Morgunblaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 10
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það er afskaplega gott að vera
búin að fá þennan dýrgrip til Ís-
lands. Ung frænka mín kom heim
með hann í kjöltunni. Hún hélt á
honum heim og hafði litla dreng-
inn sinn í sætinu við hliðina í flug-
vélinni,“ sagði Ásdís Elísabet Rík-
arðsdóttir um fallega útskorinn
ask eftir Ríkarð Jónsson föður
hennar. Askurinn er nú kominn
heim eftir nærri 90 ára vist í Dan-
mörku og síðar Svíþjóð.
Morgunblaðið greindi frá því 19.
desember í fyrra að fornmunasali í
Gautaborg í Svíþjóð væri með fag-
urlega útskorinn ask til sölu. Á
botn asksins var áletrun: „Íslensk-
ur askur úr íslensku efni, íslensk
vinna, íslenskur stíll. Ríkarður
Jónsson 1927.“ Ásdís kvaðst ekki
hafa haft hugmynd um tilvist asks-
ins fyrr en hún las um hann í
Morgunblaðinu. Hún og Ólöf tví-
burasystir hennar voru fjögurra
og hálfs árs þegar faðir þeirra
skar gripinn út. Þær vildu eignast
askinn til að setja hann á Ríkarðs-
safn á Djúpavogi.
Frænka þeirra systra, sem fyrr
er nefnd, er búsett í Svíþjóð og sá
um samskipti við fornmunasalann
ytra fyrir þeirra hönd. Nokkur til-
boð bárust í askinn, m.a. frá Dan-
mörku, en svo fór að tilboði Rík-
arðsdætra var tekið. Þar með var
askurinn á leið heim en forn-
gripasalinn hafði áður nefnt að
eðlilegast væri að gripurinn yrði
seldur til Íslands.
Komu daglega
á vinnustofuna
Ásdís sagði að faðir hennar
hefði verið með vinnustofu í bak-
húsi að Laugavegi 1. Hann keypti
Grundarstíg 15 í kringum árið
1927 og þar bjó fjölskyldan í 73 ár.
Ríkarður flutti vinnustofu sína í
ytri stofuna á Grundarstígnum.
Þar var vinnustofa hans í mörg ár
þar til byggt var við húsið.
„Við komum á vinnustofuna
hvern einasta dag og maður sá
hvert einasta handtak. Hann var
svo viss og vissi nákvæmlega hvar
hvert einasta járn var í rekka fyrir
ofan vinnuborðið. Pabbi hefði ekki
verið svona mikilvirkur ef hann
hefði ekki verið svona viss. Það
var svo mikið sem kom frá hans
hendi,“ sagði Ásdís.
Ríkarður var með nema og að-
stoðarmenn. Engu að síður fór
hann sjálfur yfir hvern grip og
hreinskar áður en gripurinn var
afhentur.
Þær Ólöf og Ásdís hafa verið
vakandi fyrir því að kaupa muni
eftir föður þeirra sem eru falir.
Þær keyptu m.a. lágmynd eftir
Ríkarð sem fréttist af til sölu í
Góða hirðinum.
Fást enn við útskurð
Ríkarður Jónsson, myndhöggv-
ari og myndskeri (f. 1888, d. 1977),
og María Ólafsdóttir, eiginkona
hans (f. 1883, d. 1967), eignuðust
fjögur börn. Elstur var Ríkarður
Már arkitekt, ævinlega kallaður
Már. Hann var fæddur 1915 og
lést aðeins 31 árs árið 1946 frá
eiginkonu og þremur ungum
börnum. Már lærði útskurð hjá
föður sínum frá blautu barnsbeini
og kenndi síðar útskurð í Reykja-
vík. Næst var Björg Sóley, fædd
1918, dáin 2010. Hún var gift
Pétri Þorsteinssyni lögfræðingi og
áttu þau fjögur börn. Yngstar eru
tvíburarnir Ólöf Margrét og Ásdís
Elísabet, fæddar 14. júní 1922.
Björg og Ólöf fengust báðar við
útskurð á uppvaxtarárunum á
Grundarstíg en Ásdís kvaðst hafa
æft sig svo stíft á píanó að hún
veiktist af sinaskeiðabólgu og
sleppti útskurðinum.
Sumir núlifandi í frændgarði og
afkomendahópi Ríkarðs Jóns-
Útskorinn dýrgripur kominn heim
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Askurinn kominn heim Ásdís Ríkarðsdóttir vissi ekki af askinum fyrr en greint var frá tilvist hans í Morgunblaðinu fyrir rúmu ári síðan.
Veggklukka
Veggklukkuna
seldi Ríkarður
til Danmerkur.
Frænka þeirra
systra átti klukk-
una og mælti
svo fyrir að þær
skyldu fá klukk-
una eftir að hún
væri öll.
Askur sem Ríkarður Jónsson skar út 1927 og gefinn var til Danmerkur er kominn til Íslands
Afkomendur Ríkarðs dreymir um að byggt verði nýtt safnhús yfir Ríkarðssafn á Djúpavogi
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016
Rolls-Royce
Marine
Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður
Sími 569 2100 • hedinn.is
Service Provider