Morgunblaðið - 23.12.2016, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016
Þegar leiðir skilja er við hæfi
að þakka. Þakka fyrir liðnar
stundir sem geymdar eru í safni
minninganna. Á Eyrarvegi 18,
hjá henni Gunnu og honum Pétri
föðurbróður okkar, var eins og
tíminn stæði í stað. Að minnsta
kosti þau árin sem við systurnar
munum hvað best. Þangað var
gott að koma. Rólegheit og vin-
gjarnlegt viðmót, Rás 1 í bak-
grunninum. Nægur tími gefinn
Guðrún Jóna
Hansdóttir
✝ Guðrún JónaHansdóttir
fæddist 11. febrúar
1926 að Uppsölum
á Hellissandi. Hún
lést 25. október
2016 á Dvalarheim-
ilinu Fellaskjóli,
Grundarfirði.
Guðrún var gift
Pétri Breiðfjörð
Sigurjónssyni frá
Norður-Bár í
Grundarfirði, f. 30.11. 1918,
d.28.4. 2011. Þau eignuðust þrjú
börn, þrjú barnabörn og níu
barnabarnabörn.
Útför Guðrúnar fór fram 12.
nóvember 2016 í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
til að taka á móti
gestunum, spyrja
frétta og segja sög-
ur. Við systurnar
nutum þess að fá
sögur úr sveitinni,
heyra frásagnir af
fólkinu okkar og til-
finningu fyrir því
sem var. Þetta var
okkur sérstaklega
mikilvægt eftir að
pabbi dó, en við vor-
um þá á barns- og unglingsaldri.
Börnum er það sérlega mikil-
vægt að heyra sögurnar af sínu
fólki, sögur sem næra og styrkja
ræturnar, samhengið og „límið“ í
tilverunni. Bæði höfðu þau
Gunna og Pétur gott minni og svo
voru þau líka viljug að segja frá,
hvort með sínum hætti. Við syst-
urnar erum þakklátar fyrir þess-
ar stundir, við eldhúsborðið á
Eyrarveginum, fyrir góðu jóla-
kökuna hennar Gunnu (útgáfan
með engum rúsínum fyrir Pétur
og Dagnýju), fyrir kleinurnar og
stjanið. Fyrir að vera ávallt vel-
komnar. Blessuð sé minning
Guðrúnar Hansdóttur.
Björg, Steinþóra og Dagný
Ágústsdætur.
✝ Sjöfn Jóhann-esdóttir fædd-
ist á Húsavík 27.
október árið 1924.
Hún lést í Hvammi,
Dvalarheimili aldr-
aðra á Húsavík, 23.
nóvember 2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sig-
ríður Sigurjóns-
dóttir húsmóðir, f. í
Mýrarkoti á Tjör-
nesi 6. ágúst 1895, d. 11. janúar
1990, og Jóhannes Guðmunds-
son, kennari á Húsavík, f. 22.
júní 1892 á Þórólfsstöðum í
Kelduhverfi, d. 30. september
1970.
Bræður hennar eru Sigurjón,
f. 1926, fv. skólastjóri Gagn-
fræðaskólans á Húsavík, búsett-
ur þar, Ásgeir Guðmundur, f.
1931, fv. forstjóri Inn-
kaupastofnunar ríkisins, búsett-
ur í Kópavogi og yngstur var
Gunnar Páll, f. 1936, kjötiðn-
aðarmaður og afgreiðslumaður
á Húsavík, sem nú er látinn.
Sjöfn giftist 20. september
1947 Héðni Ólafssyni, bónda og
rafvirkja frá Fjöllum í Keldu-
hverfi, f. 14. janúar 1918, d. 16.
júlí 1992. Foreldrar Héðins voru
Ólafur Jónsson, bóndi á Fjöllum,
25. júní 1959, í sambúð með
Ragnhildi Jónsdóttur. Þau eiga
tvo syni, Hjalta og Jóhannes, og
tvö barnabörn.
6. Kolbrún, f. 19. júní 1965, í
sambúð með Peter Nielsen. Þau
eiga tvo syni, Magnús Inga og
Tómas Inga.
Sjöfn ólst upp á Húsavík,
gekk í Barnaskóla Húsavíkur og
einn vetur í Unglingaskóla
Benedikts Björnssonar. Hún
stundaði nám við Húsmæðra-
skólann á Laugum veturinn
1946-47, og á stríðsárunum réð
hún sig í vist einn vetur í
Reykjavík.
Þegar Sjöfn giftist Héðni flyt-
ur hún til hans að Fjöllum í
Kelduhverfi og býr þar í 46 ár.
Þau byggðu nýtt hús á Fjöllum
og flytja í það árið 1959. Friðný,
tengdamóðir hennar, kaus að
fylgja þeim Héðni í nýja húsið
og bjuggu þær saman allt þar til
ári eftir að Héðinn lést, að
Friðný fór á öldrunardeild
Sjúkrahúss Þingeyinga á Húsa-
vík. Sjöfn gekk í Kvenfélag
Keldhverfinga og starfaði þar í
mörg ár. Hún ferðaðist bæði
innanlands og utan og fór m.a.
tvær ferðir til Kanada og nokkr-
ar ferðir til Kolbrúnar dóttur
sinnar í Danmörku og Svíþjóð.
Tveimur árum eftir lát Héð-
ins flutti hún í Túngötu 7 á
Húsavík og átti þar heimili allt
þar til hún þurfti að fara á dval-
arheimilið Hvamm.
Útför Sjafnar fór fram í kyrr-
þey 3. desember 2016.
f. 21. nóvember
1881, d. 19. maí
1953, og Friðný
Sigurbjörg Sig-
urjónsdóttir, f. 31.
ágúst 1898, d. 27.
maí 1999.
Sjöfn og Héðinn
eignuðust sex börn.
Þau eru 1. Ólafur
Jón, f. 18. maí 1948,
kvæntur Dalrósu
Huldu Kjart-
ansdóttur, f. 13. apríl 1950. Þau
eiga þrjú börn, Kristínu Svan-
hildi, Héðin og Eydísi og tvö
barnabörn.
2. Sigríður Guðrún, f. 4. febr-
úar 1950, gift Evert Kristni
Evertssyni. Þau eiga eina dótt-
ur, Sjöfn, tvö barnabörn og eitt
barnabarnabarn.
3. Sigurbjörg Friðný, f. 14.
nóvember 1952, gift Magnúsi
Sigurðssyni. Þau eiga fjórar
dætur, Kolbrúnu Sjöfn, Svövu
Hrönn, Sigríði Katrínu og Mar-
gréti Önnu og níu barnabörn.
4. Jóhannes Páll, f. 3. janúar
1956, kvæntur Svandísi Ebbu
Stefánsdóttur. Þau eiga fjögur
börn, Sjöfn, dreng sem fæddist
andvana, Ósk og Rúnar og fimm
barnabörn.
5. Guðmundur Sigurgeir, f.
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur hug þinn og þú
munt sjá að þú grætur vegna þess
sem var gleði þín. Þessi orð úr
Spámanninum eftir Kahlil Gibran
koma upp í hug okkar systra þeg-
ar við hugsum til elsku ömmu
Sjafnar.
Það var hægt að ræða um allt
við ömmu, hvort heldur það var
eitthvað sem hæst bar í þjóðfélag-
inu eða hvað var að gerast í lífi
okkar systra. Hún hringdi alltaf í
okkur á afmælisdögunum okkar
og líka þegar makar okkar og
börn, langömmubörnin hennar,
áttu afmæli.
Hjá ömmu og afa á Fjöllum
runnu morgunmatur, hádegismat-
ur, kaffi, kvöldmatur og kvöldkaffi
saman í eitt.
Það var alltaf spennandi að fara
í búrið með ömmu, þar var alltaf
eitthvað gott að finna, kleinur,
kanilsnúða eða jafnvel gráfíkj-
uköku. Ekki breyttist það þegar
amma flutti á Túngötuna eftir að
afi dó.
Amma vildi ávallt vera þar sem
fjölskyldan hennar var og eftir að
við eignuðumst sumarbústaðinn
okkar, Sigurhæðir, var hún dug-
leg að koma þangað.
Oftar en ekki lagði hún sig í sóf-
ann í stofunni og þegar okkur
fannst börnin okkar hafa einum of
hátt og vorum hræddar um að
amma gæti ekki hvílt sig og buð-
um henni að færa sig inn í her-
bergi, afþakkaði hún alltaf og
sagði að sér fyndist svo gott að
heyra í okkur.
Við rifjum reglulega upp bíl-
ferðina sem við systur fórum með
ömmu fyrir nokkrum árum, frá
Akureyri til Reykjavíkur. Eitt-
hvað höfum við systur sagt á leið-
inni því amma hló mikið og hristi
hausinn yfir bullinu í okkur. Enda
var amma mikill húmoristi, hafði
gaman af því að heyra skemmti-
legar sögur, sagði skemmtilega
frá og tók sjálfa sig ekki alvarlega.
Elsku amma, takk fyrir allt
sem þú varst okkur og allt sem þú
gafst okkur og fjölskyldum okkar.
Kolbrún Sjöfn,
Svava Hrönn,
Sigríður Katrín og
Margrét Anna.
Það nálgast 50 ár síðan ég kom í
Fjöll í Kelduhverfi í fyrsta skipti,
sem væntanlegur tengdasonur
þeirra hjóna Sjafnar og Héðins.
Mér var strax tekið sem einum af
fjölskyldunni bæði af hendi þeirra
hjóna og barna þeirra.
Ég varð þess fljótt áskynja að
það bjó mikill kraftur og seigla í
tengdamóður minni. Á barna-
skólaaldri byrjaði hún að vinna við
að stokka og beita línu neðan við
Bakkann á Húsavík. Afrakstur
vinnunnar rann til foreldra henn-
ar þar sem faðir hennar átti við
mikil veikindi að stríða um árabil.
Ung að árum fékk hún berkla í
annan fótinn. Hún lét það þó ekki
aftra sér frá því að taka til hend-
inni og hélt ótrauð áfram að gera
það sem þurfti þrátt fyrir að eiga
lengi í þessum veikindum.
Eftir að hún giftist Héðni og
flutti í Fjöll var í mörg horn að líta.
Bærinn Fjöll stendur neðst í
Kelduhverfi og var í alfaraleið á
þeim tíma, eða allt þar til þjóðveg-
urinn var lagður fyrir Tjörnes.
Gönguleiðin til Húsavíkur lá
upp frá bænum, um Tunguheiði
og akvegurinn við túngarðinn, um
Reykjaheiði. Ekkert þótti sjálf-
sagðara en að bjóða þeim hress-
ingu sem áttu leið um. Fyrstu 20
árin sem Sjöfn bjó á Fjöllum var
ekkert rafmagn til að létta undir
við heimilisverkin. Hún þvoði því
allan þvott í höndunum og hrærði
og hnoðaði í allt brauð. Vegna
vinnu Héðins utan heimilis og síð-
ar veikinda hans um árabil bætt-
ust bústörfin einnig við dagleg
verkefni Sjafnar. Börnin urðu sex
og varð vinnudagurinn bæði lang-
ur og strangur. En með óbilandi
ró, yfirvegun, jákvæðni og bjart-
sýni stóð hún alltaf keik.
Hún gladdist yfir stóra hópnum
sínum og fjölskyldunni allri. Ekk-
ert þótti henni betra en að fá fólkið
sitt í heimsókn og hafa það hjá sér
og mikið gladdist hún þegar
ákveðið var að börn og fjölskyldur
hittust um miðjan júlí á hverju ári
heima á Fjöllum. Þar var hún
hrókur alls fagnaðar.
Sjöfn hafði ánægju af því að
ferðast og naut þess. Ógleyman-
leg er vikuferð sem Sjöfn og Héð-
inn fóru með okkur fjölskyldunni
um Vestfirði og eftir að Héðinn
lést fór hún m.a. með okkur um
Austfirði og í heimsókn til Kollu
dóttur sinnar í Danmörku.
Eftir að Sjöfn flutti til Húsavík-
ur komum við oft til hennar. Eitt
ár var ég í vinnu á Húsavík og hélt
til hjá henni. Þá bar ýmislegt á
góma hjá okkur og heilu kvöldin
grúskuðum við í ættfræði, sem var
áhugamál okkar beggja. Við lás-
um Ættir Þingeyinga í þaula.
Ýmsan fróðleik er að finna í þeim
bókum en það var heldur ekki
komið að tómum kofunum hjá
henni.
Þegar við byggðum okkur sum-
arbústað í landi Fjalla var Sjöfn
oft hjá okkur. Við tókum hana með
okkur frá Húsavík og hún dvaldi
hjá okkur helgi eða nokkra daga í
einu. Hún naut þess að koma aust-
ur í Fjöll og ekki fannst henni
verra ef hópurinn var stór og líf og
fjör í kringum hana.
Aldrei hefur borið skugga á þau
samskipti sem við Sjöfn höfum átt
í þá nærri hálfu öld sem leiðir okk-
ar fléttuðust saman. Ég þakka þér
samfylgdina og alla þá góðvild og
hjálpsemi sem þú sýndir mér,
elsku Sjöfn, allt frá fyrstu kynn-
um. Guð blessi minningu þína.
Magnús Sigurðsson.
Föðursystir mín, Sjöfn Jóhann-
esdóttir frá Fjöllum í Kelduhverfi,
er fallin frá, 92 ára að aldri.
Sjöfn kom sterkt inn í mitt líf
þegar ég fór í sveit til hennar og
Héðins Ólafssonar eiginmanns
hennar að Fjöllum í Kelduhverfi .
Í fjögur sumur frá níu ára aldri
var ég í Fjöllum hjá Sjöfn sem var
mér sem móðir og veitti mér mik-
inn stuðning. Að koma í Keldu-
hverfi að vori á seinni hluta sjötta
áratugar var mjög ólíkt því sem
nú er, hafís lá úti á Öxarfirði, mik-
ill kuldi í lofti og kom fyrir að snjó-
aði fram í júnímánuð. Vorin gátu-
verið erfið með kaldri norðanátt,
en um leið og vindátt snerist í suð-
ur með hlýju lofti þá breyttist
Kelduhverfið í fallega og blómlega
sveit.
Þetta umhverfi var krefjandi
fyrir unga bóndakonu, ekkert raf-
magn á bæjum og samgöngur erf-
iðar. Sjöfn eignaðist sex börn og
byggði upp fallegt heimili utan um
fjölskylduna. Vinnudagurinn var
langur og handtökin mörg á stóru
heimili og oft bættust við börn yfir
sumartímann eins og ég og bróðir
minn Þór. Mikið var um gesti og
höfðinglega tekið á móti þeim á
heimili Héðins og Sjafnar.
Sjöfn var ávallt glaðlynd og yf-
irveguð þótt mikið gengi á á heim-
ilinu. Fljótlega áttaði ég mig á
hversu fróð og minnug Sjöfn var á
sögur og fólk. Ættartengsl og
fæðingardaga gat hún rakið enda-
laust. Er ég eltist gerði ég mér
betur grein fyrir þessum mikla
hæfileika og þeirri greind sem hún
bjó yfir. Er ég ekki í neinum vafa
um að hefði hún verið uppi á tíma
þar sem skólaganga var auðveld
og aðgengileg þá hefði henni sóst
sú leið mjög auðveldlega. Oft
minnist ég þess þegar Héðinn var
að undirbúa sig í verkefni við að
rafvæða byggingar í Norður-
Þingeyjarsýslu, þá stóð Sjöfn
ávallt klár á því hvaða efni og í
hvaða magni þyrfti í viðkomandi
verkefni og virtist Héðinn treysta
mikið á hennar framlag við þenn-
an undirbúning.
Sjöfn var ákaflega ættrækin og
fylgdist vel með hvað við höfðum
fyrir stafni. Hún hafði þá reglu í
áratugi að hringja í okkur systk-
inin og Sigurveigu eiginkonu mína
á afmælisdögum okkar til að fagna
með okkur og fylgjast með lífi
okkar. Hún var hógvær en hafði
gaman af kraftmiklum sögum um
sýslunga sína og var stolt af upp-
runa og frændgarði.
Héðinn lést árið 1992 eftir erfið
veikindi. Þegar aldurinn færðist
yfir Sjöfn þurfti hún að glíma við
heilsuleysi en með seiglu og æðru-
leysi og miklum stuðningi frá
börnum sínum tókst henni að búa
ein lengi vel en síðustu árin bjó
hún að dvalar- og hjúkrunarheim-
ilinu að Hvammi á Húsavík. Hún
var ávallt höfðingi heim að sækja,
létt í lund og naut þess að vera
innan um fólk.
Sjöfn hefur nú kvatt eftir langa
og frjósama ævi, sjálfsagt södd líf-
daga. Eftir sitja hlýjar minningar
um þessa góðu og tryggu frænku.
Megi minning hennar lifa.
Lárus Ásgeirsson.
Sjöfn
Jóhannesdóttir
Ég og amma vor-
um alltaf nánar.
Hún lagði mikið í
sambandið okkar,
mikið sem ég er henni þakklát.
Stundirnar í Klukkuberginu voru
margar og dásamlegar. Við bök-
uðum mömmubrauð, uppskrift
sem amma fékk mömmu til að
skrifa á blað fyrir sig stuttu áður
en hún dó. Ástarpungarnir henn-
ar ömmu voru bestir, ég get kall-
að fram lyktina samstundis, þá
sat ég á eldhúsborðinu og horfði á
hana rúlla ástarpungunum upp í
lófanum með skeið og skellti
þeim svo í feitina af mikilli fag-
mennsku. Mikið var um bakstur
og huggulegar stundir uppi í
rúmi með ömmu sem gjarnan
nuddaði tásurnar, klóraði haus-
inn eða teiknaði á andlitið með
fingrinum. Á meðan ég lá í dekr-
inu á brjóstinu hennar hlustaði
ég á sögurnar hennar. Og nóg átti
hún af þeim. Allt sannar sögur
nógu vel kryddaðar til að gera
þær að góðum skemmtisögum.
Ævintýrakonan Binna hékk
ekki heima alla daga. Við þurft-
um auðvitað að hlaupa um allar
trissur helst með smá látum. Í
sund – amma kom með í renni-
brautina, fjöruferðir, með ömmu
voru þær á brókinni úti í sjó með
þara á hausnum, enda mikilvægt
Bryndís
Sigurðardóttir
✝ Bryndís Sig-urðardóttir
fæddist 16. júlí
1929. Hún lést 10.
desember 2016.
Útför Bryndísar
var gerð 21. desem-
ber 2016.
að sprella. Ég fékk
að kynnast vinkon-
um hennar sem ekki
eru af verri endan-
um. Við fórum á
skauta, í sveitaferð-
ir og til útlanda.
Listinn af skemmt-
un er svo sannar-
lega ekki tæmandi
og flakkið gerði það
að verkum að erfitt
gat reynst að ná í
okkur, farsímalausar á flakki.
Amma vann líka hjörtu vina
minna en margir þeirra komu
með mér í heimsóknir í Klukku-
bergið. Amma hélt fjörinu alltaf
gangandi, hún var lífsglöð og sá
björtu hliðarnar á lífinu. Mér er
minnisstætt þegar ég hélt afmæl-
isveislu um 13 ára. Þá mætti
amma með fulla poka af allskonar
fötum, bjartir litir í alls konar
skemmtilegum stílum. Veislan
varð að hópi stelpna íklæddum
sturluðum kjólum með kókosboll-
ur og rúsínubuff sem hún sótti í
Kolaportið. Amma var virkilega
þolinmóð, hún reyndi alltaf að
skilja mig og án þess að segja of
mikið eða skammast: „æi Brynja
mín“ var nóg.
Nú kveð ég stóra blómið mitt,
þennan risa karakter sem hún
amma var. Ég mun hlakka til að
hitta hana í hinni víkinni eins og
hún orðaði það. Ég mun minnast
hennar og segja sögur af henni
við alla sem heyra vilja. Hún
kenndi mér svo margt, jákvæðn-
in, orkan, leitin að lífinu í sinni
bestu mynd.Hún mun alltaf
fylgja mér.
Brynja Jónsdóttir.
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Þjónusta
ALHLIÐA
FASTEIGNAVIÐHALD
Uppl. í s: 788 8870 eða
murumogsmidum@murumogsmidum.is
Múrum og smíðum ehf
Smáauglýsingar