Morgunblaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016 Þrátt fyrir von- brigði, baráttu og ósigra má jafnframt upplifa ákveðinn sigur í flestum kringum- stæðum. Það er nefni- lega svo ótrúlega merkilegt og þakkar- vert, þrátt fyrir allt, hvað hægt er að upp- lifa jákvæða hluti og öðlast dýrmæta reynslu, jafnvel í sárustu aðstæðum. Í gegnum allt að því óásættanleg tíð- indi, atvik, þjáningu og varanlegar staðreyndir. Samsetning ævinnar Ævin er full af litlum molum, sæt- um og beiskum, súrum og sætum. Molum sem veita nýja sýn – og reynslu sem þú berð. Þetta geta ver- ið fúlir molar, jafnvel harðir, meið- andi og ógeðslegir. Stundum kunna að fylgja þeim ný tækifæri og stund- um má upplifa mikla gleði vegna þeirra. Alla vega um stundarsakir. Sumir molarnir geta jafnvel orðið að gullmolum sem þú hefðir ekki viljað missa af. Ævin er full af svona molum. Hún er samansett af litlum brotum sem púslað er saman á óskiljanlegan og jafnvel bara mjög öfugsnúin hátt. Útkoman er al- gjörlega einstök ævi einnar óendan- lega dýrmætrar manneskju. Hamingjuleiðin Tölum saman og knúsumst þótt ólík séum og ósammála um svo margt. Við erum öll á sömu leið og þurfum á hvert öðru að halda. Verum uppörvandi, hvetjandi og gefandi og leitumst þannig við að laða það besta fram í eigin fari og þeirra sem á vegi okkar verða. Því að leiðin til farsældar og hamingju er í gegn- um bjartsýni og bros. Listin að gefa og þakka, vera uppörv- andi, vilja læra að þiggja og njóta er nefnilega hin sönnu lífsgæði sem fylla nú- tíðina innihaldi og valda varanlegri hamingju. En ekki hvað þú ert, hvað þú kannt, getur, skilur eða hvað þú hefur afrekað. Ekkert ár er án áfalla Ekkert ár er án áfalla og ekkert ár er gleðisnautt. Þótt áföllin séu erfið og sár á meðan þau ganga yfir og skilji jafnvel eftir sig illgræðanleg sár eða í besta falli einhvers konar ör bæði ljúfra og sárra minninga geta þau engu að síður oft orðið að dýrmætri reynslu þegar frá líður. Minningum sem þú átt og getur byggt framtíðina á. Dýrmætum minningum sem enginn og ekkert megnar að taka frá þér. Gætum þess bara að festast ekki í fortíðinni. Lífið heldur áfram Markmið eru sett, áföngum er náð, tímamót verða. Fjallið er klifið, toppnum er náð. En þá koma í ljós nýir toppar, ný markmið, nýir áfangar. Þrátt fyrir öll tímamót og fjarlæg markmið sem oft virðast eins og lokatakmark heldur lífið áfram. Þrátt fyrir allt mótlæti, torfærur og brekkur, baráttu og ósigra – og jafnvel þótt ævinni ljúki, hugsanlega fyrr en þú vildir. Já, jafnvel þrátt fyrir sjálfan dauðann, sem hljóta að skilgreinast sem sannkölluð tíma- mót. Þá heldur lífið áfram og ekkert fær það stöðvað. Gleymum ekki Guði Gleymum ekki Guði, sem er höf- undur, uppspretta og fullkomnari lífsins, kærleikans og hamingjunnar, friðarins og frelsisins. Því ást Guðs er eins og galdur sem við skiljum ekki, en getum upplifað, megum hvíla í, meðtaka og njóta í auðmýkt og þakklæti. Hvað veist þú annars merkilegra en það að vera valinn í lið lífsins og fá að spila með til sigurs? Og þótt einstaka viðureignir kunni að tapast muntu að lokum standa uppi sem sigurvegari. Um leið og ég óska lesendum Morgunblaðsins sem og lands- mönnum öllum friðar, farsældar og hamingju á nýju ári leyfi ég mér að þakka fyrir dýrmæta og gefandi samfylgd á árinu sem er að líða. Með kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Ekkert ár er án áfalla Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Þrátt fyrir vonbrigði, baráttu og ósigra má jafnframt upplifa ákveð- inn sigur og lausn í flestum kringumstæð- um. Gætum þess að festast ekki í fortíðinni. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld, rithöfundur og aðdáandi lífsins. Í umfjöllun forsvars- manna SÁÁ eru með- ferðarþegar samtak- anna jöfnum höndum nefndir vímuefnaneyt- endur, fíklar – og sjúk- lingar í samræmi við þá óbifanlegu trúar- kreddu þessa sér- trúarsafnaðar að skil- greina beri áfengis- og lyfjafíkn sem sjúkdóm. Nú er ekki stætt á því að skilgreina alla stórneytendur áfengis og annarra vímuefna sem fíkla, jafnvel þótt menn séu allir af vilja gerðir. Margir þeirra eru vissulega ávananeytendur en ekki fíklar. Að vísu svipar ávana og fíkn um margt saman, en það er þó hægt að greina þarna á milli. (Sjá SÍBS- blaðið, 30. árg., 2. tbl., júní 2014, bls. 20-21). Væntanlega slysast ein- hverjir ávananeytendur í meðferð- irnar með fíklunum! Þá ber að geta þess að allmargir vímuefnaneytendur stunda neyslu sína með það góðri tempran að ekki er hægt að flokka þá öðruvísi en hófneytendur. Það er því ófært að setja alfarið samasemmerki á milli vímuefnaneytenda og fíkla, hvað þá sjúklinga. Ofangreind framsetning er skólabókardæmi um þær blekk- ingar og þann hálfsannleika sem spunameistarar SÁÁ beita mark- visst í málflutningi sínum í þeim til- gangi að hafa mótandi áhrif á skoð- anir fólks. Forsvarsmenn SÁÁ draga upp þá mynd af meðferðarþegunum, að þeir séu gersamlega rúnir orku og aðframkomnir á sál og líkama eftir langvarandi vímuefnaneyslu, þegar þeir innritast. Þegar málið er skoð- að ofan í kjölinn er myndin langt frá því að vera svona einföld. Það hefur borið við að ólögráða ungmenni hafa verið tekin í formeðferð án skriflegs samþykkis lögráðamanna þeirra – ungmenni sem hafa verið í sáralítilli neyslu. Það er svo sem ekki alltaf verið að líta til þess að fara eftir lagabók- stafnum út í ystu æsar, því sjálfsblekkingin um nauðsyn og ágæti með- ferðarúrræðanna er á nokkuð háu stigi. Það alvarlegasta í þessu máli er þó að það virðist ekki angra forsvarsmenn SÁÁ hið minnsta, að fjöldi fólks leiti sér meðferðar vegna ofurþrýstings frá öðrum og sumir al- nauðugir. Þess er held- ur ekki að vænta, því af talsmáta og framgöngu meðferðarþeganna verð- ur ekki annað ráðið en þeim hafi beinlínis verið innprentað í með- ferðunum að smala sem allra flest- um í sama farið. Í vestrænum lýðræðissam- félögum er það útbreitt og viðtekið viðhorf að menn eigi rétt á því að hafa frið með líf sitt svo lengi sem þeir láta aðra í friði. Undir þetta sjónarmið getum við trúlega flest tekið, nema náttúrlega drengirnir í SÁÁ og þeir sem hafa komið heila- þvegnir úr meðferðunum hjá þeim. Í þeirra herbúðum er nefnilega litið svo á að alkóhólismi sé stigversn- andi sjúkdómur og því sé áríðandi að „ná til“ fólks og „grípa inn í“ líf þess til að forða því frá hörmungum þessa meinta sjúkdóms. Þessi meinloka skýrir fyllilega þær ofsóknir og áreitni sem með- ferðarfólk hefur sannanlega haft í frammi við þá sem það hefur talið vera í áhættuhópi fíkla, að því er virðist með blessun og velþóknun þeirra sem hafa töglin og hagldirnar í SÁÁ. Hins vegar skýrir hún ekki þann hatursáróður sem þessu fólki er svo tamt að hafa uppi í garð vímuefnaneytenda, því sé litið svo á að þeir séu sjúklingar, væri þeim naumast sjálfrátt um neysluna og ættu því betra skilið en háðsglósur og skítkast. Sýnir þetta betur en flest annað að hugsanir þessa með- ferðarfólks eru á annarri bylgju- lengd en gengur og gerist. Meðferðarprógramm SÁÁ bygg- ist á svokölluðu tólfsporakerfi, þar sem trú á æðri mátt leikur stórt hlutverk. Hvað sem að öðru leyti má um tólfsporakerfið segja, verður því ekki á móti mælt, að trú á æðri mátt hefur – rétt eins og vímuefnin – reynst mörgum hið ágætasta haldreipi í lífinu og veitt nægilegan styrk til að ná tilsettum markmiðum og halda í tilsettu horfi. En það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar einhver trú nær þeim hæðum að hún verður að hreinræktaðri of- satrú, og er trúin á æðri mátt þar ekki undanskilin. Áhangendur SÁÁ hafa margoft lýst því yfir að þeirra leið til edrú- mennskunnar sé sú eina rétta, og ef fólki hefur tekist að halda sig frá vímugjöfum með öðrum aðferðum en þeir telja sáluhjálplegar, svo sem með hugrænni atferlismeðferð, þá hafa þeir blákalt haldið því fram að viðkomandi sé edrú „með rangri að- ferð“ og „á hnefanum“ (þ.e. með krepptum hnefa). Þessi sleggjudómur kemur úr hörðustu átt frá fólki sem lifir og hrærist í brennivíni og dópi með öf- ugum formerkjum, eftir þess eigin úttali að dæma, því helftin af þessu meðferðarfólki virðist eiga í mestu erfiðleikum með að halda uppi sam- ræðum án þess að koma brennivíni og dópi að, beinlínis eða óbeinlínis. Það er eins og skrípamynd af brennivíni! Fólk í slíku ástandi er að mínu viti edrú með hnefann meira en lítið krepptan. Blekkingar og hálfsannleikur Eftir Guðmund Sigurð Jóhannsson »Helftin af þessu með- ferðarfólki virðist eiga í mestu erfiðleikum með að halda uppi sam- ræðum án þess að koma brennivíni og dópi að, beinlínis eða óbeinlínis. Guðmundur Sigurður Jóhannsson Höfundur er ættfræðingur á Sauðárkróki. Af tali manna að ráða er almennur skilningur á áhrifum innflytjenda á hag landsmanna. Innflytj- endur þrengja helst að þeim sem standa veikt, svo sem fyrri innflytjendum, en aðr- ir hafa ávinninginn af innflytjendunum. Vandinn er sá, að of- bjóða ekki, svo að sú tilfinning vakni, með réttu eða röngu, að þrengt sé að ýmsum sem hér hafa alið aldur sinn og hafa átt í vök að verjast. Þannig verða leiðindi, sem meðal annars birtast sem haturs- orðræðu. Vitaskuld er haturs- orðræða landsmanna um eigin landsmenn miklu rammari en hat- ursorðræða þeirra um útlendinga og hefur lengi verið. Innflytjendahópar hér hafa lengi lifað sínu eigin lífi og samlagast, eins og margir þekkja af eigin raun. Það er mikið spurning um hvernig fer, hvort straumurinn er stríður til landsins. Ég hef löng kynni af Noregi, þar sem ég var ungur árum saman og kem enn iðu- lega þangað, helst vegna starfs. Í Osló blasir við nærri járnbrautar- stöðinni líf, sem á rætur í fjar- lægum löndum. Fyrir nokkrum ár- um var sagt frá því í blöðum, að þar, í hverfinu Grönland, hefði síð- asta norska fjölskyldan með barn í skóla flust burt. Stundum leysist al- þýðlegt samfélag upp, þegar efna- menn kaupa þar eignir og setjast að. Í Grönland sótti fátækt fólk, eins og innflytjendur voru yfirleitt, inn í gróið hverfi alþýðufólks, og aðlagaðist ekki, heldur varð smám saman einrátt. Nýleg athugun sýndi að innflytj- endur í Osló skera sig ekki úr á mestu þjóðræknishátíð í Noregi, þjóðhátíðardeginum 17. maí. Þar er þjóðfáninn með merki kristninnar, krossinum, mest áberandi. Þetta þótti benda til aðlögunar. Annað kom fram í athugun sem nýlega var gerð í Grorud í Osló. Þar er mikil nýbyggð sem hófst upp úr miðri síðustu öld og var allt af myndarskap gert, eins og blasti við á ferð um hverfið. Ég ber Grorud saman við Grafarvogshverfið í Reykjavík, þar sem ekki aðeins er mynd- arbragur, heldur má líka skynja þar gott mannlíf með öflugu fé- lags- og menningarstarfi. Það er ekki sjálfgert að vel takist við slíka nýbyggð á tímum, þegar hvers- daglegt líf er sundrað. Grorud-hverfið var athugað með tilliti til innflytjenda. Spurningin vill vera hvernig samlögunin tekst. Samlögunin reyndist ekki aðeins hafa mistekist, heldur höfðu Norð- menn á Grorud hætt að taka þátt í því samfélagi sem þeir höfðu mótað og dregið sig hver inn í sína skel, sína íbúð. Maðurinn sem rannsakaði valdi fólk til viðtals. Hann sniðgekk þá sem voru í stöðu til að vinna að málum íbúanna og höfðu þess vegna opinbera afstöðu. Ég minnist sögu úr skýrslu hans. Norsk kona sagði að svo væri komið ef hún gengi eftir götu þar í hverfinu, vita- skuld klædd alla vega eins og ger- ist meðal norskra kvenna, þá horfðu „þeir“ á hana grimmdar- augum. Söguna hafði hann til að lýsa sundrung almennt meðal íbú- anna. Samtölin fóru fram með nafn- leynd, aðeins þannig fékkst fólk til að tjá sig, sagði rannsakandinn. Þjóðablöndun í Noregi Eftir Björn S. Stefánsson Björn S. Stefánsson » Innflytjendur sett- ust að í stórum stíl í Grorud í Osló. Þá lagðist almennt félags- og menningarstarf frum- byggjanna mikið til af. Höfundur var kallaður í Vísindafélag Norðmanna 1991. Það er alltaf að koma betur í ljós hversu rangt það var að fara út í haustkosningar. Samstarfsleysi til þarfra verka virðist ríkja víða í póli- tíkinni og þar með stjórnarkreppa til stjórnarmyndunar. Fyrir var ríkisstjórn með 38 manna þingstyrk og ýmis mál í vinnslu sem þarft er að bæta úr. Vorkosningar 2017 voru því það eina rétta í stöðunni. Kjósendur hefðu þá jafnframt getað metið stöðuna í landsmálunum mun betur sem og áherslumál flokkanna til næstu ára. Það er viss þensla í þjóðfélaginu, t.d. í byggingargeiranum og víðar, sem kallar á faglegar og skarpar efnahagsaðgerðir. Núverandi þensluástand getur kallað á verð- bólgu sem flestir vita hvað þýðir fyr- ir land og þjóð. Sennilega væri heppilegast að nú- verandi starfsstjórn sæti áfram til vissra nauðsynjaverka og að kosið yrði á ný með vorinu til að reyna að koma hér á starfshæfri ríkisstjórn til næstu fjögurra ára. Þjóðin kallar eftir fagstjórn til verka. Ómar G. Jónsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Upplausn í pólitíkinni Morgunblaðið/Golli Stjórnarmyndun Margir hafa rætt saman um stjórnarmyndun síðustu vikurnar án árangurs til þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.