Morgunblaðið - 23.12.2016, Page 18

Morgunblaðið - 23.12.2016, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016 MERRY CHRISTMAS 23. desember 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 112.89 113.43 113.16 Sterlingspund 139.22 139.9 139.56 Kanadadalur 83.83 84.33 84.08 Dönsk króna 15.881 15.973 15.927 Norsk króna 12.983 13.059 13.021 Sænsk króna 12.27 12.342 12.306 Svissn. franki 110.23 110.85 110.54 Japanskt jen 0.9598 0.9654 0.9626 SDR 151.27 152.17 151.72 Evra 118.07 118.73 118.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.6135 Hrávöruverð Gull 1130.55 ($/únsa) Ál 1730.0 ($/tonn) LME Hráolía 55.52 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Alls voru 1.010 fyrirtæki tekin til gjald- þrotaskipta á tólf mánaða tímabili frá desember 2015 til nóvember síðastlið- ins, borið saman við 618 tólf mánuðina þar á undan. Það þýðir að gjaldþrotum fyrirtækja hefur fjölgað um 63% á milli tímabila. Í nóvember einum voru 100 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Í flokki heild- og smásöluverslana og ökuktækjaviðgerða voru 202 gjaldþrot síðustu tólf mánuði og tvöfölduðust þau næstum á milli ára. Þá voru 176 gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð sem er 42% aukning á milli ára. Gjaldþrot yfir eitt þús- und talsins síðasta árið STUTT Ólafur Fáfnir Sigurgeirsson olafur@mbl.is Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,14% í desember að því er fram kemur í nýjustu verðbólgumæling- um Hagstofu Íslands sem birtar voru í gær. Verðbólgan yfir árið, frá desember í fyrra til desember í ár, mælist því 1,9%. Húsnæðisliðurinn heldur áfram að halda verðbólgunni uppi en kostnað- ur við búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 1,6% í desember. „Húsnæðisverð hefur verið að hækka mjög hratt, eða yfir 1% á mánuði að jafnaði yfir síð- ustu átta mánuði, og við höfum ekki séð svona miklar hækkanir síð- an árið 2008,“ segir Jón Bjarki Bentsson hjá Greiningu Íslands- banka. Innflutt verðhjöðnun sterk „Á móti kemur að innfluttar vörur eru að lækka talsvert og þessir tveir kraftar, hækkun hús- næðisverðs og lækkun á innfluttum vörum togast á,“ segir Jón Bjarki, en vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,18% í desember. „Það sem kom okkur mest á óvart í mælingunni nú í desember var að fargjöld til útlanda lækkuðu mun minna heldur en við áætluðum, en það sem hins vegar einkennir þessa mælingu einnig eru áhrifin af styrkingu krónunnar. Við höfum stundum velt því fyrir okkur hvort gengisáhrifin séu að koma nógu sterkt fram, en að þessu sinni erum við að sjá lækkun á velflestum inn- fluttum vöruflokkum og hefur sá liður áhrif til 0,22% lækkunar á vísi- tölunni,“ segir Jón Bjarki. „ Það var mjög hröð styrking krónunnar á tímabilinu ágúst til og með nóvember. Þau áhrif eiga eftir að koma fram að talsverðu leyti og við eigum því eftir að sjá áfram- haldandi verðlækkunaráhrif inn- fluttra vara á næstunni.“ Verðbólga undir markmiði Verðbólgan heldur áfram að vera undir verðbólgumarkmiði Seðla- bankans en hún mælist 1,9% yfir síðustu 12 mánuði eins og fyrr seg- ir. Ef húsnæðiskostnaður er undan- skilinn þá hefur vísitalan lækkað um 0,8% á þessu ári. Þeir liðir hennar sem telja til hækkunar eru innlend- ar vörur og grænmeti sem hækkuðu um 1,2%. Af þeim liðum vísitölunnar sem hafa áhrif til lækkunar má nefna innfluttar vörur en alls lækk- uðu þær um 3,5% á síðustu 12 mán- uðum. Ef áfengi og tóbak er undan- skilið þá lækka þær enn meir eða 4%. Mjög mismunandi er hversu mik- ið innfluttar vörur hafa lækkað. Til að mynda hefur fataefni lækkað um 29% yfir síðustu 12 mánuði meðal annars vegna styrkingar krónunnar og tollaniðurfellingar um síðustu áramót. Föt hafa hins vegar lækkað um 6,5% á sama tíma. Krónan ræður verðbólguþróun „Líklegast er að meðan það er svona mikill uppgangur í ferðaþjón- ustunni og gengið heldur áfram að styrkjast halda eftirspurnaráhrifin í hagkerfinu áfram, sem koma svo fram í hækkandi húsnæðisverði og vaxandi launakostnaði,“ segir Jón Bjarki. „Þrátt fyrir að innflutningur hafi aukist hröðum skrefum hefur það ekki haft mikil áhrif á geng- isþróunina, vegna mikillar aukning- ar í gjaldeyristekjum af ferðaþjón- ustunni. Þetta fer ekki að snúast fyrr en hægir á þessum vexti. Sennilegast verður orsakasamheng- ið þannig að krónan hætti að styrkj- ast þegar fer að hægja á vexti ferðaþjónustunnar og það myndi þá toga verðbólguna aftur upp.“ Húsnæði keyrir verðbólguna áfram Vísitala neysluverðs, ársbreyting % 20 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 20132012 2014 2015 2016 Verðlagsþróun á árinu » Föt hafa lækkað um 6,5% yf- ir árið, frá desember í fyrra til desember í ár. » Kvenmannsföt hafa lækkað um 7,7% og barnaföt um 6,3%. » Karlmannsskór hafa hins vegar hækkað um 1,4%. » Innfluttur matur hefur lækk- að m.a. vegna styrkingar krón- unnar og lækkaði pasta um 7,3% og hrísgrjón um 9,9%.  Verðhjöðnun í ár ef húsnæðisliðurinn er undanskilinn Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fjarskipti hafa náð samkomulagi við 365 miðla um kaup á ljósvakamiðla- og fjarskiptaþjónustu síðarnefnda fyrirtækisins og er kaupverðið 2,2 milljarðar króna, samkvæmt til- kynningu Fjarskipta til Kauphallar. Fjarskipti, sem er móðurfélag Voda- fone, greiðir 500 milljónir fyrir starf- semina auk þess að seljandi fær í sinn hlut tæplega 32,4 milljónir hluta í Fjarskiptum á genginu 52,5 krónur á hlut. Að auki yfirtaka Fjarskipti vaxtaberandi skuldir 365 miðla að fjáhæð 4,6 milljarða króna. Kaupin eru enn háð skilyrðum og forsendum sem útfærð verða nánar í kaupsamn- ingi sem ráð er fyrir gert að verði undirritaður á nýju ári. Þegar tilkynnt var um viðræður milli samningsaðila í lok ágúst síð- astliðins kom fram að forsendur um kaupverð yrðu byggðar á upplýsing- um seljanda og hver rekstrarhagn- aður þeirrar starfsemi sem skipta myndi um hendur væri. Var þar gert ráð fyrir að verðið gæti numið allt að 3,4 milljörðum króna og að 1,7 millj- arðar yrði greiddir í reiðufé. Niður- staðan er hins vegar að greiðsla í reiðufé er 1,2 milljörðum króna lægri en þá var áætlað og kaupverðið sömuleiðis lægra sem þeirri upphæð nemur. Aðrar breytingar ekki ljósar Spurður út í áhrif sölunnar á 365, segir Sævar Freyr Þráinsson, for- stjóri fyrirtækisins, að ekki sé tíma- bært að upplýsa um það. „Nú hefur samkomulag náðst um kaupverðið og það er mjög mikilvægur áfangi. Hins vegar munum við síðar, þegar það er tímabært, tilkynna um áhrifin af þessum viðskiptum.“ Vísar Sævar Freyr þar til mögulegra breytinga á rekstri fyrirtækisins en það mun áfram halda úti rekstri fréttastofu. Þá mun fyrirtækið enn eiga Frétta- blaðið og vefinn visir.is. Morgunblaðið/Ómar Sala 365 miðlum verður skipt upp með sölunni til Fjarskipta. 2,2 milljarðar fyrir ljós- vaka- og fjarskiptahluta 365  Verðið 1,2 milljörðum króna lægra en áætlað var í ágúst ●  Velta bílaleiga hér á landi á fyrstu átta mánuðum árs- ins nam 30,8 millj- örðum króna og hefur ríflega fjór- faldast frá árinu 2010 þegar veltan var 7,3 milljarðar. Í Hagsjá Lands- bankans segir að um sé að ræða 28% aukningu frá sama tímabili í fyrra. „Vöxturinn í tekjum bílaleiga hefur verið töluvert góður á síðustu árum sem rekja má til mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna hér á landi,“ segir í Hag- sjánni. Velta gististaða, farþegaflutninga með flugi og veitingasölu og -þjónustu hefur ekki vaxið jafnhratt á sama tíma- bili. Þannig hefur velta gististaða ríflega þrefaldast og velta veitingaþjónustu tvöfaldast. Velta farþegaflutninga með flugi hefur síðan aukist um 70%. Fjórföldun í veltu bíla- leiga frá árinu 2010 Ferðalangar Vöxt- ur er í útleigu bíla. Jón Bjarki Bentsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.