta sig við umtalsvert lægri laun
en aðrir háskólakennarar. Pírat-
ar, VG, Björt framtíð – hvað sem er
annað en þá sem stuðla að lungna-
hrörnun listnema.
Valur Gunnarsson
Ég ætla að kjósa
Pírata. Ég vil fá nýja
stjórnarskrá, þó ekki
væri nema af fagur-
fræðilegum ástæðum.
Það er þreytandi að hafa 91. grein
sem flestar fjalla um forsetann
þegar tekið er fram að í raun sé
ekki verið að tala um hann. Plús,
auðlindir eiga að vera í eigu þjóðar-
innar. Mér finnst aðdáunarvert
hjá þeim að reyna að stofna kosn-
ingabandalag, kannski fáum við í
kjölfarið skýrari línur og málefna-
legri stjórnmál. Það eru nýir tímar
í íslenskum stjórnmálum og Píratar
fanga þann anda best. Og svo eru
þeir líka vinir Evu Joly!
Jóhann Kristófer
Stefánsson
Ég ætla að kjósa
Pírata vegna þess að
ég trúi því þeir hafi
drifkraftinn til þess að
koma með breyttar áherslur inn í
stjórnmál á Íslandi. Ég hef tilfinn-
ingu fyrir því að þau muni geta
upprætt spillingu og frændhygli
sem einkenna stjórnmál á Íslandi.
Alma Mjöll
Ólafsdóttir
Ég veit ekki hvort ég
eigi að kjósa Pírata,
Vinstri græn eða
engan. Það er erfitt að
kjósa þegar maður hatar pólitík
og hefur ekki trú á henni. Þegar
manni finnst meira að segja póli-
tíkusar firrtir um eyðileggingar-
mátt sinn. Kjósendur firrtir, ein-
angraðir og ringlaðir. Maður trúir
varla lengur á góðu gæjana.
Vöfflur í skítaveðri. Mynd | Rut
Hnyttið svar við boði á stefnumót.
þriðjudaginn 25. október, kl. 18
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
fimmtudag kl. 10–18, föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16,
sunnudag kl. 12–16, mánudag kl. 10–17, þriðjudag kl. 10–17
Si
gu
rb
jö
rn
Jó
ns
so
n Alfreð Flóki
Uppboð í 20 ár
Forsýning á verkunum fimmtudag til þriðjudags