Morgunblaðið - 23.12.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016 Grísk jógúrt Ofurfæða! Stútfull af góðri fitu og próteini Lífrænar mjólkurvörur www.biobu.is Morgunmatur: Grísk jógúrt, múslí, sletta af agave Eftirréttur: Grísk jógúrt, kakó, agave chia fræ Köld sósa: Grísk jógúrt, handfylli rifin gúrka, 2 hvítlauksrif, salt og pipar Jón Þórisson jonth@mbl.is Þær breytingar sem fjárlaganefnd leggur til á útgjöldum ríkissjóðs, frá því sem ráðgert var í frumvarpi til fjárlaga 2017, nema samtals nær 11 milljörðum króna. Á fundi Alþingis í gær mælti Har- aldur Benediktsson, formaður fjár- laganefndar, fyrir breytingartillögu nefndarinnar við fjárlagafrumvarp- ið. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær náðist sátt í nefnd- inni um þessar breytingar í fyrrakvöld. Meðal annars er gert ráð fyrir að Landspítalinn fái tvo milljarða til viðbótar við þá rúmu 59 milljarða sem frumvarp til fjárlaga gerði ráð fyrir. Annars vegar er áskilið að viðbót- in verði nýtt til að taka á svonefnd- um fráflæðisvanda. Hins vegar er ráðgert að verja fé til endurbóta og viðhalds á húsnæði spítalans. Svo sem kunnugt er hafa fjármál Landspítala verið mikið til umræðu að undanförnu. Kom meðal annars fram af hálfu Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, að rúmlega fimm milljarða vanti til að mæta fjárþörf spítalans miðað við þau áform sem birtust í fjárlagafrum- varpinu. Samkvæmt því höfðu þó út- gjöld til spítalans verið aukin um tæpa fjóra milljarða frá því sem áður var. Var á það bent að sú aukning færi að mestu til að mæta launa- hækkunum og í verðlagsbætur. Aukin framlög til löggæslu Þá var einnig af hálfu fjárlaga- nefndar lagt til að tímabundið verði framlög til löggæslumála í landinu aukin. Er um að ræða 400 milljónir, en í fjárlagafrumvarpinu hafði verið lagt til að framlög til löggæslu yrðu aukin um 600 milljónir. Nemur því hækkunin til þessa málaflokks einum milljarði króna. Landhelgisgæsla fær meira Jafnframt leggur fjárlaganefnd til að framlag til Landhelgisgæslu verði aukið um 100 milljónir og nem- ur framlag til þess málaflokks tæp- um fjórum milljörðum, samkvæmt tillögunni. Fram hefur komið af hálfu Landhelgisgæslunnar að tekjur hennar hafi dregist verulega saman og því hafði verið óskað eftir 300 milljóna króna hækkun fram- lags á fjárlögum. Þess hafði ekki sést stað í fjárlagafrumvarpinu en nú verður breyting á því. Samgöngur og háskólar Framlög til samgangna verða samkvæmt tillögunni aukin um 4.560 milljónir króna. Nemur því sá liður fjárlaganna 34 milljörðum króna á næsta ári. Aukinheldur ger- ir tillaga fjárlaganefndar ráð fyrir auknum útgjöldum til háskólanna í landinu sem nemur tæpum 1,1 millj- arði króna. Fjöldi annarra breytinga Af öðrum tillögum til breytinga af hálfu fjárlaganefndar eru þær helst- ar að dregið verði úr framlögum til mála tengdum ferðaþjónustu um 600 milljónir frá því sem áður var ráðgert. Framlag til framhaldsskóla hækkar um 400 milljónir til viðbótar við þá tæpu 28,5 milljarða sem fjár- lagafrumvarp gerði ráð fyrir. Þá hækka framlög til heilsugæslu um 150 milljónir umfram þá 21,8 milljarða sem frumvarpið tilgreindi. Framlag til velferðarráðuneytis vegna stuðnings við fjölskyldur og börn hækkar um 50 milljónir. Jafn- framt fara 30 milljónir til lýðheilsu, forvarna og eftirlits, til viðbótar 2,6 milljörðum sem greindi í frumvarp- inu. Stjórnsýsla velferðarmála fær svo 90 milljóna króna viðbótarfram- lag ofan á 5,3 milljarða eins og áform voru um. Framlög til forsætisráðuneytis lækka um 100 milljónir frá frum- varpinu og verða undir einum millj- arði króna. Að síðustu gerir tillaga fjárlaga- nefndar ráð fyrir að liðurinn skattar og innheimta vaxi um 47,5 milljónir frá því sem var í frumvarpinu. Morgunblaðið/Eggert Þingfundur Þingmenn föðmuðust og óskuðu hver öðrum gleðilegra jóla að loknum þingfundi seint í gærkvöldi. Þing kemur næst saman 24. janúar nk. Ellefu milljarða aukning  Fjölmargir liðir fjárlaga hækka  Dregið úr við ferðaþjónustu og forsætis- ráðuneyti um 700 milljónir  Aukið við Landspítala, löggæslu og háskóla Létt andrúmsloft var á Alþingi í gærkvöldi, þegar önnur umræða um fjárlög fór fram, en athygli vakti að nefndar- menn fjárlaga- nefndar þökkuðu hver öðrum og hrósuðu í hástert. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins, sagði traust hafa myndast manna á milli. „Með því að treysta hvort öðru fáum við almenn- ing til að treysta okkur,“ sagði hún og hrósaði formanni nefndarinnar, Haraldi Benediktssyni, fyrir. „Takk fyrir og gleðileg jól,“ sagði hún. Þorsteinn Víglundsson, formaður Viðreisnar, þakkaði formanni og öðrum nefndarmönnum einnig fyrir samstarfið. Að loknum ræðum þing- manna tók Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, til máls. „Lítur út fyrir að fullþakkað sé fyrir í fjár- laganefnd,“ sagði hann og uppskar mikinn hlátur þingheims. Fullþakkað fyrir í fjár- laganefnd  Þakklæti og hlátur í umræðu um fjárlög Steingrímur J. Sigfússon Pawel Bartos- zek, þingmaður Viðreisnar, þakkaði Stein- grími J. Sigfús- syni, forseta Al- þingis, fyrir að kjósa með veit- ingu ríkisborg- araréttar til Pa- wels og móður hans fyrir um 19 árum síðan. Þetta kom fram í ræðu Pawels í umræðum um frum- varp um veitingu ríkisborgara- réttar, en Steingrímur er eini nú- verandi þingmaðurinn sem greiddi atkvæði um ríkisborgararétt Paw- els. Sagðist Pawel vonast til þess að Steingrímur sæi ekki of mikið eftir ákvörðun sinni og vöktu ummælin kátínu og hlátrasköll í þingsal, en þeir Steingrímur sitja á þingi hvor fyrir sinn stjórnmálaflokkinn, líkt og kunnugt er. Að þessu sinni samþykkti Alþingi að veita 31 manni íslenskan ríkisborgararétt. Þakkaði fyrir ríkisborgara- réttinn Pawel Bartoszek Í tengslum við forsendur fjárlaga 2017 samþykkti Alþingi nokkra hækkun gjalda á áfengi, eldsneyti og fleira á fundi sínum í gær. Hækkun áfengisgjalda leiðir til nokkurrar hækkunar á útsöluverði áfengis, að öðru óbreyttu. Ekki er víst að breytingarnar komi fram að fullu né að þær miðist við áramót, þar sem birgjar ráða miklu um verðlagningu. Eins og fram kemur í töflu hér til hliðar er hækkunin á flösku af al- gengri tegund vodka 213 krónur, 227 krónur á flösku af algengu koníaki og 3 lítra kassi af algengu rauðvíni hækkar um 203 krónur. Einnig voru nokkrar breytingar gerðar á eldsneytisgjöldum. Sem dæmi um áhrif þeirra breytinga mun bensínlítri hækka um 4,90 krónur. Telur Félag íslenskra bifreiðaeigenda að árlegur kostnaðarauki vegna þessa sé 12 þúsund krónur að meðaltali á hvern bíl. Þá var einnig samþykkt að gjald vegna vegabréfa skyldi hækka um fimmtung. Almennt verð fyrir vegabréf hækkar úr 10.250 krónum í 12.300 og verð fyrir vegabréf með hraðþjónustu hækkar úr 20.250 krón- ur í 24.300 krónur. jonth@mbl.is Nokkur hækkun vegna fjárlagafrumvarpsins  Eldsneyti og áfengi hækka Tegund Vodki Rauðvín Bitter Koníak Bjór Rauðvín Stærð (ml) 700 750 700 700 500 3000 Styrkur 37,5% 13,5% 21,0% 40,0% 5,0% 13% Verð 1 .des 2016 5.099 1.999 4.980 8.999 359 6.599 Verð 1. jan 2017 5.312 2.052 5.106 9.226 369 6.802 Hækkun % 4,2% 2,7% 2,5% 2,5% 2,8% 3,1% Hækkun í kr. 213 53 126 227 10 203 „Við fögnum því að þarna sé Al- þingi að tryggja óbreyttan rekstur Landspítalans,“ segir Páll Matt- híasson, forstjóri Landspítalans, en fjárlaganefnd samþykkti í gær- kvöldi að ef kæmi til niðurskurðar eða uppsagna á komandi ári hjá Landspítalanum yrðu samþykkt fjáraukalög og spítalanum tryggt það fjármagn sem þyrfti til að koma í veg fyrir þær aðgerðir. Ráðuneyti og ráðherra litu það öðrum augum en Landspítalinn hvort spítalanum væri tryggt nægt fjármagn í fjárlögum til að veita grunnþjónustu en fjár- laganefnd brást við áhyggjum forsvarsmanna spítalans með baktryggingu, inngjöf upp á tvo milljarða og eftirgjöf eldri halla. „Svo er það nýrrar ríkis- stjórnar að gefa í – menn boðuðu meira í kosningunum en að það yrði ekki skorið niður,“ segir Páll. Óbreyttur rekstur tryggður VIÐBRÖGÐ FORSTJÓRA LANDSPÍTALANS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.