Morgunblaðið - 23.12.2016, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.12.2016, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 358. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Alibaba aftur á svarta listann 2. Gaman að fá kvenlegar línur aftur 3. Þyrlan kölluð út eftir alvarlegt … 4. Björk lætur fjölmiðla heyra það »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Söngkonan Jóhanna Guðrún syng- ur á jólatónleikum í Vídalínskirkju í kvöld kl. 20. Með Jóhönnu verður gítarleikarinn Davíð Sigurgeirsson og hyggjast þau flytja sín uppáhalds jólalög í nýjum útsetningum. Flytja uppáhalds jóla- lög í nýjum útgáfum  Hljómsveitin Árstíðir verður með tvenna Þor- láksmessu- tónleika í dag í Fríkirkjunni í Reykjavík, kl. 16 og kl. 21. Sérstakur gest- ur á tónleikunum verður Magnús Þór Sigmundsson en leikin verða frumsamin lög í bland við sérvalið jóla- og hátíðaefni. Miðar fást á www.enter.is Þorláksmessutón- leikar Árstíða í kvöld  Jólastund verður haldin í Dómkirkj- unni kl. 20:30 í kvöld. Á efnisskrá eru hátíðleg sönglög og dúettar úr ís- lenskum þjóðlagaarfi, óperum og óratoríum í bland við sí- gild amerísk jólalög. Fram koma Hrafn- hildur Árnadóttir Hafstað, sópran, Guja Sandholt, mezzo- sópran og Matt- hildur Anna Gísladóttir pí- anóleikari. Hátíðleg jólastund í Dómkirkjunni í kvöld Á laugardag (aðfangadag jóla) Norðan og norðaustan 8-15 m/s, en vestan 5-10 á S- og V-landi. Frost víða 0 til 5 stig. Á sunnudag (jóladag) Norðaustanhvassviðri eða -stormur og talsverð slydda eða snjókoma, en rigning á Austfjörðum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi norðaustanátt, 18-23 m/s með snjókomu eða slyddu A-til og hlýnar þar, mun hægari og él V-til. VEÐUR Aron Pálmarsson og knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson eru báðir á meðal tíu efstu manna í kjöri Samtaka íþróttafrétta- manna á íþróttamanni árs- ins í sjötta skipti á sjö ár- um. Listi yfir þá 10 íþrótta- menn sem eru í efstu sæt- unum er birtur í dag. Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþrótta- maður ársins 2015, er einnig á listanum. »2 Tveir með í sjötta sinn á sjö árum „Ég á von á því að spila út tímabilið með Þór og klára skólann í vetur. Þá legg ég tilbúnari af stað út,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, körfuknatt- leiksmaður sem slegið hefur í gegn með Þór á Akureyri. Tryggvi Snær stefnir á atvinnumennsku í körfuknattleik eftir þetta leiktímabil. Hann hefur lokið iðnnámi í raf- virkjun og mun einnig ljúka stúd- entsprófi áður en hann heldur á vit ævintýr- anna. »1 Tryggvi Snær stefnir á atvinnumennsku í vor „Fótboltinn er aðeins öðruvísi en á Ítalíu. Hér er minna um „taktískar“ æfingar og þetta snýst meira um lík- amsstyrk. Maður þarf að vera sterk- ur, líkamlega og einnig andlega, til að spila yfir 40 leiki á tímabili. Ég hef aldrei spilað svona marga leiki á tímabili, spilaði mest 22 leiki á tíma- bili á Ítalíu,“ segir Hörður B. Magnús- son, liðsmaður Bristol City. »4 Þarf að vera sterkur, lík- amlega og andlega ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þegar metsölulistar innlendra bóka eru skoðaðir má sjá að Ragnar Helgi Ólafsson, myndlistar- maður og skáld, hefur hannað kápur margra mest seldu bókanna og reyndar einnig kápur fjölda annarra bóka. Hann lítur samt ekki á sig sem metsöluhöfund og gerir greinarmun á hönnun og list. „Ég lít á það að hanna bókakápur sem þjón- ustustarf og tek það alvarlega vegna þess að fólk hefur lagt mikla vinnu í skrifin og ég reyni því að gera mitt besta til að finna réttu kápurnar,“ segir hönnuðurinn og listamaðurinn. Petsamo eftir Arnald Indriðason, Aflausn eftir Yrsu Sigurðardóttur, Drungi eftir Ragnar Jón- asson, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar eftir Viðar Hreinsson og Skegg Raspútins eftir Guð- rúnu Evu Mínervudóttur eru dæmi um bækur, sem eru pakkaðar inn í kápu eftir Ragnar Helga, en hann hannaði kápur á milli 20 og 30 innlendar bækur á árinu og hefur sent frá sér yfir 500 bóka- kápur undanfarin 20 ár, bæði á bækur hér heima og erlendis. „Það er ábyrgðarhluti að hanna bæk- ur en ég lít ekki svo á að ég sé persónulega í fimm efstu sætum bóksölulistans,“ segir hann. Margar skissur á fyrstu stigum Hönnuðurinn fær venjulega handrit eða vinnsluhandrit til þess að átta sig á efni sögunnar og kynna sér andrúmsloft frásagnarinnar áður en hann hefst handa. „Öðru gegnir með ævisögur og fræðibækur, því þá þarf ég ekki endilega að lesa allar bækurnar þótt gott sé að finna að minnsta kosti lyktina af stílnum og textanum,“ segir hann. Ragnar Helgi segist taka nótur við lesturinn og svo setjist hann niður með hvítt blað. Á fyrstu stigum geri hann margar skissur og beri þær und- ir forleggjarann eða höfundinn enda hafi hann ekki endilega lokaorðið um útlit verksins. Hann segir umræðu um „réttustu“ bókakápuna mikil- vægari en um „fallegustu“ kápuna. Sú síðar- nefnda sé vafasöm iðja. „Kápan verður hluti af listaverkinu, bókinni sjálfri, og verður oft andlit verksins. Þess vegna verður hún að endurspegla skrifin og segja satt um verkið auk þess sem hún gegnir líka hlutverki auglýsingar og er því markaðstæki. Því getur oft myndast spenna í vinnunni, milli markaðs- sjónarmiða og fagurfræðilegri atriða, vinnan felst oft í því að finna jafnvægið á milli þessara þátta.“ Ragnar Helgi segir að bókarkápan gegni mikil- vægu hlutverki til þess að staðsetja bókina fyrir lesandann, hvernig bók sé um að ræða. Að finna andblæ bókarinnar. „Stundum sér maður að skáldsaga fær ljóðabókarlega kápu eða að ævi- saga fær skáldsögukápu. Þá staðsetur kaupand- inn bókina ekki rétt í huga sér.“ Vel heppnaðar kápur Skýr tákn og spenna milli þeirra er oft merki þess að vel hafi til tekist, að mati Ragnars Helga. Hann nefnir kápuna á Afhjúpun eftir Yrsu. Titill- inn sé sterkur og kápan vinni skipulega á móti honum með því að mála yfir textann. „Þannig birt- ist sjálfkrafa hugmyndaleg spenna og þessi virkni finnst mér oft einkenna vel heppnaðar kápur.“ Fagurfræði er líka þáttur sem þarf að hafa í huga, vinna með letur og leturgerðir til þess að gera bókina áferðarfallega. „Mér finnst bestu kápurnar vera þær þar sem þessi hugmyndalega „dínamík“ er skýr og skörp,“ segir Ragnar Helgi. Margar bókakápur skera sig úr. Ragnar Helgi segir að til dæmis hafi verið gaman að gera kápur á Heim til míns hjarta og Jarðnæði eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur, fyrir nokkrum árum. Stolið frá höfundi stafrófsins eftir Davíð Oddsson hafi opn- að nýjar dyr. „Þá vann ég í fyrsta sinn einungis með letur og hugmyndalega nálgun frekar en hefðbundna myndskreytingu,“ segir hann og bæt- ir við að kápan hafi þótt djörf á sínum tíma. Því hafi hún verið send til höfundarins til að fá sam- þykki hans og svarið hafi verið ánægjulegt og af- dráttarlaust: „100%.“ Af nýútkomnum bókum tiltekur hann bók Við- ars Hreinssonar um Jón lærða. „Ég sá um allt út- lit bókarinnar á innsíðum og kápu, mikið verk og skemmtilegt.“ Eins hafi verið gaman að vinna við þrjár síðustu bækur Yrsu. „Ég held að það sé einsdæmi í heiminum að hönnuður fái að setja nafn metsöluhöfundar á kápuna og mála síðan yfir það.“ Hannar kápur metsölubóka  Ragnar Helgi hittir oftast í mark í samvinnu við forlög og höfunda Morgunblaðið/Ófeigur Hönnuður Ragnar Helgi Ólafsson hefur hannað yfir 500 kápur undanfarna tvo áratugi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.