Morgunblaðið - 23.12.2016, Síða 35
DÆGRADVÖL 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016
FANGAR
HINN SANNA
ANDA JÓLANNA
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert sérstaklega sannfærandi í
samræðum þínum við samstarfsfélaga og
ættingja. Stjórnendur veita þér aukna ábyrgð
því þú hefur sýnt það og sannað að þér er
treystandi.
20. apríl - 20. maí
Naut Viss atburður mun hafa djúp áhrif á þig
og gera þér ókleift um skeið að sjá hlutina í
sínu rétta ljósi. Allir sem hitta þig sjá að þar
fer manneskja sem veit hvað hún vill og hvert
hún stefnir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Notaðu daginn til þess að taka til
og þrífa í skúmaskotum heimilisins. Það get-
ur tekið á að sinna öllum svo vel sé. Ekki láta
plata þig í jólagjafainnkaupum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Horfðu fram hjá því fólki sem reynir
að espa þig upp því það er ekki þess virði að
kasta perlum fyrir svín. Sýndu skoðunum
annarra virðingu þótt þú sért ósammála
þeim.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ættir að hafa það í huga í dag að þótt
áhyggjur geti haldið fyrir okkur vöku þá skila
þær yfirleitt litlum árangri. Reyndu að ala
ekki á ótta annarra.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ekki flýta þér um of og ekki borða í
óhófi. Allur þinn tími er skipulagður næstu
vikur. Taktu bara einn dag í einu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þú æðir áfram án þess að skeyta um
áhrif þess á fólkið í kringum þig gæti það
ógnað vináttu þinni við einhvern. Nú væri ráð
að virkja fjölskylduna til góðra verka.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ýmsar breytingar sem nú eru að
ganga yfir fara í taugarnar á þér. Mundu bara
að ekki er allt sem sýnist. Þú þráir að komast
í kyrrð og ró úti í sveit.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Vinir þínir bjóða þér að gera hluti
sem hljóma ekki vel í fyrstu. Notaðu tækifær-
ið næst þegar þú átt lausa stund og taktu til
hendinni heima.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Fyrrverandi kærastar birtast hugs-
anlega óvænt í lífi þínu. Reyndu að láta ekki á
neinu bera og brostu hringinn. Ekki er allt gull
sem glóir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér finnst þú enn eiga margt
ógert en mundu að hlutum má auðveldlega
skjóta á frest. Þér léttir þegar þú færð réttar
upplýsingar um nágrannann.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert full/ur af orku og gætir auð-
veldlega sigrað keppni í bjartsýni. Allt er best
í hófi.
Það á vel við að birta Þorláks-drápu eftir Ólaf Stefánsson á
þessum dýrðardegi:
Það hermt var um heilagan Þorlák,
heimamann suður á landi,
sem þreyði þar flest sín ár,
að aldrei hann blótaði veðri né vindi,
hver var þó ei alltaf smár.
Hann varð líka helgur maður,
en af heimslyst miður kunnur,
þó bættist í búr hans sár,
af bruggi, þeim fínasta miði,
sem gerði sig ár eftir ár.
Því biskupinn blessaði mjöðinn,
búhnykk á Skálholtsstað.
Nú leggur enginn lengur í ker.
löggjafinn bannar það.
Í „Sögu daganna“, bók Árna
Björnssonar, er margvíslegan fróð-
leik að finna um Þorláksmessu. Ár-
ið 1876 héldu Íslendingar í Kaup-
mannahöfn samkomu á Þorláks-
messu og var sunginn níu erinda
borðsálmur eftir Björn M. Olsen
undir laginu „Svend Tveskæg
havde sig en Mand“ og er þetta
annað erindið:
Já – heitum á þann mæta mann
sem mítur bar
og fjölmörg undur áður vann
um aldirnar.
Hann benti forðum bljúgri sjót
á betra heim
og gladdi hugum hrellda snót
og hryggan beim.
Vér heitum á Þorlák hinn helga.
Stúdentafélag Reykjavíkur hélt
samkomu á Þorláksmessu 1897.
Þar var sungið kvæði undir sama
lagi og „Máninn hátt á himni skín“
og munu tvö síðustu erindin hafa
valdið hneykslan:
Einn:
Hampar glasi helgi Jón
hellir drjúgum á
líka Gvendur góði
Guði sjálfum hjá.
Allir:
Drekka þar dýrlingar
dátt er allt og kátt;
heilags Þorláks hátíð
er þar haldin í nátt.
Einn:
Bindindið er bannað þar
biskupunum þeim;
drottinn styður drukkna
dýrlingana heim.
Allir:
Helgir menn hjálpi oss
himninum að ná.
Í herrans nafni helgan Þorlák heitum
við á.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Drápa og góðgæti
á Þorláksmessu
Í klípu
„FÁÐU ÞÉR SMÁKÖKU.
ÉG SINNI SJÚKLINGNUM
FREKAR EN VEIKINDUNUM.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HÁLSHNYKKUR!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... erfið þegar hlutirnir
ganga ekki upp eins
og þú vildir.
GRETTIR, HVAÐ SEGIRÐU
UM ÞETTA FYRIR LÍSU?…
HRUKKUKREM Í
GJAFAÖSKJU!
ÞÚ MUNT DEYJA EINMANA,
EINMANA GAMALL MAÐUR
HELGA, ÉG VAR AÐ
KOMA ÚR SEX MÁNAÐA
VÍKING FRÁ ENGLANDI
SEINT Í NÓTT…
ÉG HELD ÞAÐ SÉ
KOMINN TÍMI TIL
AÐ RÁÐA GARÐYRKJU-
MANN!
Tap er aldrei ofarlega í huga Vík-verja enda er hann keppnis-
maður og tekur þátt í keppni til
þess að sigra. Eftir að hafa kynnst
sigurtilfinningunni vill maður helst
ekki lenda í öðru eða þriðja sæti,
eins og Heimir Guðjónsson, þjálfari
Íslandsmeistara FH, komst að orði
í viðtali við Moggann í fyrradag.
x x x
A er ekki sjálfgefin einkunn ískóla, ekki frekar en sigur í
keppni. Víkverji tók þátt í jóla-
bókabingói í vikunni. Spilaðar voru
tíu umferðir, þar sem vinningur var
veittur fyrir allar réttar tölur í
einni lóðréttri röð hverju sinni.
Nokkrar aukatölur voru dregnar út
í hverri umferð. Ellefta umferð var
ein lóðrétt röð og tólfta umferð
tvær lóðréttar raðir þar sem tölur
úr elleftu umferð giltu áfram. Loka-
umferðin var svo allt spjaldið.
x x x
Penninn skráði samviskusamlegaallar upplesnar tölur. Dregnar
voru út 73 tölur og veittur 41 aðal-
vinningur en í mörgum tilfellum
voru nokkrir með bingó á sama
tíma og fengu þá aðrir aukavinning.
x x x
Allir á stóru borði Víkverja nemahann og annar til fengu vinning
og jafnvel fengu nokkrir fjarstaddir
vinninga.
x x x
Rausnarlega var veitt, allarhelstu jólabækurnar í boði fyrir
utan konfekt og annað góðgæti.
Þeir sem ekki fengu vinning drógu
tölu og fengu bók með viðkomandi
tölu að launum. Víkverji dró töluna
19 og fagnaði sem sigurvegari, því
hærri tölu er ekki hægt að fá
(1+9=10).
x x x
Innileg fagnaðarlæti brutust út íkolli Víkverja en aðrir viðstaddir
létu sér fátt um finnast. Hann bar
samt höfuðið hátt enda gekk hann
úr salnum með hæstu einkunn og
góða bók og hafði látið sig hafa það
að eyða hádeginu í tóma vitleysu, í
stað þess að vinna, með það að leið-
arljósi að á jólum er aðalatriðið að
vera með. vikverji@mbl.is
Víkverji
Varpið allri áhyggju ykkar á hann því
að hann ber umhyggju fyrir ykkur.
(I Pét. 5:7)