Morgunblaðið - 23.12.2016, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.12.2016, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016 Kannanir sýna að flokkur Dagsog Hjálmars Sveinssonar hefur ekki misst nema helming fylgis síns á tæpum þremur árum.    Það er undravertafrek þegar horft er til þess hvernig haldið hef- ur verið á mál- efnum borgar- innar.    Dagur og fé-lagar hans í borgarstjórn töldu augljóst að Hjálmar Sveinsson væri miklu meira úti að aka en nokkur ann- ar kjörinn fulltrúi og því upplagður í umferðarmálin.    Hjálmar var í viðtali í gær ogvísaði á bug orðum forstjóra Vegagerðarinnar um að brýnt væri að ráðast í framkvæmdir á gatnakerfi Reykjavíkur.    Hjálmar sagði: „Að mínu matier engin önnur lausn í boði (en að leggja áherslu á almenn- ingssamgöngur). Það er búið að margreyna hitt víða í heiminum og m.a. í Reykjavík. Með því að bæta sífellt við nýjum akreinum og mislægum gatnamótum þá fyll- ast þessar akreinar um leið.“    Staksteinar lásu þetta og réttnáðu að stöðva frúna. Hún var á leið í búð að kaupa hangikjöt. Var henni bent á að það þýddi ekki neitt, því langlíklegast væri að kjötið yrði étið. Yrðu heimilis- menn síst betur settir eftir en áð- ur. Frúin hélt sínu striki og sagði bónda sinn úti að aka.    Ætli að sé laust sæti fyrirhann í umferðarnefnd? Dagur B. Eggertsson Borgin Dagar uppi STAKSTEINAR Hjálmar Sveinsson Veður víða um heim 22.12., kl. 18.00 Reykjavík -1 skýjað Bolungarvík 0 skýjað Akureyri -1 léttskýjað Nuuk -19 heiðskírt Þórshöfn 2 rigning Ósló 3 rigning Kaupmannahöfn 4 þoka Stokkhólmur 4 léttskýjað Helsinki 4 léttskýjað Lúxemborg 2 þoka Brussel 6 þoka Dublin 7 léttskýjað Glasgow 4 skúrir London 7 léttskýjað París 8 alskýjað Amsterdam 6 þoka Hamborg 5 þoka Berlín 2 rigning Vín -2 þoka Moskva 0 snjókoma Algarve 17 heiðskírt Madríd 8 heiðskírt Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 6 skýjað Winnipeg -7 skýjað Montreal 0 snjókoma New York 4 þoka Chicago 1 heiðskírt Orlando 17 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:23 15:32 ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:55 SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:36 DJÚPIVOGUR 11:02 14:52 Stefán Eiríksson, fv. sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkur- borgar, er nýr borgarritari, en borgarráð sam- þykkti í gær ráðningu hans. Borgarritari er æðsti embættis- maður borgarinnar að borgarstjóra undanskildum, en borgarritari er einn staðgengla borgarstjóra. Vinnubrögð við ráðningu borgar- ritara voru harðlega gagnrýnd af fullrúum Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknar og flugvallarvina í minni- hluta borgarráðs. Ráðningin hafi ekki verið á útsendri dagskrá fund- arins og minnihlutinn ekki fengið send nein gögn fyrir fundinn. Ekki var orðið við ósk minnihlutans um að fresta málinu til næsta fundar en 17 umsækjendur voru um stöðuna. Eru þessi vinnubrögð sögð „algerlega óviðunandi og ganga í berhögg við reglur stjórnsýsluréttar,“ segir í bókun minnihlutans, sem óskar þó Stefáni velfarnaðar í starfinu. Stefán er nýr borg- arritari  Vinnubrögð gagn- rýnd í borgarráði Stefán Eiríksson „Þetta hefur verið mjög sérstakt,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðar- fjalli, um skíðafærið nú í haust. Síð- ustu ár hefur svæðið yfirleitt verið opnað um mánaðamótin nóvember/ desember en í ár hafa ekki enn skap- ast skilyrði til að opnunar. „Við framleiðum alltaf snjó en við þurfum að hafa frostið. Núna er þetta búið að vera svona í kringum núll gráður og þá gerist voðalega lít- ið í snjóframleiðslu.“ Framleiðslan hófst þó í Hlíðarfjalli í fyrradag og vonast Guðmundur til að hægt verði að opna svæðið bráðlega. „Við erum að láta okkur dreyma um að opna 27. desember en þetta er voða tæpt.“ Snjóleysið hefur plagað flest skíðasvæði á landinu og hafa Bláfjöll einnig verið lokuð það sem af er vetri. Þar vonast menn þó til að geta opnað á öðrum degi jóla. „Það er loksins kominn snjór sem virðist ætla að halda. [...] [Við] erum bjart- sýn á að fá það snjómagn sem þarf til að geta opnað,“ segir á vefsíðu skíðasvæðisins. Skíðasvæði Tindastóls hefur verið opið frá því í byrjun desember en að sögn Viggós Jónssonar fram- kvæmdastjóra er það eina skíða- svæði landsins sem opið hefur verið fram til þessa. „Við opnuðum 3. des- ember þannig að við erum bara montin með okkur.“ Vonast eftir skíðafæri yfir hátíðirnar  Skíðasvæði stefna á opnun í næstu viku  Opið í Tindastóli í desember Morgunblaðið/Styrmir Kári Bláfjöll Margir vilja á skíði í fríinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.