Morgunblaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016 Elsku Hreinn. Ég trúi varla enn að þú ert farinn okkur frá. Sannleikurinn er sár en í hjarta mér finn ég að nú ertu kominn á betri stað laus við all- an heimsins asa og líkamlegar þjáningar. Hugur minn hefur leitað til þín oft á dag, minningarnar streyma fram og upp úr stend- ur minning um ótrúlega góðan mann sem öllum þótti vænt um. Mann sem bar virðingu fyrir öllum, jafnt mönnum sem og dýrum. Má með sanni segja að enginn hugsaði betur um kind- urnar sínar sem var svo lýsandi fyrir hjartgæsku þína og engin sál var svo slæm að þú sæir ekki eitthvað gott í henni. þú hefur verið í lífi okkar Hvalnesfjölskyldunnar í langan tíma og varst ekki bara heims- ins besti nágranni heldur sann- arlega góður vinur og á vissan hátt hluti af fjölskyldunni. Þú fylltir hjörtu okkar af hlýju og mikilli væntumþykju. Fátt var jafngaman og fá Hrein okkar á Selá í kaffi á Hvalnes og fannst mér alltaf jafngaman að bjóða þér upp á nýtt bakkelsi ásamt heitu kakói og fá síðan einkunn fyrir. Al- gengasta einkunnin var 9,5 en þó kom það fyrir að þú gafst mér 10 fyrir kakógerð og mikið Hreinn Guðjónsson ✝ Hreinn Guð-jónsson, bóndi á Selá á Skaga, fæddist 7. desem- ber 1937. Hann lést á hjúkrunarheimili Heilbrigðisstofn- unar Sauðárkróks 13. desember 2016. Foreldrar Hreins voru Guðjón Jónsson og Elísabet Ísfold Steingríms- dóttir, bændur á Selá. Eftirlif- andi systir Hreins er Kristín Guðjónsdóttir. Útförin fer fram frá Sauðár- krókskirkju í dag, 27. desember 2016, kl. 14. sem ég varð stolt. Alltaf var gaman að vinna með þér hvort sem það var uppi í Skagavör eða brasa í kindun- um þínum og höf- um við Egill bróðir sjaldan skemmt okkur jafnvel og þegar við smöluð- um með þér heima- smölun á haustin. Ekki má heldur gleyma réttar- störfunum. Að hitta þig í rétt- um var stór hluti af gleðinni þar. Vegna veikinda þinna gastu ekki komið þetta haustið og var altalað að mikið hefði vantað fyrst þú varst ekki með. En ég veit að þú verður með okkur í anda á komandi árum þar sem þú brosir úr fjarska. Best af öllu var að koma til þín í litla fallega kotið þitt á Selá oft- ar en ekki kaldur og hrakinn eftir veiðiferð eða annað útibras því hvergi var jafnhlýtt og nota- legt að vera en inni í eldhúsinu á Selá þar sem gamla Solo-elda- vélin stóð sannarlega fyrir sínu. Eftir gott spjall með heitan kaffibolla og ljúft bakkelsi var allur kuldahrollur horfinn á bak og burt. Eftir að þú fluttir bú- ferlum á Sauðárkrók breyttist það ekki að alltaf var jafngott að líta inn til þín og fá kaffitár. Hvar sem þú varst var gott að vera því nærvera þín gerði allt betra. Síðasta ár hefur ekki verið það besta þar sem heilsan brast og þykir mér ósköp leitt að hafa ekki náð að hitta þig oftar en raun varð á og hugsa til þess öllum stundum með harm í brjósti. Ég trúi því varla að nú sé of seint að hitta þig í næstu ferð norður í fjörðinn okkar fagra en hugga mig við það að við hittumst síðar á nýjum og betri stað þar sem alltaf verður tími fyrir kaffi eða heitt kakó og bakkelsi. Elsku Hreinn minn, nú ert þú orðinn fallegur engill sem vakir yfir okkur. Takk fyrir allt. Þín dýrmæta vinátta gaf lífinu sannarlega gildi. Elsku Hreinn, ég mun alltaf sakna þín. Minning þín lifir alla tíð í hjörtum okkar sem eftir lifa. Oddný Alda Bjarnadóttir. Við Hreinn kynntumst sum- arið 2001 þegar ég vann á Hval- nesi. Ég talaði enga íslensku þá og hann enga ensku. Samt skildum við hvort annað og okkur samdi líka vel. Jólin 2001 var hann á Hvalnesi. Ef ég man rétt í fyrsta sinn. Hann gaf mér disk eftir Manic Street Preac- hers í jólagjöf – ég hlustaði mikið á þá á þessum tíma – og ég gaf honum spólu með Abba fyrir bíltækið hans. Við fórum í veiðiferð árið 2003 og þegar ég kom aftur á Skaga 2005 bauð hann mér og núverandi eiginmanni mínum í skemmtiferð kringum Skaga. Það var einstaklega þægilegt að sitja á eldhúsinu í appels- ínugula húsinu hans, að drekka mjólk og að tala um allt mögu- legt með höndum og stundum orðabók. Á ferðalagi okkar árið 2011 gaf hann okkur bók um fuglafræði og líka hákarlsbita, sem við urðum að pakka aftur og aftur fram að heimferð svo að hann smitaði ekki of mikið út frá sér í töskunni. Einu sinni gaf Hreinn mér peningaseðil í kveðjuskyni og ég keypti mér flísjakka fyrir sunnan. Þessi jakki er enn í miklu uppáhaldi hjá mér. Rennilásinn er bilaður en ég er að leita að nýjum. Þegar við hittumst í vor vantaði mig orð. Ég var ekki lengur í æfingu að tala íslensku og leið yfir því að þurfa að heimsækja hann veik- an á sjúkrahús. Ég missti af af- mælinu hans 7. desember, ég hafði ætlað að skrifa honum jólakort og segja fréttir af jakkanum en nú er það of seint. Kæri Hreinn, hvíldu í friði og farðu stundum í skemmti- ferð með Minnu okkar. Janína og Kristof. Nú er fallinn frá góður vinur og samstarfsfélagi, Hreinn á Selá. Hann lést eftir tæplega eins árs baráttu við veikindi eft- ir áfall sem hann varð fyrir á að- fangadag í fyrra. Ég kynntist Hreini fljótlega eftir að ég flutti í nágrenni við hann 1976, en jarðirnar okkar, Selá og Hval- nes, liggja saman í Skagaheið- inni og eiga þar veiðivötn í sam- einingu. Eftir því sem árin liðu óx samstarf okkar við nýtingu hlunninda til lands og sjávar og byggðum við saman góða verk- unaraðstöðu þar sem við reykt- um silung, verkuðum hákarl, söltuðum grásleppuhrogn og ýmislegt fleira. Þá hjálpuðumst við að við heyskap líka. Hreinn var barngóður og börnin okkar litu á hann sem hluta af fjöl- skyldunni enda má segja að svo hafi verið og erlend ungmenni sem dvöldu stundum hjá okkur urðu fljótt góðir vinir Hreins þótt þau töluðu hvert sitt málið því hann bauð þeim bara upp á íslensku. Hreinn var afskaplega góður í öllum samskiptum, var léttur í lund, mannblendinn, hafði gaman af að spjalla um menn og málefni og átti auðvelt með að ná sambandi við fólk, hvort sem það voru ungir eða gamlir. Hann sá gjarnan spaugilegu hliðina á hlutunum og gerði oft létt grín að mönn- um og málefnum. Hreinn var góður heim að sækja og bauð alltaf í bæinn þegar gesti bar að garði og var notalegt að þiggja kaffi í eldhúsinu á Selá þar sem kynt var með Solo-olíueldavél upp á gamla mátann. Hreinn var nægjusamur og virtist alltaf una glaður við sitt þótt ekki hefði hann alltaf mikið á milli handanna. Hann var dýravinur af bestu gerð og hugsaði vel um skepnur. Hreinn naut vel allra tengsla við náttúruna og hafði gaman af veiðum. Hann bar mikla virðingu fyrir náttúrunni, vildi alltaf að hún fengi að njóta vafans. Öll fjölskyldan frá Hval- nesi þakkar Hreini allar góðu samverustundirnar og sam- starfið í gegnum árin. Við kveðj- um okkar góða vin með söknuði og vottum aðstandendum dýpstu samúð. Bjarni Egilsson. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég sá manninn fyrst. Með aðdáunaraugum horfði ég á ýtustjórann skark- alast á ýtunni í snjónum í Blá- fjöllum. Skömmu síðar var hann kominn upp í mastur að lemja og berja með sleggju. Svona var minningin, Bjarni alltaf í fjallinu að snúast og brasa. Hann var einn af þessum ódrepandi dugnaðarforkum sem teljast brautryðjendur í dag. Eljusemi, útsjónarsemi, áræðni og ósérhlífni hans og fé- laga hans mynduðu þann drif- Bjarni J. Einarsson ✝ Bjarni J. Ein-arsson fæddist í Reykjavík 2. mars 1932. Hann lést 14. desember 2016. Útför Bjarna fór fram 21. desember. 2016. kraft sem þurfti til að byggja upp skíðasvæði frá grunni. Hann vissi hvað þurfti til að fá góðar brekkur og félagsanda enda bjó hann að reynslu sinni sem einn af betri skíða- mönnum Íslands áður fyrr og hluti af þéttum hópi Ár- menninga sem ólst upp í Jósepsdalnum. Hann unni íþróttinni og stundaði hana fram á síðasta dag með eig- inkonu og fjölskyldu. Skíða- hreyfingin á Bjarna mikið að þakka fyrir örlátt framlag sitt og stuðning alla tíð. Fyrir hönd Skíðasambands Íslands sendi ég eiginkonu Bjarna og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Einar Þór Bjarnason. Elsku Erna syst- ir. Þá ert þú farin yfir í Sumarlandið. Þar munum við hittast þegar minn tími er kominn. Svona er bara líf- ið, það er svo stutt á milli lífs og dauða. Ég vil bara þakka þér og Kidda fyrir allan þann stuðning sem þið hjónin hafið veitt mér í lífinu. Alltaf var gaman að koma til þín í heimsókn, þú varst ráða- góð og hreinlynd, og fylgin þér í öllu sem þú tókst að þér. Músíkölsk varst þú og spilaðir mjög vel á gítar í tíma og ótíma. Erna Gunnarsdóttir ✝ Erna Gunnars-dóttir fæddist 22. nóvember 1938. Hún lést 7. desem- ber 2016. Útförin fór fram 16. desember 2016. Þegar við vorum unglingar í sveitinni bað ég þig að kenna mér gítargripin, þú tókst vel í það. Gítarnámið hófst, illa gekk að kenna nemandanum grip- in, enda ég ekki músíkölsk. Endaði kennslan á því að kennarinn hóf gítar- inn á loft og sló nemandann í hausinn. Þar lauk því námi. En þú reyndir þó, takk fyrir það. Ernu systur var mjög í mun að við systkinin værum ætíð góðir vinir og það hefur haldist alla tíð. Elsku Kiddi og börn, við Sæmi vottum ykkur samúð okkar. Blessuð sé minning þín, kæra systir. Vigdís og Sæmundur. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SVEINBJARNARDÓTTIR viðskiptafræðingur, lést á líknardeild LSH, Kópavogi, 17. desember síðastliðinn. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. desember 2016 klukkan 15. . Arnþór Garðarsson, Soffía Arnþórsdóttir, Þrándur Arnþórsson, Álfheiður Ólafsdóttir, María Rún Þrándardóttir, Guðni Þór Þrándarson, Marie Legatelois, og barnabarnabörn. Vinur okkar, SIGURGEIR INGIMUNDARSON, Stúfholti, Rangárþingi ytra, er látinn. Útför hans verður frá Hagakirkju, Rangárþingi, föstudaginn 30. desember klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, . Karl Steinbergsson, Gunnar Waage og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ELIS GUÐJÓNSSON, Grundargötu 29, Grundarfirði, lést á Dvalarheimlinu Fellaskjóli í Grundarfirði 20. desember síðastliðinn. Útför fer fram frá Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 29. desember klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalarheimilið Fellaskjól. . Bára Bergmann Pétursdóttir, Ómar Bergmann Elisson, Annette Elisson, Guðjón Elisson, Grazyna Zofia, Ægir Már Elisson, Angelique Kelley, Sigríður Elísabet Elisdóttir, Hrannar Pétursson, Ela Elisson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ HELGA ÁRNADÓTTIR kennari, lést á Landspítala 18. desember síðastliðinn. Útför fer fram í Keflavíkurkirkju 29. desember klukkan 13. . Höskuldur Goði Karlsson, Þorbjörg Á. Höskuldsd., Guðmundur R. Guðmundss., Ásdís Þ. Höskuldsd., Ásmundur Magnússon, Hallveig B. Höskuldsd., Halldís H. Höskuldsd., Lars Andersen, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR KJARTANSDÓTTIR THORS, hjúkrunarheimilinu Mörk, Suðurlandsbraut 66, Reykjavík, lést að heimili sínu 18. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 29. desember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir eða hjúkrunarheimilið Mörk. . Hrefna Sigurgeirsdóttir, Guðjón Jónsson, Kjartan Sigurgeirsson, Þórdís G. Bjarnadóttir, Jón Sigurgeirsson, Sigríður Harðardóttir, Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir, Friðrik Hafberg, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.