Morgunblaðið - 23.12.2016, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 | LAUGARDAGA 11 - 16
BÆJARLIND 16 | 201 KÓPAVOGUR | SÍMI 553 7100 | LINAN.IS
ILMKERTI OG HÍBÝLAILMIR Í SÉRFLOKKI
Maison Holiday
tinaskja 325 ml.
kr. 4.300
Japonica Tinaskja 118 ml. kr.2.450
Japonica
Híbýlailmur 177 ml. 5.990
Room & Body Mist
100 ml. 4.500
Maison Holiday
Glerkrús með
loki í gjafakassa
355 ml.
kr. 8.900
Ilmur af jólum
VOLUSPA
Slegið var upp jólagjafaveislu í flug-
stöðinni í nágrenni Kulusuk á
Grænlandi í fyrradag, þar sem
börnin í þorpinu fengu jólagjafir frá
Íslandi.
„Þetta var óskaplega skemmtileg
ferð,“ segir skipuleggjandinn, Hrafn
Jökulsson, forseti skákfélagsins
Hróksins, en með honum í för voru
Stefán Herbertsson, formaður Ka-
lak, vinafélags Íslands og Græn-
lands, og Gáttaþefur. Konurnar í
prjónahópi Gerðubergs útbjuggu
sérmerktar gjafir eftir að hafa feng-
ið nafnalista frá grunnskólanum í
Kulusuk, en í honum eru 40 börn og
á annan tug í leikskólanum. Börnin
fengu auk þess jólasveinahúfu frá
Flugfélagi Íslands, helsta bakhjarli
verkefnisins, og sælgæti frá Nóa Sí-
ríusi.
Fimmta ferðin á einu ári
Flogið var til Kulusuk með áætl-
unarvél Flugfélags Íslands að
morgni og aftur heim með sömu vél
síðdegis, en flugið tekur um einn og
hálfan tíma. Tryggvi Jónsson flug-
stjóri og Magnús Ingi Magnússon
flugmaður tóku þátt í hátíðarhöld-
unum og Sigrún Heiða Hilmars-
dóttir flugfreyja aðstoðaði Gáttaþef
við að deila út gjöfunum.
Hrafn segir að tækifæri hafi gef-
ist til þess að spjalla svolítið við
börnin, sem hafi flest gengið í góða
veðrinu drjúgan spöl úr þorpinu í
flugstöðina. „Við þekkjum börnin í
Kulusuk mjög vel en þetta var
fimmta ferð Hróksins til Kulusuk á
365 dögum,“ segir hann. Samskonar
jólasveinaferð var fyrst farin fyrir
ári, en síðan hefur Hrókurinn staðið
fyrir skákhátíðum og námskeiðum
auk þess sem mörg börn frá Kulu-
suk hafa komið á sundnámskeið á
Íslandi.
„Það fer vel á því að við ræktum
tengslin sérstaklega í þessu litla
þorpi en við vinnum miklu víðar á
Grænlandi og viljum efla tengslin
við landið allt og á sem flestum svið-
um,“ segir Hrafn. steinthor@mbl.is
Ljósmyndir /Hrafn Jökulsson
Gleði Hún leyndi sér ekki gleðin sem gjafirnar vöktu hjá börnunum. Hrafn Jökulsson forseti Hróksins er hér lengst til hægri í jólapeysu.
Færðu börnum á Grænlandi gjafir
Jólapakkaveisla
í flugstöðinni í ná-
grenni Kulusuk
Ferð Enginn akvegur er á milli Kulusuk og flugvallarins. Flest börnin komu
gangandi en sum komu með fjölskyldum sínum á hunda- eða vélsleðum.
Gjafir Sigrún Heiða Hilmarsdóttir flugfreyja aðstoðaði Gáttaþef við að deila
út gjöfunum og ánægja skein úr hverju andliti í flugstöðinni.
Dóra Hlín Ingólfs-
dóttir, rannsóknar-
lögreglukona, lést í
gær, 67 ára að
aldri. Dóra Hlín var
fædd 17. ágúst 1949
en foreldrar hennar
voru Ingólfur Finn-
björnsson loft-
skeytamaður og Jó-
hanna Bjarn-
freðsdóttir
bókavörður.
Dóra Hlín lauk
gagnfræðiprófi og
síðar námi frá lög-
regluskólanum en
hún var önnur af tveimur fyrstu
konum í sögu lögreglunnar til að
klæðast lögreglubúningi og
gegna almennum lögreglustörf-
um, 30. júní 1974.
Hún var ráðin sem rannsóknar-
lögreglukona við stofnun Rann-
sóknarlögreglu Reykjavíkur árið
1977 og fluttist svo sjálfkrafa til
Rannsóknarlögreglu ríkisins
(RLR) þegar það embætti var
stofnað. Þaðan fór hún til lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu
þegar RLR var lögð niður árið
1997 en þar starfaði hún til
starfsloka árið 2014.
Dóra Hlín var mikill brautryðj-
andi í meðferð kynferðisbrota
innan lögreglunnar. Hún hlaut
viðurkenningu fyr-
ir vel unnin störf
fyrir lögregluna og
í þágu almennings
þegar hún lét af
störfum.
Dóra Hlín var
ein af stofnendum
Stígamóta. Þá var
hún einnig einn
stofnenda Kríanna,
hagsmunafélags
lögreglukvenna, og
fyrsti formaður fé-
lagsins sem sett
var á laggirnar ár-
ið 1994.
Dóra Hlín starfaði með
Kvennalistanum og tók síðar þátt
í stofnun Samfylkingarinnar en
hún starfaði einnig með flokkn-
um.
Sambýlismaður Dóru Hlínar
var Erlingur Kristjánsson smið-
ur. Dóra Hlín giftist Benedikt
Lund árið 1982 og skildu þau árið
1991 en þau áttu eitt barn, Sig-
rúnu Helgu Lund. Þá giftist Dóra
Hlín Guðmundi Guðbjörnssyni
árið 1970 en þau skildu árið 1974.
Þau áttu eitt barn, Jóhönnu Guð-
mundsdóttur. Barnabörnin eru
fjögur.
Útför Dóru Hlínar fer fram
eftir áramót og verður auglýst
síðar.
Andlát
Dóra Hlín Ingólfsdóttir