Morgunblaðið - 27.12.2016, Page 25

Morgunblaðið - 27.12.2016, Page 25
Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Til sölu Verslun Gamaldags og nýmóðins trúlofunarhringar Gull, hvítagull, silfur, titanium, tung- sten, rúna- og höfðaleturshringar á verði við allra hæfi. Sérsmíði, skart og vönduð úr. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775, www.erna.is Óska eftir Staðgreiðum og lánum út á: gull, demanta, vönduð úr og málverk! Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kost- naðar-lausu! www.kaupumgull.is Opið mán.– fös. 11–16. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 782 8800 Þjónusta ALHLIÐA FASTEIGNAVIÐHALD              Uppl. í s: 788 8870 eða murumogsmidum@murumogsmidum.is Múrum og smíðum ehf Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Vélar & tæki Vinnulyftur ehf. Eigum á lager nýjar skæralyftur frá Skyjack og bómulyftur frá Niftylift. eyvindur@simnet.is, sími 774 2501. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, ✝ Sigríður HelgaKarlsdóttir fæddist 14. október 1953 í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu í Stokkhólmi 29. nóvember 2016. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Ámundadóttir hús- móðir, f. á Sand- læk í Gnúpverja- hreppi 17. september 1913, d. 25. sept- ember 1997, og Karl Guð- mundsson leikari, f. 28. ágúst 1924 í Reykjavík, d. 3. mars 2014. Systur Sigríðar eru Soffía Lára, heilsuþerapisti í Reykja- vík, f. 28. febrúar 1952, og heimilinu að Sólvallagötu 26, gekk í Melaskóla og Hagaskóla og lauk stúdentsprófi frá MR 1974. Hún stundaði píanónám frá unga aldri og var um tíma nemandi við Tónlistarskólann í Reykjavík. Á sumrin dvaldist hún oft hjá móðurfólki sínu á Sandlæk. Eftir stúdentspróf vann hún meðal annars á Hafrannsóknastofnun. Hún fluttist með manni sínum og dóttur til Stokkhólms árið 1984 þar sem fjölskyldan bjó síðan. Hún menntaði sig þar sem fóstra og sótti mörg framhalds- námskeið í þeirri grein. Sigríð- ur var listræn og samhliða vinnu fékkst hún við myndlist og sótti ýmis námskeið í list- handiðn svo sem í batik, brúðu- gerð og keramik. Útför Sigríðar Helgu fór fram frá Solna kyrka í Stokk- hólmi 20. desember 2016. Minn- ingarathöfn um hana verður haldin síðar á Íslandi. Steingerður Sigur- jónsdóttir, ensku- kennari á Spáni, f. 23.janúar 1947. Eiginmaður Sigríð- ar er Garðar Han- sen, hljóðmaður við Sveriges Radio, f. 5. júní 1952. Börn Sigríðar og Garðars eru: Birta Guðrún, f. 1977, Arnar Freyr, f. 1985, Karl Óskar, f. 1987, og Margrét Hanna, f. 1991. Sonur Birtu er Leon Arnar Dagsson Daram, f. 1998. Sonur Karls er Vincent Örtegren Karlsson, f. 2014. Sigríður ólst upp á æsku- Vinátta er stór og mikil gjöf til lífsins. Æskuvinátta er fjársjóð- ur. Ég var svo heppin að njóta slíkrar vináttu ríkulega. Við Sigga ólumst upp í Reykjavík, hlið við hlið á Sólvallagötunni, númer 26 og 28. Það var stutt að fara á milli, og litlir fætur fóru hratt yfir, ákafir að hitta vinkonu í leik og gleði. Dyr þessara húsa stóðu ávallt opnar og þar bjó gestrisið fólk, sem þótti vænt um börn. Við lékum okkur inni í litlu leikherbergi og úti á götunni með hóp barna. Ég man svo sterkt eft- ir Siggu við hlið mér, svo ljúf og trygg, bæði svo sjálfri sér nóg og sannur félagi. Við fylgdumst að uppvaxtarár- in, í gegnum barnaskóla og fram- haldsskóla. Leiðir skildi þegar Sigga flutti til Svíþjóðar og ég til Bandaríkjanna. Í tuttugu ár hitt- umst við sjaldan, en þó að líf okk- ar hafi tekið ólíka stefnu, þá var strengur á milli okkar sem aldrei brast, strengur sannrar vináttu. Það urðu mikil straumhvörf hjá okkur báðum þegar ég fékk allt í einu vinnu í Uppsölum í Sví- þjóð og við vinkonurnar urðum nágrannar aftur. Þó að ekki væri farið húsa á milli þá hittumst við oft í leik og gleði, studdum hvor aðra, og aftur fékk ég styrk af nærveru Siggu, af innileika henn- ar og tryggð. Nú er strengurinn á milli okk- ar teygður langt inn í óendanleik- ann. En hann mun aldrei rofna. Þegar maður syrgir þá koma upp í hugann fagrar minningar sem veita huggun. Ég minnist Siggu þegar hún sem ung kona spilaði á píanóið í stofunni á Sól- vallagötu 26: ljóst hárið fellur laust niður á bakið, grannir, lang- ir listamannsfingur leika hratt yfir nótnaborðið, virðast næstum ekki snerta hljóðfærið, en samt flæðir músíkin fram. Sigga situr álút, allur líkaminn einbeittur; hún er í sínum eigin heimi, í heimi fegurðar, gleði, ljóss og töfra. Ég bið þess heitt og vona að hún dvelji þar nú. Önnur minning nær í tíma leit- ar á: ég er nýflutt til Svíþjóðar og geng um miðbæ Stokkhólms með Siggu og litlu dóttur hennar. Við rekumst á kunningja þeirra og ég reyni að kynna mig, kann litla sænsku. Ég segist vera „vän- inna.“ Á heimleiðinni lítur Sigga á mig, tekur í hönd mína: hún er snortin af því að ég notaði orðið „väninna,“ því það táknar djúpa vináttu, og er ekki á hvers manns vörum. Síðan brosum við og varð- veitum vel og lengi þetta dásam- lega orð í hjörtum okkar. Margrét Gunnarsdóttir. Sigríður Helga Karlsdóttir Það var skrýtið að heyra að Júlli væri fallinn frá. Við höf- um verið í litlu sam- bandi í yfir 20 ár en það er samt sem áður margs að minnast frá þeim tíma sem leiðir okkar lágu saman. Júlli bjó á Brekkustígnum og ég á Þórustíg í Njarðvík. Ég flutti til Njarðvík- ur þegar ég var átta ára en þá kynntist mamma Eiríki stjúpföð- ur mínum og Júlli var litli bróðir hans. Júlli var einu ári yngri en ég. Lífið getur verið hverfult og tvær manneskjur sem eyddu miklum tíma saman sem börn, geta farið ólíkar leiðir í lífinu. Margar minningar um Júlla hafa leitað á mig undanfarið. Jólasveinarnir eru að gefa í skó- inn þessa daganna og þegar dótt- ir mín þriggja ára kíkti í skólinn sinn í morgun, rifjaðist upp fyrir mér þegar ég og Júlli settum skólinn út í glugga sem börn. Ég var nýflutt á Þórustíginn og einu skórnir sem voru uppi við voru kuldaskórnir mínir. Júlli var með fína spariskó sem hann setti stoltur í gluggann en þegar kom að því að ég setti kuldaskóinn minn í gluggann varð Júlli skyndilega ósáttur og fannst ekki ganga að minn skór var stærri, því þá myndi ég fá miklu meira í skóinn. Júlli gat verið kappsamur og haft sterkar skoðanir á hlut- unum. Ég á Júlla margt að þakka og það er vegna hans sem ég kynnt- ist manninum mínum en við höf- um verið saman síðan á unglings- árum. Ég ætla ekki að fara nánar út í það en það er algjörlega Júlla að þakka og er ég honum ævin- lega þakklát. Júlli var afar stoltur af því að hafa komið okkur saman og ég man eftir því að hann spurði mig einu sinni í einlægni hvort við gætum hugsað okkur að skíra frumburðinn okkar í höfuð- ið á honum, sem við reyndar gerðum ekki, en ég man vel eftir þessu augnabliki og hugsa til þess með hlýju. Júlíus Sverrir Sverrisson ✝ Júlíus SverrirSverrisson fæddist 17. maí 1977. Hann lést 11. desember 2016. Útförin fór fram 22. desember 2016. Leiðir okkar Júlla skildu þegar við vor- um unglingar og eins og með sumt fólk í lífinu þá var það bara þannig, ekkert sem var ákveðið heldur gerðist það bara. Við fórum ólík- ar leiðir, ég átti snemma barn og fór í skóla en Júlli valdi sér aðra leið. Ég fékk alltaf fregnir af Júlla í gegn- um Eirík stjúpföður og Brynju móður hans og ekki voru það alltaf góðar fréttir. Þegar ég heyrði að Júlli væri í endurhæfingu, vonaði ég innilega að hann myndi ná bata. Ég vona að Júlla líði betur þar sem hann er núna. Ég vil senda börnum hans Júlla samúð mína alla og allri fjölskyldu hans og þá sérstaklega Brynju og Sverri, foreldrum hans. Megi þau fá stuðning og styrk í sorg sinni. Sara Dögg Gylfadóttir. Þungar byrðar þú þurftir að bera Kæri vinur Kæri faðir, sonur og bróðir Enginn ætti að ganga einn í sálarmyrkri Enginn ætti að bera einn sorgir og ósigra Þú kaust, kæri vinur, að taka völdin Eftir sitjum við í tómarúmi, sorg og vantrú Við sem ekkert vissum Við sem ekkert sáum Við sem ekkert heyrðum Upptekin af eigin lífi Þú kaust að hverfa til annarra heima Þar sem engar byrðar bíða Þar sem ríkir kyrrð og friður Þar sem þú færð tækifæri til að líta til baka Sjá að þú gerðir margt gott Sjá að þú skiptir máli Sjá að þú hafðir áhrif Eftir sitjum við og vonum að þú sjáir okkur Við sem hefðum deilt byrðum þínum Ósigrum þínum og sundrungu Rétt fram hjálparhönd Við sem eftir sitjum fjölskylda þín og þínir sönnu vinir. Björn Símonarson. Fallinn er ljúfur drengur af illvígum sjúkdómi. Okkar kynni hófust árið 1967 þegar við vorum ungir og ákafir menn við að tryggja kjaraleg réttindi félagamanna VR. Við áttum báðir sæti í trún- aðarmannaráði félagsins og tók- um hlutverk okkar mjög alvar- lega. Síðar urðum við samstarfsfélagar og áttum auk þess sameiginlegt áhugamál sem var hestamennska. Reynir var næmur og góður hestamaður og helgaði nánast allan sinn frítíma hestamennsku. Þegar hann lauk starfsferli sínum fluttust þau hjónin, Reynir og Inga, að Mið- engi í Grímsnesi, þar sem tveir synir þeirra búa með fjölskyld- um sínum. Þetta voru þau hjónin búin að ákveða með miklum fyr- irvara. Þar byggðu þau sér lítið Reynir Jósepsson ✝ Reynir Jóseps-son fæddist 31. október 1941. Hann lést 16. desember 2016. Útför Reynis fór fram 22. desember 2016. og notalegt hús. Á Miðengi var hann „bústjórinn“ og var ætíð fyrstur á fæt- ur og fyrstur til verka og oftast með síðustu mönnum heim, þetta var hans eðli og áhuga- mál. Áður fyrr áttum við saman hesthús í bænum, ásamt fleirum, meðal annarra Bjössa og Bensa, bændunum á Miðengi í dag og þar var oft glatt á hjalla, enda iðulega riðið út sam- an í lengri og skemmri ferðir. Þessi tími er okkur hjónum ógleymanlegur. Reynir var mik- ið snyrtimenni og gekk aldrei frá verki án þess að gengið væri frá öllu sem notað var, hvort sem var á vinnustað, í hesthúsi eða annars staðar. Við hjónin sendum Ingu og sonum þeirra, Hödda, Jonna og Bjössa, og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og biðjum góðan Guð að vaka yfir þeim og veita þeim frið. Minningin lifir. Kristjana og Pétur. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.