Morgunblaðið - 23.12.2016, Síða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016
Hamlet litla heillaðist ég af persónu
Ófelíu, sem í okkar verki var barn.
Hún þurfti að glíma við erfiða hluti,
svo sem vanrækslu og rof af ýmsu
tagi, sem ég tengdi sterkt við,“ segir
Kristjana og bendir á að allir þurfi á
einhverjum tímapunkti að gera upp
líf sitt og æsku. „Mér fannst mikil-
vægt að nota tónlistina til að um-
breyta sorg í gleði og skapa fegurð úr
ljótleika. Þess vegna fannst mér
nauðsynlegt að ljúka plötunni á
„Faðmlagi“ því kærleikurinn og sam-
ræður eru lausnin á svo mörgum
vandamálum,“ segir Kristjana.
Spurð hvort það hafi verið með-
vituð ákvörðun að skapa plötunni
mjúkan og melankólískan hljóm svar-
ar Kristjana því játandi. „Í samtali
mínu við Daða lagði ég áherslu á að
við yrðum að vera óhrædd við að
stíga alla leið inn í fegurðina og skapa
draumkenndan hljóm. Það var samt
aldrei neinn ákveðinn hljóðheimur
sem við sóttumst eftir, heldur þróað-
ist þetta á löngum tíma. Stundum
fengu trommurnar og gítarinn að
túlka ofbeldið og ljótleikann en um-
gjörðin er samt alltaf falleg,“ segir
Kristjana og hrósar í hástert lista-
fólkinu sem leikur með henni á plöt-
unni. „Þeir eru frábærir tónlistar-
menn og miklir ljúflingar sem gott er
að ræða málin við. Þegar manni ligg-
ur eitthvað á hjarta heppnast hlut-
irnir. Og alltaf þegar maður hefur
kærleikann og samtalið með sér í för
getur manni ekki mistekist.“
Ýmislegt á teikniborðinu
Kristjana segir ætlunina að halda
útgáfutónleika í febrúar á næsta ári.
„Það helgast af því að það hefur verið
svo mikið að gera undanfarið,“ segir
Kristjana, en nýverið kom út hljóm-
diskur með tónlist Kristjönu úr Bláa
hnettinum auk þess sem hún hefur
verið að leika með Bergi Þór og Hall-
dóru Geirharðsdóttur í trúðasýning-
unni Jesú litla sem tekin var til sýn-
inga í sjötta sinn um jól frá því hún
var frumsýnd fyrir átta árum. Loka-
sýningin í ár verður á annan í jólum.
Spurð hvað sé fram undan hjá sér
segir Kristjana ýmislegt vera á
teikniborðinu, bæði í tónlistinni og
leiklistinni. „Blái hnötturinn verður
áfram í sýningu og ég þarf að sinna
honum. Svo er ég að leika í Hamlet
litli sem er skólasýning Borgarleik-
hússins fyrir ellefu ára borg höfuð-
borgarsvæðisins,“ segir Kristjana,
sem reglulega kennir tónlistarspuna
við tónlistardeild LHÍ og er vikulega
með masterklass-námskeið fyrir
söngdeild FÍH. „Mér finnst mér bera
skylda til að miðla af reynslu minni.“
Ljósmynd/Baldur Kristjánsson
Bambaló „Þegar maður hefur kærleikann og samtalið með sér í för getur
manni ekki mistekist,“ segir tónlistarkonan Kristjana Stefánsdóttir.
Saga þarf ekki að vera löng tilað vera góð. Sterk. Eft-irminnileg. Eitt þekktastadæmið er auðvitað sex orða
sagan, For sale: baby shoes, never
worn, sem gjarnan er eignuð Hem-
ingway en einhverjir sem rannsakað
hafa segja það rugl og rekja hana
lengra aftur. Höfundurinn þá
óþekktur, sýnist mér við lauslega at-
hugun. Ef einhver á Íslandi kann þá
list að segja
sögu í fáum orð-
um er það Gyrð-
ir Elíasson. Það
hefur hann
margoft sýnt í
smásagnasöfn-
um sínum og
stuttum skáld-
sögum síðast-
liðna áratugi. Og
það gerir hann enn og aftur í nýjasta
verki sínu, Langbylgju, sem hefur
undirtitilinn „smáprósar“. Hér á
landi er svolítið á reiki hvaða nafn-
giftir eru notaðar á stutta, skáldaða,
óbundna texta – örsaga, prósaljóð,
smáprósi og vinjetta eru þau sem
oftast sjást – en látum það liggja á
milli hluta og köllum textana hér ein-
faldlega sögur. Hundrað og fjórar
talsins eru þær; flestar sagnanna ein
til tvær síður, nokkrar aðeins lengri
eða styttri, en sú lengsta rétt fyllir
fimm síður í hinu litla broti bók-
arinnar.
Frásagnaraðferðin er ýmist í
fyrstu eða þriðju persónu, tvær
sagnanna þó í annarri persónu, og
finnst manni val höfundar á sjónar-
horni ávallt það rétta. Tímaramminn
spannar frá um það bil seinna stríði
og fram yfir árþúsundamótin (tvær
sagnanna væri svo sem hægt að
staðsetja í nálægri framtíð). „Glópa-
gull“ er sú sem helst er hægt að fast-
setja á fyrsta áratug þessarar aldar,
þar sem Gyrðir speglar nútíðina á af-
skaplega skemmtilegan hátt í fortíð-
inni; strand hins hollenska gullskips
á Skeiðarársandi árið 1667 er látið
kallast á við bankahrunið þegar
„þjóðarskúta okkar sjálfra […]
strandaði, en dró um leið niður með
sér þúsundir ellilífeyrisþega suður í
hinni láglendu paradís túlípananna.“
Eins og búast má við í ljósi umfjöll-
unarefnis ber gullát góðærisins á
góma, sem inniheldur merkilega
margt á einungis tveimur síðum.
Sama má segja um aðrar af betri
sögum sagnasafnsins, t.d. „Blóð-
appelsínur“ þar sem skordýr stækka
þar til mennirnir fá ekki við ráðið, en
fengi ég einhverju ráðið krefði ég
skáldið um meira af þeirri fantasíu.
Allra stysta sagan er sjálf titilsagan,
„Langbylgja“, með undirtitlinum
„mínímalísk glæpasaga“ (ein af
nokkrum slíkum í bókinni), þar sem
segir frá konu sem snýr hakkavél,
með samanbrotin jakkaföt sér við
hlið og í útvarpinu ómar frétt um
mann sem saknað hefur verið í þrjá
daga. Aðeins fimmtíu og eitt orð er
sagan sú og strax á eftir fylgir önnur
með táknrænan titil, „Án orða“, sem
þó er ívið lengri.
Tómleiki og undirliggjandi ein-
manakennd seytlar oft á milli lína í
verkum Gyrðis. Hér má finna slíkt,
en ekki er það ráðandi hreyfiafl,
heldur þvert á móti finnst mér höf-
undurinn bregða meira á leik en
áður. Stundum um of, þegar orða-
leikir teygja sig full langt, og
kannski hefur skáldið ákveðið að
leyfa sér það einu sinni í smá til-
raunamennsku, í bók sem ber þenn-
an titil. Að því sögðu skal það fært til
bókar að oft hló ég eða brosti breitt,
t.d. þegar sögumaður í „Gráma“
kveðst ekki geta opnað blöðin án
þess að alvitringarnir þrír birtist
með bull, ergelsi og firru, og yfir af-
drifum danska svínabóndans í fyrstu
sögu bókarinnar sem dettur út úr
farþegaþotu og lendir inni í stofu hjá
þýskum hjónum í úthverfi Berlínar,
og á því ekki heimangengt aftur til
svínanna sem sakna húsbóndans. Að
byrja bókina á svínabónda gefur tón-
inn fyrir dreifbýlissögusviðið sem
dreifist víða um síðurnar, og ekki síð-
ur öll þau dýr af ýmsum toga sem
þar leynast – ferfætlingar, sexfætl-
ur, áttfætlur og lappalausar verur.
Erlenda lofthelgin er aftur á móti
ekki lýsandi fyrir umgjörð sagnanna,
verandi ein örfárra sem gerast utan
íslenskra landsteina. Auk dýranna
ganga bækur annarra höfunda ljós-
um logum um síðurnar; þar er einna
eftirminnilegust bók sem virðist þó
uppdiktuð af hendi Gyrðis, mat-
reiðslubókin Fylltir svanir, sem
eignuð er Jung Chang, höfundi hinn-
ar þekktu skáldsögu Villtir svanir.
Sams konar stórfyndnum útúrsnún-
ingi á þekktum bókatitlum, og upp-
spuna annarra bóka og jafnvel höf-
unda, er sáldrað yfir það gúmmelaði
sem þetta sagnasafn er löngum
stundum. Í sögunni „Tveir gráir
skuggar“ nær þetta hámarki.
Kannski segir það meira um les-
andann en örsögurnar, en mér
fannst þær lengri almennt betri, til
dæmis „Grasaferð II“, „Minning um
hund“ og „Auðmagnið“. Sú fyrst-
nefnda í senn fögur og fyndin og
veltir upp athyglisverðri pælingu um
hvort náttúrufræðingurinn Jónas
Hallgrímsson hefði gefið sig að
skáldskapnum af því afli sem raunin
varð ef faðir hans hefði ekki drukkn-
að. En stuttar eða langar – frábærar,
mjög góðar eða sæmilegar – þegar
allt kemur til alls verður ekki annað
sagt en örsögurnar í Langbylgju
veiti tryggum lesendum Gyrðis það
sem þá fýsir í. Mörgum í þeim hópi
finnst hreinlega ólíft í skammdeginu
sem nú liggur yfir landinu, fái þeir
ekki hið minnsta einn bókarskammt
af skáldskap hans í taugakerfið. Þótt
efnið sé stundum gráleitt við fyrstu
sýn glampar á það í meðhöndlun
skagfirska skáldsins. Þeim sem fá
svima, ógleði eða önnur ónot ef sögur
eru ekki til lykta leiddar, allar lausir
endar hnýttir og þess háttar, er ráð-
lagt að stilla á aðrar bylgjur.
Skáldið Gyrðir „kann þá list að
segja sögu í fáum orðum…“
Gráir og glampandi skuggar
Örsögur
Langbylgja bbbbn
Eftir Gyrði Elíasson.
Dimma, 2016. 270 bls. innb.
KRISTJÁN HRAFN
GUÐMUNDSSON
BÆKUR
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Mán 26/12 kl. 20:00 137. s Lau 14/1 kl. 20:00 141. s Fim 26/1 kl. 20:00 145. s
Fös 6/1 kl. 20:00 138. s Sun 15/1 kl. 20:00 142. s Lau 28/1 kl. 20:00 146. s
Sun 8/1 kl. 20:00 139. s Lau 21/1 kl. 20:00 143. s Sun 29/1 kl. 20:00 147. s
Fim 12/1 kl. 20:00 140. s Sun 22/1 kl. 20:00 144. s
Janúarsýningar komnar í sölu!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Mán 26/12 kl. 13:00 24.s. Lau 21/1 kl. 13:00 28.s Lau 11/2 kl. 13:00 32. s
Sun 8/1 kl. 13:00 25.s Sun 22/1 kl. 13:00 29.s Sun 19/2 kl. 13:00 33. s
Lau 14/1 kl. 13:00 26.s Sun 29/1 kl. 13:00 30. s
Sun 15/1 kl. 13:00 27.s Lau 4/2 kl. 13:00 31. s
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Njála (Stóra sviðið)
Mið 4/1 kl. 20:00 Lau 7/1 kl. 20:00 Síðasta s.
Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðustu sýningar.
Ræman (Nýja sviðið)
Mið 11/1 kl. 20:00 Frums. Sun 15/1 kl. 20:00 3. sýn Fim 19/1 kl. 20:00 5. sýn
Lau 14/1 kl. 20:00 2. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 4. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 6. sýn
Nýtt verk sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 2014!
Jólaflækja (Litli svið )
Mán 26/12 kl. 13:00 Aukas.
Síðasta sýning.
Jesús litli (Litli svið )
Mán 26/12 kl. 20:00 aukas.
Síðasta sýning.
Hún Pabbi (Litla svið )
Fös 6/1 kl. 20:00 Frums. Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 5 sýn
Lau 7/1 kl. 20:00 2. sýn Lau 14/1 kl. 20:00 4. sýn Lau 21/1 kl. 20:00 6. sýn
Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning
Salka Valka (Stóra svið)
Mið 28/12 kl. 20:00 Fors. Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn
Fim 29/12 kl. 20:00 Fors. Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn
Fös 30/12 kl. 20:00 Frums. Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn
Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn
Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn
Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn
Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Djöflaeyjan (Stóra sviðið)
Fös 30/12 kl. 19:30 32.sýn Sun 15/1 kl. 19:30 34.sýn Fim 26/1 kl. 19:30 36.sýn
Sun 8/1 kl. 19:30 33.sýn Fös 20/1 kl. 19:30 35.sýn
Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur!
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Fös 13/1 kl. 20:00 Akureyri Fim 26/1 kl. 19:30 34.sýn Sun 5/2 kl. 19:30 37.sýn
Lau 14/1 kl. 20:00 Akureyri Fös 27/1 kl. 19:30 35.sýn
Sun 22/1 kl. 19:30 aukasýn Lau 4/2 kl. 19:30 36.sýn
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Óþelló (Stóra sviðið)
Mán 26/12 kl. 19:30
Hátíðarsýning
Lau 14/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn
Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 9/2 kl. 19:30 10.sýn
Lau 7/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 11.sýn
Fös 13/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn
Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare!
Gott fólk (Kassinn)
Fös 6/1 kl. 19:30 Frums Fim 12/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 19/1 kl. 19:30 5.sýn
Lau 7/1 kl. 19:30 2.sýn Lau 14/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 21/1 kl. 19:30 6.sýn
Nýtt og ágengt íslenskt verk um ungt fólk, ástarsambönd, ofbeldi og refsingu
Gísli á Uppsölum (Kúlan)
Fös 13/1 kl. 19:30 Mið 18/1 kl. 19:30
Sun 15/1 kl. 14:00 Fim 19/1 kl. 19:30
Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.
Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 12/1 kl. 20:00 1.sýn Lau 14/1 kl. 22:30 5.sýn Lau 21/1 kl. 20:00 9.sýn
Fös 13/1 kl. 20:00 2.sýn Fim 19/1 kl. 20:00 6.sýn Lau 21/1 kl. 22:30 10.sýn
Fös 13/1 kl. 22:30 3.sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7.sýn Fim 26/1 kl. 20:00 11.sýn
Lau 14/1 kl. 20:00 4.sýn Fös 20/1 kl. 22:30 8.sýn
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn
Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Lofthræddi örninn Örvar (Kúlan)
Fim 29/12 kl. 17:00 Lau 14/1 kl. 15:00
Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki.
Íslenski fíllinn (Brúðuloftið)
Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00
Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00
Sýningum lýkur í nóvember!
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS