Morgunblaðið - 27.12.2016, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016
Netverð á mann frá kr. 59.995 m.v. 2 í herb/stúd/íbúð.Stökktu
GRAN CANARIA
NJÓTTU ÞÍN Á NÝJU ÁRI
Frá kr.
59.995
2. jan. í 9 nætur
„Við höfum aldrei áður verið með
opið á aðfangadagskvöld. Þetta
hins vegar sló í gegn og ég reikna
því með við endurtökum leikinn á
næsta ári,“ segir Guðrún Krist-
mundsdóttir á Bæjarins bestu í
Tryggvagötu í Reykjavík.
Þegar þorri landsmanna sat að
veisluborði á helgasta kvöldi ársins
var fjöldi túrista í miðborg Reykja-
víkur og vegfarendur töldu tugi
manna fyrir utan pylsubarinn. Ein
með öllu var því jólamaturinn hjá
sumum. Guðrún Kristmundsdóttir
segir þessa opnun hafa verið að
frumkvæði eigenda Bæjarins bestu,
sem lengi hafi haft opið til dæmis á
jóladag. Þeir hafi svo gert sér ljóst
hvernig landið lægi og bætt að-
fangadagskvöldi við.
Á ferð um höfuðborgina í gær
sást að engu var líkara en fólk væri
að vakna af dásvefni yfir hátíðina. Í
ágætu verði voru margir á ferli úti
við, svo sem í göngum, með krökk-
unum í sleðabrekkum, margmennt
var í sundlaugum og svo framvegis.
Þá flykktist fólk í líkamsræktar-
stöðvar og tók vel á, því væntan-
lega hafa margir borðað heldur of
mikið yfir jólin og þurfa því nú að
mæta uppsöfnuðum vanda af þeim
sökum. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Freyja Gylfa
Snjór Krakkar kættust og hlóðu snjókarl, sem sennilega skolar niður í hláku sem spáð er í dag.
Morgunblaðið/Freyja Gylfa
Ræktin Margir mættu í World Class í gær til að brenna hitaeiningum og liðka sig eftir letidaga.
Ein með öllu í matinn á aðfangadagskvöld
Morgunblaðið/Ómar
Pylsur Það var örtröð við Bæjarins bestu við Tryggvagötu bæði á aðfangadag og aðra daga um jólin. Tugir voru þar að háma í sig í gær, mest útlendingar.
Ræktin, sund og
útivist á öðrum
degi jóla í borginni
Þúsundir ferðamanna voru á landinu um jólin og því var
opið á hótelum, fjölda veitingahúsa og fleiri stöðum.
„Við héldum úti fullri þjónustu öll jólin, segir Einar
Bárðarson, rekstrarstjóri Reykjavík Excursions, í samtali
við Morgunblaðið. „Við vorum með
hefðbundnar dagsferðir á helstu ferða-
mannastaði. Það einasta sem hægði
var að flugrútan fór færri ferðir, enda
flugumferð heldur minni en venjulega
til dæmis á jóladag.“
Þótt opið hafi verið hjá fyrirtækjum
í ferðaþjónustu um hátíðirnar höfðu
aðrir lokað. Í gestastofu þjóðgarðsins á
Þingvöllum á Hakinu var sett í lás um
hádegi á aðfangadag og lokað um há-
tíðir. Þessi ráðstöfun var gagnrýnd á
félagsmiðlum og tekur Einar Bárðarson undir þau sjónar-
mið: „Opinber þjónusta þarf einfaldlega að fylgja fjölgun
ferðamanna eftir. Hjá slíku verður ekki komist. Á Þing-
völlum er nýlega byrjað að innheimta bílastæðagjald og ég
trúi að því fylgi að afgreiðslutími í gestastofu og þjónustu-
miðstöð verði lengdur á næsta ári,“ segir Einar.
Eins og um jól verður fjöldi ferðamanna á landinu um
áramót. Segir Einar að þeim muni hjá Kynnisferðum m.a.
bjóðast ferðir að áramótabrennum í borginni, en slíkar
eldmessur eiga sér tæpast hliðstæður erlendis. sbs@mbl.is
Þjónustan fylgi fjölguninni
Þúsundir gesta á landinu um jólin Margir fóru í ferðir
Morgunblaðið/Golli
Ferðamenn Labbað í ljósadýrð í miðborg Reykjavíkur.
Einar
Bárðarson