Morgunblaðið - 23.12.2016, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.12.2016, Qupperneq 32
32 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016 )553 1620 Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum upp á úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið höfð að leiðarljósi. Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Við bjóðum m.a. upp á: Súpur Grænmetisrétti Pastarétti Fiskrétti Kjötrétti Hamborgara Samlokur Barnamatseðil Eftirrétti Guðbjörg Theo-dórsdóttir rekurbílasöluna K. Steinarsson ásamt eiginmanni sínum, Kjartani Steinarssyni, en hún á 50 ára afmæli í dag. „Ég er viður- kenndur bókari og svo er ég launafulltrúi hjá fyrirtækinu, sendill, ræstitæknir og allt sem þarf.“ K. Steinarsson er með umboð fyrir Öskju og Suzuki á Suður- nesjum og selur m.a. Kia og Mercedes-Benz. „Við seljum einnig not- aða bíla og erum í góðu samstarfi við Blue Car Rental. Yfirleitt hefur desember verið rólegur í gegnum árin en það hefur þó verið nóg að gera í mánuðinum á þessu ári og þetta ár er allt búið að vera mjög gott. Áhugamál mín eru fjölskyldan og svo fer ég í jóga. Ég les mikið og bíð spennt eftir því að fá nýjustu bækurnar bæði í afmælisgjöf og jólagjöf.“ Guðbjörg ætlar að vera með opið hús fyrir ættingja og vini, en það er föst venja hjá henni. „Ég er með opið hús frá hádegi og fram eftir kvöldi, fólk er að kaupa jólagjafir og í matinn og kemur hingað við. Ég ætla að leggja aðeins meira í veitingarnar núna en venjulega í tilefni stórafmælisins.“ Jólahaldið verður með hefðbundnum hætti hjá Guðbjörgu. „Við verðum heima og eftir að eldri drengurinn flutti að heiman til Hafnarfjarðar þá kíkjum við á hann og ömmudrengina á aðfanga- dagskvöld. Þetta er svo stutt að fara, 25 mínútna akstur.“ Synir Guðbjargar og Kjartans eru Theodór, f. 1988, sambýlis- kona hans er Elva Björk Traustadóttir, og Sigtryggur, f. 1990. Ömmudrengirnir eru Hjörvar Breki, f. 2014, og Kjartan Trausti, f. 2016. Nóg að gera í bílasöl- unni í mánuðinum Guðbjörg Theodórsdóttir er fimmtug í dag Jólatréð skreytt Hjörvar Breki setur jóla- stjörnu á tréð með aðstoð frá Guðbjörgu. G uðmundur Ingi Leifsson fæddist í Hafnarfirði 23.12. 1946 en ólst upp í Reykjavík. Hann var tíu sumur í sveit hjá föðurfólki sínu á Hjaltastöðum í Skagafirði, Þorsteini, föðurbróður sínum, og Sigríði Márusdóttur, konu hans. Á unglingsárunum tók Guð- mundur þátt í kristilegu starfi, sat í stjórn Kristilegra skólasamtaka og var ritstjóri Kristilegs skólablaðs og starfaði auk þess nokkur sumur í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi á námsárunum. Guðmundur lauk kennaraprófi og stúdentsprófi frá Kennaraskóla Ís- lands 1968, hóf þá nám við Norsk Lærerakademi í Bergen og síðan við Óslóarháskóla í uppeldis- og kennslufræðum og kristinfræðum. Að loknu námi í Noregi, árið 1974, varð Guðmundur námsstjóri í skóla- rannsóknardeild menntamálaráðu- neytisins við gerð námskrár og þró- un námsefnis í samfélagsfræði, í samvinnu við „Samfélagsfræðihóp- inn“ undir leiðsögn dr. Wolfgangs Edelstein. Haustið 1978 varð Guðmundur skólastjóri við Grunnskólann á Hofs- ósi, varð síðan fræðslustjóri Norður- landsumdæmis vestra á Blönduósi 1982 og þar til embætti fræðslu- stjóra voru lögð niður 1996. Hann var stundakennari við Fósturskóla Íslands í uppeldis- og sálfræði og við guðfræðideild HÍ í trúarlífsuppeldis- fræði. Haustið 1997 varð Guðmundur skólastjóri Dalbrautarskóla. Sá skóli starfaði á vegum Barna- og ung- lingageðdeildar Landspítalans. Guðmundur Ingi Leifsson, fyrrv. fræðslustjóri – 70 ára Frá brúðkaupi Laufeyjar Fríðu F.v.: Helga Rut, Anna Kristín, afmælisbarnið, Laufey Fríða, Elín og Dóra Guðrún. Nýtti hesta í meðferð við hegðunarvanda Riðið útt í Árbliki í Grímsnesi Guðmundur Ingi er hér með Önnu Kristínu, dóttur sinni, og fjórum yngstu afastelpunum á baki öldungnum Funa. Skúli Norðdahl, fyrrv. verkamaður hjá Fossi og síðar hjá Ístex, er sjö- tugur í dag. Árnað heilla 70 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Ari Björn Jónsson fæddist 16. júní 2016 kl. 15.40. Hann vó 3.854 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Indriðadóttir og Jón Valdimarsson. Nýir borgarar Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frámerkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barns- fæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.