Morgunblaðið - 27.12.2016, Síða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Mikið óveður gekk yfir Norðurhluta
Evrópu um jólahátíðina en í Færeyj-
um bárust lögreglunni um 350 til-
kynningar um eignatjón vegna óveð-
urs sem náði hámarki sínu á
aðfangadag en þá mældust vindhvið-
urnar mest um 70 metra á sekúndu.
„Börnin eru að fara í fyrsta skipti
út úr húsi í dag í þrjá daga,“ sagði
Baldur Helgi Benjamínsson, sem
staddur er í Þórshöfn í Færeyjum.
Þar dvelur hann yfir jól og áramót
ásamt fjölskyldu sinni en veðrið var
að mestu gengið niður þegar mbl.is
náði tali af honum í gær. Rafmagnið
hafði tvisvar sinnum farið af Þórshöfn
síðan fjölskyldan kom á Þorláks-
messu en Baldur tók fram að hann
hafi oft upplifað vont veður á Íslandi
en þó aldrei eins hvasst og í Færeyj-
um.
„Mjög óþægileg lífsreynsla“
Stormurinn, sem fengið hefur nafn-
ið Urd, gengur nú yfir Danmörku,
Noreg og Svíþjóð en síðdegis í gær
voru um 13.000 heimili í suðurhluta
Noregs rafmagnslaus. Það hefur
áhrif á um 30.000 manns samkvæmt
upplýsingum frá norskum yfirvöld-
um. Lögreglan á Jótlandi í Danmörku
réð fólki frá ferðalögum sem ekki
væru brýn nauðsyn en þá voru tré
tekin að rifna upp, lausir hlutir að
fjúka og rúður að brota. Þetta sagði á
vefmiðilinum DRdk.
Flugvél á vegum flugfélagsin SAS,
á leið frá Íslandi, náði hvorki að lenda
í Kaupmannahöfn eða Malmö í gær-
dag vegna mikilla vindhviða. Hilmar
Jökull Stefánsson, sem staddur var í
flugvélinni, lýsti því í samtali við
Morgunblaðið hvernig mikil skelfing
hafi gripið um sig í vélinni þegar flug-
stjórinn þurfti á síðustu stund að
hætta við lendingu í Malmö.
„Þetta var mjög óþægileg lífs-
reynsla. Það var mikill stormur og
vindur en þegar vélin var um 30-40
metra frá flugbrautinni kom rosaleg-
ur hliðarvindur svo hann á ekki kost á
öðru en að rífa vélina upp,“ segir
Hilmar Jökull en stuttu síðar hafi eld-
ingu slegið niður í vinstri væng vél-
arinnar. „Það kom stórkostlegur
kippur í vélina og næstu tvær mín-
útur voru hræðilegar, vélin flaksaði
fram og til baka og hristist öll. Það fór
fólk að gráta – þetta var eins og í bíó-
mynd þar sem næsta skref var að vél-
in rifni,“ bætir hann við. Vélin hafði
sig þó úr storminum og náði að lenda
stuttu síðar á dönsku eyjunni Born-
holm rétt áður en stormurinn náði þar
að landi.
Óveður skekur Skandinavíu
Vindhviður mældust mest 70 m/sek. í Færeyjum Stormurinn Urd gengur yfir
Danmörku, Noreg og Svíþjóð Eldingu laust niður í flugvél SAS á leið frá Malmö
AFP
Stormur Veður var slæmt í Færeyjum, Noregi, Svíþjóð og Danmörku yfir
jólin. Eignatjón varð í Færeyjum þar sem lögregla fékk 350 tilkynningar.
Rússneskir björgunarmenn fundu
brak rússnesku herflugvélarinnar
sem hrapaði í Svartahaf aðfaranótt
jóladagsmeð 92 manns um borð.
Brakið fannst á 27 metra dýpi en
meira en þrjú þúsund björgunar-
menn leituðu að brakinu og þeim
sem fórust. Talsmaður rússneska
hersins staðfesti í gær að kafarar
hefðu fundið „tvo hluta af stjórn-
unarbúnaði vélarinnar“.
Flugvélin var af gerðinni Tu-154
og var á leið til Latakia-héraðs í Sýr-
landi til að skemmta rússneskum
hermönnum þar í landi. Á meðal far-
þeganna var starfsfólk hersins,
blaðamenn og liðsmennAlexandrov-
kórsins sem er opinber kór rúss-
neska hersins. Í hópnum voru einnig
hljóðfæraleikarar og dansarar. Búið
er að fljúga með tíu lík og 86 líkams-
hluta til Moskvu, höfuðborgar Rúss-
lands, til DNA-greiningar.
Yfirvöld telja ekki að um hryðju-
verk hafi verið að ræða þrátt fyrir að
svarti kassi vélarinnar sé enn ófund-
inn. Rannsókn slyssins beinist að
fjórum mögulegum ástæðum; mis-
tökum flugmanns, tæknibilunar,
galla í eldsneyti eða aðskotahlutar í
vélinni. Þetta staðfestir öryggis-
málastofnun Rússlands samkvæmt
frétt AFP. laufey@mbl.is
Rússnesk flugvél hrapaði
Fundu brak og lík í Svartahafi Ekki talið vera hryðju-
verk 60 liðsmenn Alexandrov-kórsins á meðal farþega
AFP
Sorg Fólk lagði blóm við húsnæði
kórsins til minningar um hina látnu.
ALLAR SERÍUR
OGJÓLAVÖRUR*
„Ég hef sannfæringu fyrir þessari
hugsjón vegna þess að ég er sann-
færður um að ef ég hefði gefið aftur
kost á mér og talað fyrir henni þá tel
ég að ég hefði getað fengið meiri-
hluta Bandaríkjamanna til þess að
fylkja liði bak við hana,“ sagði Bar-
ack Obama, forseti Bandaríkjanna,
en síðasta tímabili hans sem forseta
lýkur innan þriggja vikna. Sagði
hann flesta Bandaríkjamenn vera
hlynnta þeim umbótum sem komið
hafi verið á og stefnt að í forsetatíð
hans þrátt fyrir að Donald Trump,
pólitískur andstæðingur Obama, hafi
verið kosinn forseti í nóvember síð-
astliðnum.
Þetta sagði forsetinn í viðtali í
hlaðvarpsþættinum „The Axe Files“
sem framleiddir eru fyrir CNN og
AFP greinir frá.
Hann var bæði heimspekilegur og
hryggur í bragði í viðtalinu, að hluta
vegna þess að demókratar töpuðu
kosningunum. „Það er aldrei gaman
að tapa,“ sagði hann en fólk ætti ekki
að vanmeta opinberu niðurlæg-
inguna sem fylgdi því að tapa í
stjórnmálum. „Það er ólíkt öllu sem
flestir upplifa á fullorðinsárum,
höfnunin,“ bætir hann við.
Þá væri hann stoltur af þeim ár-
angri sem hann hafi náð í embætti og
þakkaði það „krafti Bandaríkja-
manna“, sem sérstaklega mætti sjá
hjá yngri kynslóðum.
Heimsóttu Perluhöfn á Hawaii
Obama fór einnig í sína síðustu
jólaheimsókn til Hawaii á jóladag en
þar heimsækir hann bandaríska her-
menn á herstöðina.
Að þessu sinni hélt forsætisráð-
hera Japan, Shinzo Abe, einnig til
Hawaii til að heimsækja Perluhöfn
ásamt Obama, en tilgangur ferðar-
innar er að leggja áherslu á áratuga-
sátt og samvinnu milli þjóðanna
tveggja eftir síðari heimsstyrjöldina.
„Við megum aldrei aftur endutaka
slíkan hrylling,“ hafði Abe á orði.
Obama hefði get-
að unnið Trump
Heimspekilegur og hryggur í viðtali
AFP
Síðasta sinn Forsetahjónin heim-
sóttu herstöðina á Hawaii á jóladag.
Varnarmálaráðherra Ísrael, Avig-
dor Lieberman, gagnrýndi í gær
áætlaða ráðstefnu um frið í Mið-
Austurlöndum, skipulagða af
Frökkum. Ráðstefnan yrði ekkert
annað en ný „Dreyfus-réttarhöld“
og hvatti franska gyðinga til að
flytja til Ísrael.
Ráðstefnan verður haldin 15.
janúar og munu fulltrúar 70 landa
taka þátt. Markmið ráðstefnunnar
er að ýta friðarviðræðum milli
Ísraels og Palestínu aftur úr vör
eftir langt hlé. Ísrael hefur áður
látið vanþóknun sína á ráðstefn-
unni í ljós og vill frekar eiga í
beinum viðræðum við Palestínu-
menn.
„Þetta er ekki friðarráðstefna,
þetta er dómstóll gegn ríkinu Ísr-
ael,“ sagði Lieberman við flokks-
menn Yisrael Beitenu-stjórnmála-
flokksins að því er fram kemur á
upptöku sem flokkurinn gerði op-
inbera. Þetta segir í frétt AFP.
„Þetta verður nútímaútgáfa Drey-
fus-réttarhaldanna sem verið er að
undirbúa í París og verða haldin
15. janúar. Í stað þess að aðeins
einn gyðingur sé fyrir dómi verða
allir gyðingar og ísraelska ríkið,“
bætti hann við.
Ný „Dreyfus-réttarhöld“
í stað friðarráðstefnu
Vilja frekar tala beint við Palestínu
„Skemmdir
eru miklar,“
segir Arnfrid
Vestergaard,
bóndi í Götu
í Austurey í
Færeyjum.
Nokkrar
skemmdir
urðu á
mann-
virkjum þar
en sýnu meiri í Klakksvík, þar
sem hússtjórnarskóla tók ofan.
„Það bjargaði miklu að áður
en óveðrið nú um jólin skall á
höfðu björgunarsveitir og lög-
regla farið um og varað fólk
við,“ segir Arnfrid sem hefur
búið í Austurey í þrjú ár. Áður
var hún á Suðurey. Þar lenti hún
þrívegis í því, þar af tvisvar um
jól, að heimili hennar skemmd-
ist illa í ofsaveðri. Raunar hafa
oft orðið búsifjar í Suðurey
vegna veðurs, en að þessu sinni
sluppu eyjaskeggjar betur en
aðrir Færeyingar frá veðurofs-
anum.
Viðvaranir
gerðu gagn
MIKLAR SKEMMDIR
Arnfrid
Vestergaard