Morgunblaðið - 27.12.2016, Síða 36

Morgunblaðið - 27.12.2016, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 362. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Fannst liggjandi uppi í rúmi 2. Madonna og Elton John minnast 3. Á bensínstöð á jólunum 4. George Michael látinn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Jazzkvöld verður á Kex Hosteli við Skúlagötu í kvöld þriðjudag með kvartett Sölva Kolbeinssonar. Þeir munu flytja uppáhalds-jazzstand- arda. Sölvi stundar nú framhaldsnám í Berlín. Hefst kl 20:30 og er ókeypis. Kvartett Sölva Kolbeinssonar á Kex  Magni Ásgeirs og félagar hans í Killer Queen ætla að spila og syngja öll bestu lög hljómsveitarinnar Queen, á Græna hattinum á Akur- eyri í kvöld kl. 22. Dæmi um lög sem verða tekin fyrir eru Dońt stop me now, Killer Queen, We will rock you, Radio Gaga, Sombody to love og We are the champions. Aldurstak- mark er 18 ár og miðar fást á midi.is. Killer Queen á Græna hattinum í kvöld  Íslenskir tónlistarnemar sem stunda nám í útlöndum halda tón- leika í Hannesarholti milli jóla og ný- árs. Á morgun miðvikudag verða tvennir tónleikar, kl. 17 kemur fram Rannveig Marta Sarc sem er á þriðja ári í bakkalárnámi við The Juilliard School í New York. Kl. 20 koma fram Magnús Hallur Jónsson óperu- sönvari og Bjarni Frí- mann Bjarnason pí- anóleikari og flytja þýskar óperettur og Kino-lög. Íslenskir farfuglar í Hannesarholti Á miðvikudag Suðvestanhvassviðri eða -stormur og éljagangur, en þurrt að kalla á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 1 til 5 stig. Á fimmtudag Sunnanhvassviðri eða -stormur með rigningu eða slyddu og hlýnar í bili. Hægari og þurrt að mestu norðaustan til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG 20-28 m/s um landið NV-vert og víða hvass- ir vindstrengir við fjöll. Talsverð rigning S- og V- til. VEÐUR Chelsea styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildar- innar í knattspyrnu karla með 3:0-sigri sínum gegn Bournemouth í gær. Chelsea bætti þar af leið- andi félagsmet sitt í flest- um sigrum í deildinni í röð, en liðið hefur nú borið sigur úr býtum í síðustu 12 deild- arleikjum sínum. Hefur liðið haldið marki sínu hreinu í tíu af þessum tólf sigur- leikjum. »2 Enn hélt Chelsea markinu hreinu „Þeir eru að ég held á þeim stað sem þeir eiga að vera. Hafa átt mjög góða leiki en einnig slæma. Þeir hafa feng- ið mikið að spila og eru að bæta sig þótt þeir eigi enn ýmislegt ólært,“ segir Ragnar Óskarsson, aðstoðar- þjálfari Cesson Rennes, meðal ann- ars um frammistöðu Geirs og Guð- mundar Hólmars á fyrsta tímabili þeirra í atvinnumennsku. »2-3 Geir og Guðmundur í framför í Frakklandi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þegar snurvoðarbáturinn Aðalbjörg RE fer næst á sjó verður Albert Sig- tryggsson eftir í landi. „Það verða mikil viðbrigði en ég finn mér eitt- hvað að gera,“ segir hásetinn og kokkurinn, sem hefur stigið ölduna í um hálfa öld. „Ég var fyrst ráðinn í afleysingapláss haustið 1967 og hef verið að síðan,“ segir hann. Héðinn ÞH var gerður út á síld frá Hafnarfirði og þegar menn vildu komast í frí haustið 1967 var kallað á Albert á Húsavík. „Þetta var afla- hæsta síldarskipið og ég stökk til,“ rifjar hann upp. Um áramótin fór hann til Bóba, Kristbjörns Árnason- ar, skipstjóra á Örfirisey RE, og var hjá honum á síld og loðnu í um tvö ár, en síðan voru þeir saman, aðallega á loðnu, á Sigurði RE í 15 ár. „Eftir það vann ég í landi í þrjú ár en hef verið á Aðalbjörgunum tveimur und- anfarin 25 ár.“ Þegar Albert hugsar til baka segir hann að vinnan hafi gengið fyrir öllu. „Þetta voru svakalegar útiverur á loðnunni í norðursjónum og þegar ég hugsa til þess er óskiljanlegt hvernig maður gat verið svona lengi í burtu frjá fjölskyldunni. Ég fór að heiman að hausti og kom svo kannski ekki aftur til Húsavíkur fyrr en næsta vor nema hvað farið var heim í jólafrí.“ Hann segir að það hafi líka oft verið erfitt á sumarloðnunni, ekki síst þeg- ar menn hafi komið inn til þess að landa í 20 stiga hita og heyrt fréttir af landsmönnum að baða sig í sól heima og erlendis. „Einangrunin var oft mikil,“ áréttar hann. Feðgarnir saman á sjó Sigtryggur, sonur Alberts, er skipstjóri á Aðalbjörgu og Arnar, yngri sonurinn, hefur verið með þeim undanfarin ár. „Það hefur verið frábært að eiga þessar samveru- stundir úti á sjó, að vera með drengj- unum á hverjum degi,“ segir Albert, en Atli Þór, þriðji sonurinn, rekur pítsustaðinn Italiano Pizzeria. Undanfarin ár hafa skipverjarnir á Aðalbjörginni eingöngu verið á snur- voð. Albert segir að miklar vökur hafi fylgt starfinu, ekki síst á loðnunni á árum áður. „Þetta tekur stundum á,“ segir hann og leggur áherslu á að aðalatriðið sé að veið- arnar gangi vel. „En maður er oft lurkum laminn eftir langar tarnir.“ Hann bendir á að á liðnu sumri hafi þeir oft staðið 17 til 18 tíma. „Þá vor- um við á sólkola og hann er seinunn- inn.“ Albert hefur aldrei lent í háska úti á sjó. „Tvisvar hafa menn flækst í veiðarfærum og farið í sjóinn. Fyrst gerðist þetta þegar ég var á litlum báti norður í Skjálfanda og síðan þegar við vorum að veiða makríl á Sigurði við Afríku. Þetta blessaðist í bæði skiptin.“ Núna er ekki róið og Albert segist ekki enn finna fyrir því að hann sé hættur. „Ég átta mig á þessu þegar veiðarnar byrja aftur en þá fer ég að huga að golfinu. Ég spilaði golf á laugardögum í Mosfellsbænum allt haust og fer í golfferð til Spánar í apríl. Félagsskapurinn er góður og útiveran og gangan gera mér gott. Golf á sumrin hljómar vel og svo finn ég eitthvað að gera á veturna.“ Löngu tarnirnar eru að baki  Albert Sigtryggsson kominn í land eftir að hafa stigið ölduna í hálfa öld Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhöfnin á Aðalbjörgu RE Sigtryggur skipstjóri, Albert háseti, Arnar kokkur, Eiríkur Þorleifsson stýrimaður og Davíð Þór Einarsson vélstjóri. Einbeiting Albert og Eiríkur draga inn voðina á Aðalbjörgu. ,,Þetta er búið að vera mjög skrítinn tími hjá Esbjerg. Við fengum nýjan þjálfara (Colin Todd) til okkar viku fyrir mót í fyrra og við náðum að bjarga okkur frá falli með nokkrum góðum úrslitum. Það tók sinn tíma fyrir hann að púsla lið- inu saman og svo gerðist það á dög- unum að hann var látinn fara. Í of- análag hefur mikið geng- ið á hjá fé- laginu,“ segir Guðlaugur Victor Páls- son meðal annars í spjalli við Morgunblaðið í dag. »1 Mjög skrítinn tími hjá Esbjerg að sögn Victors

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.