Morgunblaðið - 27.12.2016, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016
✝ Ólöf GuðrúnKetilsdóttir
fæddist í Reykjavík
1. júlí 1949. Hún
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
í Reykjavík 15.
desember 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Margrét
Ingunn Ólafsdóttir,
f. 16. ágúst 1923, og
Ketill Hlíðdal
Jónasson, f. 4. júlí 1918, d. 5.
desember 1997. Systir Ólafar
var Unnur Gréta Ketilsdóttir, f.
10. október 1947, d. 19. sept-
ember 2005. Bræður hennar eru
Jónas Ingi Ketilsson, f. 29. febr-
úar 1956, og Eggert Ketilsson, f.
23. desember 1958.
Ólöf giftist 19.
október 1974 Har-
aldi Ágústi Bjarna-
syni, f. 9 maí 1950.
Börn Ólafar eru: 1)
Hrafn Aðalsteinn
Ágústsson, f. 14.
janúar 1969, maki
Joy Chang, f. 2.
mars 1973. 2) Ólaf-
ur Ágúst Haralds-
son, f. 15. febrúar
1975, maki Elísabet Hulda
Einarsdóttir, f. 15. janúar 1976,
börn þeirra eru Atli Hrafn og
Helena Dís.
Útför Ólafar fer fram frá
Laugarneskirkju í dag, 27. des-
ember 2016, klukkan 13.
Elsku mamma.
Þú ólst mig og fylltir mig af
ást þinni, takk fyrir allt, elsku
mamma.
Nú ertu sofnuð og farin og ég
sit hér fullur af sorg en um leið
fullur af þakklæti og yndisleg-
um minningum um glæsilega,
dásamlega konu, móðir og vin.
Kærleikurinn þinn, húmorinn
og gleðin lyftu mér upp og
sýndu mér lífið í yndislegu
björtu ljósi.
Að horfa á eftir þér inn í
sjúkdóminn, horfa á lífið fjara
út, biðja með þér á dánarbeð-
inum og finna hvernig þú alger-
lega óttalaus mættir dauðanum
var í senn hughreystandi, aðdá-
unarvert og lýsandi fyrir hug-
rakkan dásamlegan persónu-
leikann þinn.
Ég veit í hjarta mínu, fyrir
orð frelsarans, að við munum
finna hvort annað, á öðrum stað,
í annarri vídd.
Leggðu’ aftur augun þín skær
ástin mín, dagur er fjær.
Svo vil ég vaka þér hjá;
vernda þig ef að ég má.
Er ég horfi’ á þig hitnar mín sál.
Hverful orð get’ ei túlkað mitt mál.
Og er sefurðu vært mun ég vak’ yfir
þér.
Sæll af ást ég er.
Sefur þú nú sætt og rótt,
sveipuð í rökkri og yl.
Hvíldu hjá mér, allt er hljótt.
Himneskt er að vera til.
(Þorsteinn Eggertsson)
Góða ferð, elsku mamma.
Þinn
Hrafn (Hrabbi).
Mamma Grand er dáin. Lóló
var frumkvöðull og kvenskör-
ungur sem átti engan sinn líka.
Í viðskiptum naut hún virðingar
samstarfsfélaga og keppinauta.
Hún var langt á undan sinni
samtíð í mörgu tilliti. Samstarf
hennar og Haraldar heitins
Haraldssonar í Andra skilaði
ótrúlegum árangri í útflutningi
sjávarafurða og allir í greininni
báru mikla virðingu fyrir Lóló.
Við Lóló og Halli Bjarna,
margir frábærir ferðafélagar og
síðar Halli Har. og Adda með
okkur, fórum í margar frábærar
hestaferðir, sem Lóló hafði yf-
irleitt átt heiðurinn af að hafa
skipulagt á sinn frábæra hátt,
þar sem ósérhlífni hennar og
dugnaður var ráðandi.
Mamma Grand var eiginlega
„hestamamma“ mín, skipulagði
fyrstu alvöru hestaferðina mína,
smurði nestið á morgnana og
lagði mér lífsreglurnar. Um-
vafði mann þeim kærleik og ein-
lægum vinskap sem alla tíð ein-
kenndi elsku fallegu Lóló.
Lóló kenndi mér ekki aðeins
hvernig á að ferðast á hestum
heldur var hún sérfræðingur í
sælkeramatseld og í G&T-for-
drykkjum. Lóló var einnig góð-
ur bridsspilari og tók þátt í
mótum með góðum árangri.
Ég sakna mikils húmorista
sem alltaf gat séð spaugilegar
hliðar tilverunnar.
Ég votta Halla og fjölskyldu
mína dýpstu samúð.
Guðni Jónsson.
Mikið brá mér þegar ég fékk
þær fréttir að Lóló, gömul og
góð vinkona væri látin. Ef litið
er yfir farinn veg, þá reyndist
Lóló okkur hjónum afskaplega
vel, þó að samband okkar hefði
dvínað síðustu ár.
Við kynntumst Lóló og Halla
í kringum 1990. Við áttum með
þeim notalegar og skemmtileg-
ar stundir. Okkar leiðir lágu
saman í hestamennskunni. Eins
var alltaf gaman í bústaðnum
þeirra í Kjarnholtum, og var
tekið höfðinglega á móti okkur.
Við fórum með þeim í Tungna-
réttir ofl. Lóló hafði einstaklega
smitandi hlátur og var mikil
sögumanneskja. Já, það var oft
hlegið dátt í hennar félagsskap.
Lóló var umfram allt góð
manneskja. Hún var óskaplega
barngóð og hændi hún mörg
börnin að sér. Einnig var hún
mikill dýravinur og fengu hund-
arnir okkar Ragga notið góðs af
því. Hún var mikill kokkur og
sá hún meðal annars um matinn
í fermingu dóttur okkar og eins
þegar ég hélt upp á fertugs-
afmælið mitt. Þá var nú ekki
mikið mál fyrir hana að reiða
fram matarveislu fyrir nokkra
tugi manna. Fyrir það hugsum
við til hennar með þakklæti.
Þrátt fyrir að við vitum öll að
það kemur að leiðarlokum hjá
okkur öllum, þá erum við aldrei
sátt við að sjá á eftir fólki á
besta aldri.
Við Raggi vottum Halla,
börnum þeirra og fjölskyldum
okkar dýpstu samúð og biðjum
góðan Guð að styrkja þau á
þessari stundu.
Farðu í friði, elsku vinkona,
og takk fyrir öll árin sem við
áttum með þér.
Helga Kristín Claessen,
Ragnar Hinriksson.
„Fararstjóri“ er fallinn frá.
Lóló, eins og Ólöf Guðrún Ket-
ilsdóttir sem hér er minnst, var
alltaf kölluð, lést á Landspít-
alanum 15. des.
Lóló og Halla höfum við Gillý
þekkt frá fornu fari, en þau
kynni endurnýjuðust er þau
hjónin urðu þess valdandi að
við hófum hestamennsku árið
1989. Lóló og Halli höfðu þá um
tíma stundað reiðmennsku og
ferðalög á hestum og tóku okk-
ur með í ferðahópinn og voru
okkur mikil hvatning og stuðn-
ingur er við tókum þar fyrstu
skrefin. Lóló valdi fyrir okkur
fyrsta hestinn, öðlinginn hann
Örvar, og teningnum var kast-
að.
Lóló var full af lífsorku og
framtakssemi. Hún var því
fremst í flokki að skipuleggja
sumarferðir um hálendið og
sjálfskipaður fararstjóri. Marg-
ar ógleymanlegar voru ferðirn-
ar í góðum félagsskap: Fjalla-
bak, Kerlingarfjöll, Arnarfell
hið mikla í Hofsjökli. Ein eft-
irminnilegasta ferðin var úr
Skaftártungum í Fögrufjöll, inn
með Langasjó að Skaftárjökli,
farið yfir Skaftá og niður með
Lakagígum. Þessi leið hafði að-
eins einu sinni áður verið farin í
hestaferð (af Haraldi Sveins-
syni og félögum). Í þessa ferð
hafði Lóló fengið þrautreynda
fjallamenn með okkur, þá Gísla
Halldór á Ytri-Áum og Kristinn
Siggeirsson frá Hörgslandi.
Þarna var hún í essinu sínu, fór
hratt yfir á Kolbeini sínum,
spjallaði við bændur og var
hrókur alls fagnaðar. Þessar
ferðir, sem tóku eina til tvær
vikur á fjöllum, þörfnuðust mik-
ils skipulags og undirbúnings.
Það lék Lóló í hendi og að auki
fór hún létt með bæði að ákveða
matarkostinn og að framreiða
veislumat í mishrörlegum fjalla-
kofum langt uppi í óbyggðum.
Lóló var ákveðin og stjórn-
söm, þegar á því þurfti að halda,
en hún var líka tillitssöm og hlý
og hafði frábæra kímnigáfu,
ekki síst gat hún gert grín að
sjálfri sér. Með góðan hóp með í
ferðum átti Lóló stóran þátt í að
gera þessar ferðir að ógleyman-
legum ævintýrum. Hafi hún og
Halli mikla þökk fyrir þetta frá-
bæra tímabil. – Einnig fyrir
fjölmargar aðrar skemmtilegar
samverustundir m.a. við óvið-
jafnanleg veisluborð Lólóar eða
við bridsspil, þar sem enginn
hafði roð við henni, enda frúin
meistari í þeirri íþrótt.
Síðustu ár hafa verið Lóló
erfið vegna veikinda og undir
lokin greindist hún með vágest-
inn krabbamein, – en í veikind-
um hennar hefur Halli staðið
þétt við hennar hlið, nú sem
fyrr.
Við Gillý kveðjum hér góðan
vin og sendum Halla og sonum
þeirra, Hrafni og Ólafi og þeirra
fjölskyldum, aldraðri móður
Lólóar og öðrum aðstandendum
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur,
Haraldur Dungal.
Lóló, kær vinkona mín til
margra ára, hefur kvatt þetta
jarðlíf eftir erfið veikindi. Við
höfum átt samleið í tæp 60 ár.
Það er langur tími – og þó ekki.
Þegar litið er til baka hefur
þessi tími liðið ógnarhratt og
hefði mátt vera mun lengri. Svo
góður var hann.
Margs er að minnast og
margt höfum við vinkonurnar
brallað, allt frá því að við vorum
litlar stelpur. Vináttan hélst og
við hjónin eigum dýrmætan sjóð
minninga frá okkar góðu sam-
verustundum, bæði innanlands
og utan.
Lóló og Halli voru höfðingjar
heim að sækja og oftar en ekki
fengum við að njóta gestrisni
þeirra, bæði á heimili þeirra og í
sumarbústaðnum. Lóló var
listakokkur og jafnframt gladdi
hún okkur með sinni hlýju og
skemmtilegu nærveru.
Ég sakna sárlega kærrar vin-
konu en jafnframt er mér of-
arlega í huga innilegt þakklæti
fyrir öll gömlu góðu árin.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
(Hákon Aðalsteinsson)
Halla, Hrafni, Óla, Unnu,
barnabörnum, tengdadætrum
og bræðrum og fjölskyldum
sendi ég hugheilar samúðar-
kveðjur.
Áslaug Ágústsdóttir.
Ólöf Guðrún
Ketilsdóttir
✝ Elísabet Guð-laug Vigfús-
dóttir fæddist 13.
nóvember 1934 í
Ásgarði á Húsavík
og ólst þar upp.
Hún lést 6. desem-
ber 2016.
Elísabet var
dóttir hjónanna
Vigfúsar Hjálm-
arssonar og
Freyju Kristjáns-
dóttur en þau
hjónin eignuðust
sex börn.
Elísabet giftist
Leifi Þór Jós-
efssyni og þau
eignuðust fimm
börn.
Útför Elísabet-
ar fór fram frá
Húsavíkurkirkju
16. desember
2016.
Þegar litið er til baka til barn-
æskunnar voru nokkrar fjöl-
skyldur sem stóðu foreldrum
mínum nálægt í skyldleika og
samskiptum og til urðu vináttu-
bönd sem enn eru til staðar. Ein
af þessum fjölskyldum voru
Leifur móðurbróðir minn og El-
ísabet, Beta, konan hans, og
þeirra börn. Leifur lést fyrir
nokkrum árum, nú er komið að
því að kveðja Betu.
Á mínu heimili voru þau yf-
irleitt nefnd í sömu andrá,
Leifur og Beta, enda samstiga
hjón, þó að þau væru ólík á
margan hátt. Leifur, hávaxinn,
grannur og snaggaralegur, fór
hratt yfir og nánast hljóp við
fót. Beta öllu hægari og ró-
legri, en vann allt svo fallega og
vel.
Saman áttu þau fallegt
heimili, fyrst á Fossvöllunum
og svo í Ásgarði, æskuheimili
Betu. Auk þess áttu þau ynd-
islegan garð sem Leifur átti
mikinn heiður af, enda var
hann með græna fingur og flest
allt náði að blómgast í garðin-
um þeirra. Leifur og Beta eign-
uðust fimm börn: Vigfús, Haf-
þór, Heimi, Freyju og Lovísu.
Hafþór lést 2005.
Beta var lengi dagmamma
og það voru mörg börn sem
hún annaðist, enda vinsæl og
eftirsótt. Nokkur börn í fjöl-
skyldunni voru hjá Betu um
lengri eða skemmri tíma og
bjuggu vel að því. Það er varla
hægt að skrifa um Betu nema
minnast á sönginn, hún hafði
góða söngrödd og naut þess að
syngja í kór. Hún söng líka
mikið fyrir börnin og spilaði á
gítar. Beta var yndisleg kona,
hlý og umhyggjusöm um annað
fólk og oft var stutt í bros og
hlátur.
Innilegar samúðarkveðjur til
Vigfúsar, Heimis, Freyju og
Lovísu, tengdabarna og allra
afkomenda. Minningin lifir.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf
þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og
þér helgaði sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Klara Matthíasdóttir
og fjölskylda.
Elísabet Guðlaug
Vigfúsdóttir
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
STEFÁN SIGURKARLSSON,
lyfjafræðingur og fyrrverandi
apótekari,
lést 17. desember á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni. Útförin fer fram frá Digraneskirkju
miðvikudaginn 28. desember klukkan 13.
.
Anna Guðleifsdóttir
Sigurkarl Stefánsson Olga L. Garðarsdóttir
Sigurborg Stefánsdóttir Mekkinó Björnsson
Anna Kristín Stefánsdóttir Sigurður Erlingsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÓLÖF STEINGRÍMSDÓTTIR,
Hringbraut 50 (Grund),
lést 23. desember. Útförin verður auglýst
síðar.
.
Kristinn Sigurjónsson, Bryndís Sveinsdóttir,
Sveinn Geir Sigurjónsson, Salóme Friðgeirsdóttir,
Steingrímur Sigurjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR ARNAR INGIBJARTSSON
húsasmíðameistari,
Flúðaseli 89, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
á aðfangadag.
.
Signý Steinunn Hauksdóttir,
Guðjón Arnar Sigurðsson, Ragnhildur Hallgrímsdóttir,
Ingunn Jóna Sigurðardóttir, Vigfús M. Vigfússon
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn og fósturfaðir,
ÓLAFUR GUÐLAUGSSON
frá Búðum í Hlöðuvík,
Kleppsvegi 20,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
22. desember. Útförin fer fram í kyrrþey
að hans ósk.
.
Sigríður Helgadóttir,
Hafdís Óskarsdóttir.
Elskulegur faðir okkar,
JÓN BENEDIKTSSON,
lengst af á Velli 1,
plötu- og ketilsmiður og fv.
fréttamaður RÚV,
lést á Dvalarheimilinu Lundi 16. desember.
Útförin fer fram í Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð 30. desember
klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.