Morgunblaðið - 23.12.2016, Page 1
Morgunblaðið/Eggert
Jólafrí Þingmenn slógu á létta
strengi á síðustu metrunum í gær.
Jón Birgir Eiríksson
Laufey Rún Ketilsdóttir
Alþingi var frestað seint í gærkvöldi
og voru fjárlög fyrir árið 2017 sam-
þykkt með 27 atkvæðum stjórnar-
flokkanna, en 33 þingmenn greiddu
ekki atkvæði. Höfðu þingmenn á orði
að samvinna hefði tekist vel í þinginu
síðustu metrana og í lokaræðu sinni
sagði Steingrímur J. Sigfússon, for-
seti Alþingis, að þinglokin væru
söguleg í ljósi þess að ekki hefði tek-
ist að mynda nýja ríkisstjórn í kjöl-
far kosninga í lok október.
Haraldur Benediktsson, formaður
fjárlaganefndar, sagði alla flokka
hafa skorið af hugmyndum sínum.
„Það er ljóst að frumvarpið er
málamiðlun og þingmenn sæta þeirri
málamiðlun af myndugleik. Hér er
enginn að fá stefnu sinni framfylgt,
en allir geta sagst hafa átt þátt í
lausninni,“ sagði hann.
Mestur styr stóð um frumvarp um
jöfnun lífeyrisréttinda starfsmanna
á opinberum markaði og almennum,
en 38 þingmenn greiddu atkvæði
með frumvarpinu, 14 greiddu at-
kvæði gegn því og átta sátu hjá.
Fundum Alþingis var frestað til
24. janúar nk.
Samþykkt var að ef til niðurskurð-
ar eða uppsagna kæmi hjá Landspít-
alanum á árinu, yrðu samþykkt fjár-
aukalög og spítalanum tryggt fé.
„Ég hef ekki heyrt um svona áður,
en óvenjulegir tímar kalla á óvenju-
legar lausnir og við fögnum því
vissulega að þarna sé Alþingi að
tryggja óbreyttan rekstur Landspít-
alans,“ sagði Páll Matthíasson, for-
stjóri Landspítalans.
Fjárlög í þverpólitískri sátt
Fundum Alþingis frestað Lög um jöfnun lífeyrisréttinda samþykkt Fjárlög
samþykkt með minnihluta atkvæða Baktrygging fyrir Landspítala á næsta ári
MÞingstörfin »4
F Ö S T U D A G U R 2 3. D E S E M B E R 2 0 1 6
Stofnað 1913 301. tölublað 104. árgangur
VARÐ SNEMMA
ÁHUGASÖM
UM TEIKNINGU
BAMBALÓ
VEITTI HENNI
HUGREKKI
SAGA ALMENNRA
BORGARA Á
ÖRLAGATÍMA
HEILLAÐIST AF ÓFELÍU 36 LAND FÖÐUR MÍNS 12KRISTÍN FRÁ MUNKAÞVERÁ 36
dagur til jóla
1
kertasníkir kemur í kvöld
www.jolamjolk.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Gjafakort fyrir tvo á
gamanleik eins og þeir
gerast bestir
Úti að aka
9.950 kr.
Miði fyrir tvo á þessa
vinsælu fjölskyldusýningu og
geisladiskur með tónlistinni
Blái hnötturinn
10.600 kr.
Gjafakort fyrir tvo ásamt leikhús-
máltíð fyrir sýningu eða í hléi
Ljúffengt leikhúskvöld
12.950 kr.
Gefðu töfrandi stund í jólagjöf!
Gjafakort
Borgarleikhússins
AFP
Leit Þýska lögreglan leitar enn Túnisans,
Anis Amri, sem er grunaður árásarmaður.
Alls hafa 664 einstaklingar látist í
hryðjuverkaárásum sem Ríki ísl-
ams hefur lýst á hendur sér frá
árinu 2015. Á sama tíma hafa 1.419
manns særst í þessum árásum.
Árásin á jólamarkað í Berlín í
vikunni, þar sem vöruflutningabíl
var ekið á fólk, var sextánda árás
samtakanna frá 2015 en þýsk
stjórnvöld leita enn árasarmanns-
ins, Anis Amri, frá Túnis. Hann
hafði verið undir eftirliti lögreglu í
nokkra mánuði. »20
664 hafa látist í
hryðjuverkaárásum
Sigurður Friðriksson, hóteleigandi í Reykjavík,
stendur í dag fyrir árlegri skötuveislu í Stúdíó
29 að Snorrabraut 29. Undirbúningur var langt
kominn síðdegis í gær, en hér virða Sigurður og
starfsmenn hans, Agniezska og Louie, fyrir sér
skötubitana. Að sögn Sigurðar hefur veislan ver-
ið vel sótt frá því hún var fyrst haldin árið 2006
og er ávallt vel af henni látið. „Ekki einn maður
hefur verið óánægður með skötuna,“ segir hann
léttur. Hann segir erlenda ferðamenn nokkuð
forvitna um veisluna. Skötu, matreidda með
þessum hætti, sé ekki að finna á hverju strái.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ferðamenn forvitnir um skötuna
Landsmenn og veitingahús undirbúa skötuveislur fyrir daginn í dag
Banaslys varð á Holtavörðuheiði
um klukkan 14.30 í gær þegar
fólksbifreið á norðurleið og jepp-
lingur á suðurleið lentu í árekstri.
Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést,
en farþegi og ökumaður jepplings-
ins sluppu með lítil meiðsl en voru
fluttir með þyrlu á slysadeildina í
Fossvogi til skoðunar og aðhlynn-
ingar. Alls hafa nú 17 einstaklingar
látist á árinu í umferðarslysum.
17 manns hafa látist
í banaslysum í ár