Morgunblaðið - 27.12.2016, Síða 16

Morgunblaðið - 27.12.2016, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016 Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. Aldrei hefur verið auðveldara að heyra GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Áramótabrennur verða með hefð- bundnum hætti á höfuðborgarsvæð- inu og verður kveikt í þeim flestum kl. 20.30 á gamlárskvöld. Að vanda er fólk beðið um að fara varlega og vera ekki með skotelda í mannfjölda við brennurnar. Söfnun í brennur í Reykjavík hefst í dag. Best er að fá hreint timb- ur á brennurnar. Vörubretti mynda sterkan grunn og afgangur af jóla- tréssölunni ratar einnig gjarnan á brennurnar. Ekki má setja plast, gúmmí og unnið timbur á kestina. Hætt verður að taka á móti efni þeg- ar talið verður að stærðin sé heppi- leg eða í síðasta lagi á hádegi á gaml- ársdag. Í Reykjavík verða tíu brennur og verður kveikt í þeim flestum klukk- an 20.30. Að vanda verður kveikt í lítilli brennu á athafnasvæði Fis- félagsins á Úlfarsfelli kl. 15 og í brennunni gegnt Skildinganesi 48- 52 í Skerjafirði kl. 21. Fisfélagið í landi Úlfarsfells Kl. 15.00 Kjalarnes við Kléberg Kl. 20.30 Suðurfell Kl. 20.30 Þingabrennan – Gulaþingi Kl. 20.30 Í Gufunesi Kl. 20.30 Geirsnef Kl. 20.30 Í Suðurhlíðum Kl. 20.30 Við Ægisíðu Kl. 20.30 Fylkisbrennan við Rauðavatn Kl. 20.30 Neðan við Laugarásveg Kl. 20.30 Við Leirvog, neðan Holtahverfis Kl. 20.30 Við íþróttasvæði Hauka Kl. 20.30 Við Skildinganes Kl. 21.00 Á Valhúsahæð Kl. 20.30 Við Sjávargrund Kl. 21.00 Við Dalsmára í Smárahvammi Kl. 20.30 R E Y K J A V Í K MOSFELLSBÆR KÓPAVOGUR GARÐABÆR HAFNARFJÖRÐUR ÁLFTANES SELTJARNARNES SKERJAFJÖRÐUR Norðan við Gesthús Kl. 20.30 Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu2016 Stór brenna Lítil brenna Munið að flugeldar eiga ekki erindi á brennurnar! Áramótabrennurnar með hefðbundnu sniði Ólöf Nordal innanríkisráðherra hef- ur skipað í nýja nefnd um eftirlit með störfum lögreglu, í samræmi við breytingar á lögreglulögum sem samþykkt voru á Alþingi síðasta vor. Um nefndina er fjallað í lögunum. Nefndinni er meðal annars ætlað að taka við erindum frá borgurum og greina hvort um sé að ræða kæru um refsiverða háttsemi eða kvörtun er lúti að starfsaðferðum lögreglu. Athugun á þessum málum hófst í kjölfar þess að umboðsmaður Al- þingis og ríkissaksóknari bentu á að úrbóta væri þörf. Í lögreglulögum voru fyrir laga- ákvæði sem sögðu til um hvernig fara skyldi með kærur á hendur lög- reglu vegna ætlaðra refsiverðra brota í störfum hennar, en ekki var að finna sérstök ákvæði um hvernig fara ætti með kvartanir á hendur lögreglu vegna einstakra starfa eða starfshátta lögreglu almennt. Hefur einnig frumkvæði Hlutverk nefndarinnar sam- kvæmt lögunum er að taka við kær- um á hendur starfsmönnum lög- reglu fyrir ætluð refsiverð brot við framkvæmd starfa þeirra, taka við kvörtunum vegna starfsaðferða lög- reglu eða framkomu starfsmanns lögreglu sem fer með lögregluvald, taka til athugunar mál þegar maður lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni í tengslum við störf lög- reglu, óháð því hvort grunur er um refsivert brot auk þess að taka atvik og verklag lögreglu til skoðunar að eigin frumkvæði. Formaður nefndarinnar er Trausti Fannar Valsson, dósent við Háskóla Íslands, sem skipaður er án tilnefningar en aðrir nefndarmenn eru Þorbjörg Inga Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands, og Kristín Edwald hæstaréttarlögmað- ur, tilnefnd af Lögmannafélagi Ís- lands. Ráðherra skipar eftirlitsnefnd  Hefur eftirlit með störfum lögreglu Morgunblaðið/Eggert Lögregla Ný nefnd sinnir eftirliti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.