Morgunblaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016 Hjördís Þorgeirsdóttir, konrektor við Menntaskólann við Sund,á 60 ára afmæli í dag. „Þriðji í jólum er uppáhaldsdagurinnokkar hjónanna en við eigum núna 25 ára brúðkaupsafmæli, eða silfurbrúðkaup, og ætlum að hafa það huggulegt í sumarbústaðn- um og fara út að borða í Tryggvaskála á Selfossi í tilefni dagsins. Sumarbústaðurinn okkar er í Flóanum, ekki í neinu hverfi heldur stendur á sléttunni milli tveggja sveitabæja með gott útsýni til allra átta og sjáum við m.a. Ingólfsfjall, Jarlhettur, Heklu og Eyjafjalla- jökul. Ástæðan fyrir því að við ætlum að vera í rólegheitum er að við höf- um haldið stórar veislur á árinu, en ég varð doktor frá Háskóla Ís- lands og Háskólanum í Exeter og héldum upp á það bæði hér heima og á Englandi. Við komum síðan heim á morgun til að undirbúa stóra veislu á gamlársdag fyrir afkomendur mömmu og systur hennar.“ Jólin eru ávallt með hefðbundnu sniði hjá Hjördísi. „Við förum allt- af í messu í Hallgrímskirkju klukkan 6 og höldum svo jólin heima með dóttur okkar. Síðan er farið í jólaboð til systur minnar á jóladag. Það verður þó ein hefð rofin, því ég er alltaf vön að halda jólaboð á annan í jólum.“ Hjördís var sjö ár að gera doktorsritgerðina í hlutanámi meðfram störfum sínum í MS. „Ritgerðin hefur því verið stór hluti af mínu lífi í langan tíma, en hún fjallar um starfendarannsóknir kennara Í MS sem eru mjög mikilvægar fyrir starfsþróun kennara.“ Hjördís byrjaði sjálf að kenna í MS árið 1989 og varð konrektor, eða aðstoðarskóla- meistari, árið 2002. Eiginmaður Hjördísar er Broddi Þorsteinsson, tæknifræðingur hjá Mílu. Dóttir þeirra er Elín Broddadóttir háskólanemi í þróunar- fræðum, og er sambýlismaður hennar Ármann Erlingsson. Stjúpson- ur Hjördísar er Þorsteinn Broddason hagfræðingur og hann er giftur, á tvö börn og býr í Noregi. Doktorsútskrift Broddi, Hjördís, Elín og Ármann í Exeter 12. júlí 2016. Á einnig 25 ára brúðkaupsafmæli Hjördís Þorgeirsdóttir er sextug í dag B jarni Felixson fæddist í Reykjavík 27.12. 1936 og ólst þar upp í Vesturbænum við Bræðraborgarstíginn. Hann var í Miðbæjarskólanum og Melaskóla, var í Gagnfræðaskól- anum við Hringbraut, lauk lands- prófi við Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar, lauk stúdentsprófi frá MR 1955 og stundaði nám í sagnfræði við HÍ 1955-57. Bjarni kenndi við Gagnfræða- skólann við Hringbraut 1955-57, var fulltrúi og síðar skrifstofu- stjóri í Hf Hamri 1957-73, var Bjarni Felixson, fyrrv. íþróttafréttam. og landsliðsm. – 80 ára Morgunblaðið/Golli Fjölskyldan Frá vinstri: Bjarni Felix, Ágústa, Aðalbjörg, Álfheiður, Bjarni Fel og Gísli Felix. Hið eina sanna Rauða ljón og KR-ingur alla tíð Úrslit í bikar Bjarni lýkur löngum og farsælum ferli hjá RÚV, árið 2009. Borgarnes Diljá Siv fæddist 19. nóvember 2015 kl. 11.00. Hún vó 3.630 g og var 51,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Eva Rós og Anton Ívar. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isÁrmúla 15, 108 Reykjavík Sími 515 0500 fasteignakaup@fasteignakaup.is fasteignakaup.is Fasteignasalinn þinn fylgir þér alla leið í söluferlinu, frá upphafi til enda Sirrý lögg. fasteignasali Erna Vals lögg. fasteignasali Íris Hall lögg. fasteignasali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.