Morgunblaðið - 23.12.2016, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016
Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is
Fagleg & persónuleg þjónusta
Dæmi:
BRAVILOR TH
Vandaðar og traustar
uppáhellivélar
2.900,- án VSK
Þjónusta- & leigugjald á mán.
Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki
Hagkvæmara en þú heldur!
Mikið úrval af öflugum vegg- og
loftafestingum frá KÖNIG
fyrir skjái og sjónvörp
Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is
Allt fyrir raftækni
Veggfestingar
Formaður óháðs mannréttindaráðs
á Filippseyjum segir að það ætli að
hefja rannsókn á yfirlýsingum Rod-
rigo Duterte, forseta landsins, um
að hann hafi sjálfur skotið menn til
bana í herferð gegn sölu fíkniefna
þegar hann var borgarstjóri Davao.
Mannréttindafulltrúi Sameinuðu
þjóðanna hefur sakað forsetann um
morð og hvatt yfirvöld á Filipps-
eyjum til að rannsaka málið.
Chito Gascon, formaður mann-
réttindaráðs Filippseyja, segir að
það ætli að rannsaka þátt forsetans
í drápum á fólki sem grunað er um
sölu eða neyslu á fíkniefnum. Þótt
ráðið geti ekki höfðað mál gegn
Duterte meðan hann gegnir for-
setaembættinu sé mikilvægt að
rannsaka mál hans til að leggja
grunninn að mögulegri saksókn
síðar.
Talið er að dauðasveitir hafi
drepið hundruð manna í Davao
þegar Duterte var borgarstjóri.
Hermt er að nær 6.000 manns hafi
verið drepin í herferð hans gegn
fíkniefnum á Filippseyjum frá því
að hann varð forseti í júní.
FILIPPSEYJAR
Meint manndráp forsetans rannsökuð
AFP
Morðingi? Rodrigo Duterte, forseti
Filippseyja, flytur ræðu í Manila.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Þýsk yfirvöld voru gagnrýnd í gær
eftir að skýrt var frá því að 24 ára
Túnisi, sem grunaður er um árásina í
Berlín á mánudaginn var, hefði áður
sætt rannsókn vegna gruns um að
hann væri að undirbúa hryðjuverk.
Að sögn þýskra fjölmiðla hafa
spurningar vaknað um ástæður þess
að manninum tókst að komast hjá
handtöku og brottvísun úr landi þótt
hann hefði verið undir eftirliti nokk-
urra öryggisstofnana í Þýskalandi.
„Yfirvöld voru með hann í sigtinu
en samt tókst honum að hverfa,“
sagði í vefútgáfu vikublaðsins Der
Spiegel. „Þeir vissu um hann. Samt
gerðu þeir ekkert,“ sagði Berlínar-
blaðið B.Z.
Þýskir embættismenn hafa skýrt
frá því að Túnisinn, Anis Amri, var
grunaður um að styðja íslömsk öfga-
samtök og undirbúa hryðjuverk. Der
Spiegel segir að Amri sé á meðal 549
manna sem þýsk yfirvöld flokki sem
mögulega hryðjuverkamenn.
Talinn undirbúa sprengjuárás
Þýskir saksóknarar sögðu að
grunur hefði leikið á því að Amri
hygðist fremja innbrot til að verða
sér úti um peninga fyrir vopnum,
„hugsanlega til að gera árás“. Haft
hefði verið leynilegt eftirlit með hon-
um frá mars til september í ár en
þeir sem fylgdust með honum kom-
ust aðeins að því að hann seldi stund-
um fíkniefni í almenningsgarði í
Berlín og lenti einu sinni í átökum á
bar. Ekki komu fram neinar vís-
bendingar um að hann væri að undir-
búa hryðjuverk og eftirlitinu var því
hætt, að sögn þýskra embættis-
manna.
Áður hafði Amri afplánað fang-
elsisdóm á Ítalíu fyrir íkveikju og í
Túnis var hann fundinn sekur um
rán í réttarhöldum sem fóru fram að
honum fjarstöddum, að sögn breska
ríkisútvarpsins.
The New York Times hafði í gær
eftir bandarískum embættismönn-
um að Amri hefði lesið sér til á net-
inu um hvernig hægt væri að búa til
sprengjur. Hann hefði haft samband
við liðsmenn samtakanna Ríki íslams
að minnsta kosti einu sinni á netinu.
Þýskir fjölmiðlar hafa einnig skýrt
frá því að Amri hafi umgengist
þekkta öfgamenn úr röðum íslam-
ista, meðal annars klerk sem var
handtekinn í nóvember og er grun-
aður um að hafa fengið unga menn til
að berjast með liðsmönnum Ríkis ísl-
ams í Sýrlandi og Írak á fyrri helm-
ingi síðasta árs. Der Spiegel segir að
hlerað símtal bendi til þess að Amri
hafi boðist til að gera sjálfsvígsárás
en að vísbendingarnar hafi verið svo
óljósar að saksóknarar hafi ekki get-
að notað þær til að ákæra hann.
Ríki íslams hefur lýst árásinni í
Berlín á hendur sér. Hermt er að
dvalarleyfi Amris hafi fundist í flutn-
ingabílnum sem ekið var á mann-
margan jólamarkað í borginni. Dag-
blaðið Süddeutsche Zeitung sagði í
gær að fingraför Amris hefðu einnig
fundist á hurð bílsins.
Alls biðu tólf manns bana í árás-
inni, þeirra á meðal pólskur bílstjóri
flutningabílsins. Hann fannst látinn í
bílnum, með skot- og stungusár.
Berlínarbúar flykktust á jóla-
markaðinn í gær þegar hann var
opnaður í fyrsta skipti eftir árásina.
Settur var upp steinsteyptur tálmi
við markaðinn til að hindra aðra
árás.
Stefna Merkel gagnrýnd
Árásin hefur kynt undir gagnrýni
á Angelu Merkel, kanslara Þýska-
lands, vegna stefnu hennar í málefn-
um flóttamanna og hælisleitenda.
Flokkurinn Annar kostur fyrir
Þýskaland (AfD) hefur sakað Merkel
um að bera ábyrgð á árásinni og seg-
ir að hún hafi stefnt landinu í hættu
með þeirri ákvörðun að opna landa-
mærin fyrir flóttafólki frá Sýrlandi á
síðasta ári, en hún varð til þess að
rúm milljón hælisleitenda kom til
Þýskalands.
Forystumenn systurflokks Kristi-
lega demókrataflokksins í Bæjara-
landi hafa tekið undir gagnrýnina á
stefnu stjórnarinnar í málinu og
hvatt til þess að henni verði breytt.
Að sögn fréttaveitunnar AFP hef-
ur árásin orðið til þess að stefnan
sætir nú einnig vaxandi gagnrýni
innan flokks kanslarans, Kristilega
demókrataflokksins, sem óttast
fylgistap í kosningum til þýska
þingsins á næsta ári.
„Í landinu er stór hópur flótta-
manna sem við vitum ekki hvað heita
eða hvaðan þeir koma. Og það getur
hugsanlega stefnt öryggi landsins í
hættu,“ hefur AFP eftir kristilega
demókratanum Klaus Bouillon, inn-
anríkisráðherra sambandslandsins
Saarlands.
Helstu árásir sem samtökin Ríki íslams hafa lýst á hendur sér
Fjöldi látinna Fjöldi særðra
Magnanville
13. júní 2016
Hnífur
Túnisborg
18. mars 2015
Byssur
TÚNIS
Sousse
26. júní 2015
Byssur,
sprengjur
Istanbúl
28. júní 2016
Sjálfsmorðsárásir
TYRKLAND
38
47
12
12
12. jan. 2016
ÞÝSKALAND
Ansbach
24. júlí 2016
Sjálfsmorðsárás
151
400
260
32
Würtzburg
18. júlí 2016
Hnífur
5
49
Orlando
12. júní 2016
Byssur
FRAKKLAND
BANDARÍKIN
Nice
14. júlí 2016
Bíl ekið á fólk
St. Etienne-
du Rouvray
1
26. júlí 2016
Hnífur
BELGÍA
Brussel
48
Berlín
19. des. 2016
Bíl ekið á fólk
EGYPTALAND
Sínaí
31. okt. 2015
Flugvél grandað
22
86
2
224
19. mars 2016 4
Frá árinu 2015
350
París
130
13. nóv. 2015
Byssur,
sprengjur
Byssur
8.-9. jan. 2015*
*12 létu lífið í árás á skrifstofur Charlie Hebdo 7. janúar. Árásarmennirnir tengdust al-Qaeda
340
22. mars 2016
Sjálfsvígsárásir
5
Yfirvöld gagnrýnd
vegna árásarinnar
Túnisinn sem leitað er var undir eftirliti í nokkra mánuði
Grunaður um árás
Notaði sex dulnefni
Anis Amri
Túnisi
Íslamisti,
salafisti
1,78 m, 75 kg
Júní 2016
Umsókn hans um hæli hafnað.
Brottvísun úr landi tafðist
Júlí 2015
Fór til Þýskalands
Fyrir 2015
Bjó án dvalarleyfis á Ítalíu í þrjú ár
Nóvember 2016
Sætti rannsókn vegna gruns um
að hann undirbyggi hryðjuverk
Heitið var jafnvirði tæpra 12 millj.
króna fyrir upplýsingar sem
leiddu til handtöku hans
Sagður hættulegur og
hugsanlega vopnaður
24 ára
Of mikil notkun á Facebook um há-
tíðirnar – og gláp á myndir af „full-
komnum“ fjölskyldum að halda
gleðileg jól – er líklegri til að valda
vanlíðun en að koma fólki í hátíðar-
skap, ef marka má nýja rannsókn
Kaupmannahafnarháskóla.
Rannsóknin leiddi í ljós að of-
notkun á samfélagsmiðlum getur
ýtt undir öfund. Rannsóknarmenn-
irnir vara einkum við neikvæðum
afleiðingum þess að „læðupokast“ á
samfélagsmiðlum, án þess að eiga
samskipti við aðra. Fólk sem hneig-
ist til öfundar í garð annarra er
hvatt til að taka sér hlé frá sam-
félagsmiðlum um hátíðirnar.
Rúmlega 1.300 manns, meirihlut-
inn konur, tóku þátt í rannsókninni.
Hún leiddi í ljós að „mikil notkun á
félagsmiðlum á borð við Facebook
getur haft slæm áhrif á tilfinninga-
líf og lífsánægju fólks“.
OFNOTKUN Á SAMFÉLAGSMIÐLUM GETUR ÝTT UNDIR ÖFUND
Hvött til að hvíla sig á Facebook um jólin
AFP
Facebook Myndir af „fullkomnu“ fólki
á félagsmiðlum geta ýtt undir öfund.