Morgunblaðið - 27.12.2016, Síða 27

Morgunblaðið - 27.12.2016, Síða 27
umsjónarmaður ensku knatt- spyrnunnar í Sjónvarpinu og íþróttafréttamaður þar í hluta- starfi 1968-74 og jafnframt höf- undur fréttapistla um ensku knattspyrnuna í Morgunblaðinu. Hann var síðan íþróttafréttamað- ur hjá RÚV á árunum 1974-2009 og er reyndar einn kunnasti og vinsælasti íþróttaféttamaður í sögu íþróttafrétta, íþróttaskýr- inga og leiklýsinga hér á landi. Bjarni hefur alla tíð verið KR- ingur í húð og hár. Hann æfði frjálsar íþróttir með KR, ungur að árum, og var afreksmaður í hlaupum, æfði og keppti í knatt- spyrnu með félaginu, lék með meistaraflokki gullaldarliðs KR á árunum 1956-67, varð Íslands- meistari með meistaraflokki 1959, 1961, 1963, og 1965 og bikar- meistari með liðinu 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966 og 1967. Þá var hann landsliðsmaður í knatt- spyrnu eins og bræður hans, Hörður og Gunnar. Hann fékk viðurnefndið „Rauða ljónið“ á knattpyrnuvellinum sem hefur fylgt honum síðan, auk þess sem knattspyrnukráin á Eiðistorgi ber sama nafn, þessari knattspyrnu- kempu til heiðurs. Þá má geta þess að veitingahúsið Bjarni Fel er til húsa í Austurstræti. Bjarni sat í stjórn knattspyrnu- deildar KR og aðalstjórn KR á árunum 1960-75, var formaður knattspyrnudeildar 1975 og sat í stjórn KSÍ 1973 og 1974. Bjarni sat í stjórn og samninga- nefnd Verslunarmannafélags Reykjavíkur 1963-76, var formað- ur samninganefndar Starfs- mannafélags Sjónvarpsins 1976, sat í Þjóðhátíðarnefnd Reykjavík- ur um skeið og var formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Bjarni hefur verið sæmdur heiðursmerkjum og fengið viður- kenningar frá ÍSÍ, KSÍ, Frjáls- íþróttasambandi Íslands, Íþrótta- sambandi fatlaðra, Skáksambandi Íslands, Samtökum íþróttafrétta- manna og Alþjóðaólympíunefnd- inni. Hann var sæmdur heiðurs- krossi ÍSÍ árið 2013. Fjölskylda Bjarni kvæntist 3.6. 1962, eigin- konu sinni, Álfheiði Gísladóttur, f. 26.9. 1941, húsfreyju. Hún er dóttir Gísla Dagbjartssonar, f. í Syðri-Vík í Landbroti 29.9. 1908, d. 28.10. 2001, símamanns, og k.h., Aðalbjargar Zophoníasdótt- ur, f. á Bárðarstöðum í Loðmund- arfirði 7.4. 1918, d. 19.10. 2001, húsfreyju. Börn Bjarna og Álfheiðar eru 1) Gísli Felix, f. 18.10. 1962, kenn- ari á Selfossi en kona hans er Sigríður Árnadóttir og eru börn þeirra Árni Felix, f. 1993, og Sig- urbjörg Agla, f. 1998; 2) Bjarni Felix, f. 3.2. 1968, kvikmynda- gerðarmaður í Reykjavík og eru dætur hans Álfheiður, f. 1991, og Hildur Kristrún, f. 2000, en sonur Álfheiðar og Fannars Aðalsteins- sonar er Lían Felix, f. 2015; 3) Ágústa, f. 25.11. 1971, mannauðs- stjóri hjá Sjóvá, búsett í Garðabæ en maður hennar er Viðar Erl- ingsson verkfræðingur og eru synir þeirra Dagur Ingi, f. 2003, og Andri Felix, f. 2006 og Erla Björg, f. 2010, og 4) Aðalbjörg, f. 14.4. 1983, félagsráðgjafi, búsett í Reykjavík en maður hennar er Pálmi Freyr Bárðarson viðskipta- fræðingur og eru dætur þeirra Rakel Una, f. 2009, og Hrafnhild- ur, f. 2013. Bræður Bjarna eru Hörður Felixson, f. 25.10. 1931, fyrrv. skrifstofustjóri hjá Trygginga- miðstöðinni, búsettur á Seltjarn- arnesi, og Gunnar Felixson, f. 14.3. 1940, fyrrv. forstjóri Trygg- ingamiðstöðvarinnar hf. Foreldrar Bjarna voru Felix Pétursson, f. 7.2. 1900, d. 3.9. 1987, bókari í Hf Hamri, og k.h. Ágústa Bjarnadóttir, f. 2.8. 1900, d. 3.10. 1978. Felix og Ágústa bjuggu alla sína hjúskapartíð að Bræðraborgarstíg 4 í Reykjavík. Úr frændgarði Bjarna Felixsonar Bjarni Felixson Sigurður Sigurðsson b. í Ásmúla í Holtum, af Bergsætt Sigríður Sigurðardóttir húsfr. í Sandhólaferju og í Rvík Bjarni Filippusson b. í Sandhólaferju Ágústa Bjarnadóttir húsfr. í Rvík Filippus Jónsson b. í Sandhólaferju Guðjón Bjarnason brunavörður í Rvík Guðmundur Guðmunds- son kaup- maður og bæjarfulltr. í Rvík Ágúst Guðmunds- son verkam. í Rvík Svava Ágústsd. cand. phil. og húsfr. Sigurður Einarsson lögfr., forstj. Ísfélags Vestmannaeyja og form. bæjarráðs þar Ágúst Einarsson fyrrv. prófessor, rektor og alþm. Ólöf Einarsdóttir prófessor Ágúst Ólafur Ágústsson hagfr. og fyrrv. alþm. Margrét Jónsdóttir vinnukona í Eystri-Tungu í Landeyjum Felix Ásbjörnsson vinnum. á Stóru-Vatnsleysu Agnes Felixdóttir húsfr. í Vesturbæ Stóru- Vatnsleysu og í Hafnarfirði Pétur Jóakimsson sjóm. í Vesturbæ Stóru-Vatns- leysu og í Hafnarfirði Felix Pétursson bókari í Hamri hf. í Rvík Guðrún Erlendsdóttir húsfr. á Auðnum Jóakim Ámundason b. á Auðnum á Vatnsleysustr. Guðný Guðmundsdóttir húsfr. í Ásmúla Guðmundur Guðmundss. b. í Gröf í Ytri-Hreppi ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016 Annar í jólum 95 ára Sigríður Eiríksdóttir Sigurlaug Gísladóttir 90 ára Jófríður Halldóra Sveinsdóttir Margrét Guðbjartsdóttir Olgeir Kristjánsson 80 ára Birgir Jónsson Elsa Guðrún Friedlaender Elva Jóhannsdóttir Eyvör Friðriksdóttir Garðar Steingrímsson Grímur H. Leifsson Hilmar Rafn Sölvason Páll Jensson 75 ára Alda Þorvaldsdóttir Guðrún Jóhannesdóttir Sigrún Finnsdóttir 70 ára Bjarni Ásberg Karvelsson Björgvin Sveinsson Guðmundur Brandsson Hugljúf Hlín Sigurðardóttir Jón Kristinn Guðbjartsson Kristín Björg Helgadóttir Kristján Árnason Stefán Jónasson 60 ára Einar Haraldsson Emil Thoroddsen Erla Sigríður Sveinsdóttir Guðrún Sigurðardóttir Helga Sigurgeirsdóttir Jóhanna Sigríður Berndsen Kolbrún Jónsdóttir Ósk Gunnarsdóttir Ragnar Bjarnason Sigrún Hjaltadóttir Steinunn Árnadóttir Sæmundur Gíslason Tryggvi Tryggvason Örn Arngrímsson 50 ára Alina Król Ársæll Þorleifsson Ásdís Helgadóttir Bryndís Erna Jóhannsdóttir Fjölnir Þór Árnason Gunnar Ingi Gunnarsson Gunnar S. Valdimarsson Hólmfríður Hilmarsdóttir Ingunn Ása Bjarnadóttir Jakob Luu Jón Kristján Jacobsen Lilja Karoline Larsen Rikki Þór Valsson Sigurður Ragnar Kristinsson Þráinn L. Brynjólfsson 40 ára Daoprakai Saosim Harpa Lind Hilmarsdóttir Ólafur Guðni Sigurðsson Pétur Vatnar Pétursson Rakel Dögg Þorvarðardóttir Sveinn Geir Arnarsson 30 ára Anna Karen Þórisdóttir Anna Lilja Hallgrímsdóttir Anna Louise Ásgeirsdóttir Arnþór Bjarnason Beata Zuzanna Balos Christopher Mark Davies Guðjón Ármannsson Gunnar Freyr Gunnarsson Hörður Stefán Helgason Wojciech Bartosz Gwózdz Þórir Bergmann Daníelsson Þriðjudagur 95 ára Jóna Halldóra Bjarnadóttir Margrét Hannesdóttir 90 ára Gróa Björnsdóttir 85 ára Alda K. Vilhjálmsdóttir Guðrún Oddsdóttir 80 ára Bjarni Felixson Guðný Egilsdóttir Guðríður Bryndís Jónsdóttir Leifur Guðjónsson Marteinn Guðjónsson Sveinn B. Steingrímsson Sævald Pálsson 75 ára Brynjar Björgvinsson Ólafur Einarsson Sigurlaug Helgadóttir 70 ára Birgir Bjarnason Björn Jónsson Guðlaugur Hermannsson Jóna Lára Sigursteinsdóttir Sigrún Skarphéðinsdóttir 60 ára Árni Sigurjón Sveinbjörnsson Finnur Þór Haraldsson Hafdís Huld Haakansson Hjördís Þorgeirsdóttir Ingigerður Guðmundsdóttir Júlíus Ívarsson María Gréta Ólafsdóttir Ottó Hafliðason Ólafur Róbert Ingibjörnsson Rimantas Bartulis Runólfur Björn Gíslason Stefán Ólafsson 50 ára Áróra Gústafsdóttir Birnir S. Valdimarsson Bjarni Pálsson Dagný Hermannsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Ína Rúna Þorleifsdóttir Margrét Gunnarsdóttir Sigfinnur Þór Lúðvíksson Sigvaldi Hólmgeirsson Skúli Hermannsson Stefán Þór Sigurðsson Styrmir Gíslason 40 ára Arnar Geir Diego Ævarsson Áslaug Rán Einarsdóttir Doro Thoronka Eiríkur Kristjánsson Halldór Páll Jónsson Heiðar Örn Ólason Karl Newman Mirceta Golocevac Sigurður Þórarinsson Steindór Ingi Snorrason Þórarinn Egill Þórarinsson 30 ára Andri Buchholz Arna Jónsdóttir Hulda Berglind Árnadóttir Marinó Gunnarsson Ma Vanessa Gan Pétur Þór Haraldsson Rögnvaldur Árni Geirsson Sigurrós Hymer Telma Orellana Rojas Unnur Lilja Bjarnadóttir Til hamingju með daginn Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón  Vincent Jean Paul B. Drouin hefur varið doktorsritgerð sína við jarðvís- indadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Mælingar jarðskorpu- hreyfinga með gervitunglum og túlk- un þeirra: Áhrif árstíðabundinna farg- breytinga, flekarek og ferli í rótum eldfjalla og jarðhitasvæða. (Constra- ints on deformation processes in Ice- land from space geodesy: seasonal load variations, plate spreading, volc- anoes and geothermal fields). Leið- beinendur eru dr. Freysteinn Sig- mundsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans og dr. Sigrún Hreinsdóttir, jarðeðlisfræð- ingur, GNS Science, Nýja-Sjálandi. Í ritgerðinni eru kynntar niður- stöður mælinga á jarðskorpuhreyf- ingum og túlkun þeirra. Notaðar eru tvær tegundir landmælinga sem byggja á notkun gervitungla: GPS- landmælingar sem nýta merki frá gervitunglum Global Positioning Sys- tem kerfisins og InSAR bylgjuvíxl- mælingar úr ratsjárgervitunglum (interferometric analysis of synthetic aperture radar images). Árstíða- bundnar jarðskorpuhreyfingar voru metnar með 72 síritandi GPS mæli- stöðvum á Íslandi og þær bornar saman við líkan- reikninga af áhrif- um breytilegs fargs á yfirborði jarðar. Svörun jarðar hérlendis er óvenjumikil við fargbreytingum sem tengist lík- lega hinni sér- stöku jarðfræðilegu gerð landsins. Annar þáttur rannsókna snéri að af- lögunarferlum í Norðurgosbelti Ís- lands. Unnið var úr endurteknum ár- legum landmælingum á tímabilinu 2008-2014 og þær túlkaðar, en á þessu tímabili urðu engin kvikuinn- skot. Flekarek yfir gosbeltið nemur um 18 mm/ári og aðstæður eru góðar til að mæla það. Mælingar á 132 GPS- stöðvum sýna að aflögun vegna flekareks á sér að mestu stað yfir um 50 km breitt svæði sem teygist á jafnt og þétt. Jarðskorpuhreyfingar vegna ferla í jarðhitakerfum Kröflu og Bjarnarflags voru sérstaklega rann- sakaðar. Staðbundið hringlaga sig- svæði greinist við Kröflu, um 5 km í þvermál en í Bjarnarflagi er svæðið ílangt í stefnu sprungusveimsins og er um 4 km x 2 km að stærð. Vincent Drouin Vincent Drouin er fæddur 1989 í Frakklandi og ólst upp til 18 ára aldurs í þorpinu Vihiers. Hann stundaði nám í landmælingafræðum við École Supérieure de Géo- mètres et Topographes í Le Mans og lauk þar meistaragráðu. Í ágúst 2012 fluttist hann til Íslands og hóf doktorsnámið. Hann starfar nú sem nýdoktor við Raunvís- indastofnun Háskóla Íslands. Doktor Skútuvogur 1c, 104 Reykjavík | Sími 550 8500 | www.vv.is sjáu mst! Frískleg og hugvitsamleg hönnun, þau eru afar létt og þæginleg í notkun. Lýsing og rafhlöðuending er framúrskarandi. • Ljósstyrkur: 220 lm • Drægni: 130 m • Þyngd: 93 g • Endurhlaðanlegt • Vatnsvarið: IPX6 • Stillanlegur fókus og halli • Hvítt kraftmikið LED ljós og eitt rautt LED ljós sem hentar vel til að halda nætursjón Útsölustaðir: Ísleifur Jónson, Gangleri Outfitters, Reykjavík. Afreksvörur, Glæsibæ. Byko, Granda. Iðnaðarlausnir ehf, Kópavogi. Vélsmiðjan Þristur, Ísafirði. Straumrás, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.