Fréttablaðið - 25.03.2017, Page 6

Fréttablaðið - 25.03.2017, Page 6
Metsölulisti Eymundsson Handbækur 14 .3 . – 2 0 .3 .2 0 171. Metsölulisti Eymundsson Handbækur 14 .3 . – 2 0 .3 .2 0 172. Metsölulisti Eymundsson Handbækur 14 .3 . – 2 0 .3 .2 0 173. MIKILVÆG MÁLEFNI – MERKILEGAR BÆKUR www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsins | F i sk islóð 39 viðskipti Lækningavörufyrir- tækið Kerecis hefur tryggt samstarf við PolyMedics Innovation (PMI), bandarískt-þýskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum til meðhöndl- unar á brunasárum. Ný vara Ker- ecis, Omega3 Burn, verður á grunni samningsins seld í Bandaríkjunum, en sölunet PMI nær til 36 landa. „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur en með þessu erum við komin með tvær vörur sem seldar eru í gegnum tvö sölukerfi í Banda- ríkjunum. Sáravöruna fyrir þrálát sár sem við höfum verið að selja síðan í ársbyrjun 2016 með eigin sölu- mönnum og umboðssölumönnum og svo þessa nýju vöru sem seld verð- ur gegnum sérhæft söluteymi Poly- Medics til brunasáradeilda sjúkra- húsa vítt og breitt um Bandaríkin,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjóns- son, framkvæmdastjóri Kerecis. Haustið 2014 samdi ísfirska Ker- ecis við rannsóknarstofnanir banda- rískra varnarmálayfirvalda. Vörur Kerecis eru úr þorskroði. Sá samn- ingur laut að rannsóknum á tækni Kerecis til að meðhöndla alvarleg brunasár. Lítur varan nú dagsins ljós. „Nú í upphafi nær samstarfið aðeins til Bandaríkjanna. Það er líklegt að við munum víkka út samstarfið til fleiri markaða,“ segir Guðmundur Fertram. Markaður fyrir brunavörur í Bandaríkjunum var jafnvirði tæplega 80 milljarða íslenskra króna árið 2016. „Markmið okkar er að ná fimm prósenta markaðshlutdeild á næstu fimm árum.“ Varan [Kerecis Omega3 Burn] byggir á sama grunni og vara Ker- ecis fyrir þrálát sár [Kerecis Omega 3 Wound]. Unnið hefur verið að mark- aðssetningu nýju vörunnar í tvö ár í samstarfi við íslenska og erlenda sérfræðinga. Þar á meðal er Tilrauna- stöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands, Rannsóknarmiðstöð banda- ríska sjóhersins og Sárarannsóknar- setur bandaríska landhersins. „Til viðbótar því að loka sárum hraðar og minnka sársauka benda rannsóknir okkar til að öramyndun sé minni þegar sáraroðið er notað, og þar af leiðandi verði minni vanda- mál með skerðingu á hreyfigetu,“ segir Guðmundur Fertram. Lengi hefur besta meðhöndlun alvarlegra brunasára verið talin skinnágræðsla þar sem húð er flutt af einum stað líkamans á annan. Aðrar vörur til meðhöndlunar brunasára eru gjafahúð af svínum eða húð látins fólks. Gjafahúð fylgir sýkingarhætta sem kallar á flóknar vinnsluaðferðir. Engin smithætta er á milli þorsks og manna og því eru öll innihaldsefni þorskroðsins varð- veitt í vörur Kerecis og hefur verið sýnt fram á í fjölmörgum klínískum rannsóknum að virknin verður því betri. svavar@frettabladid.is Stefna á 5% hlut af Bandaríkjamarkaði Kerecis hefur gert samning um sölu á nýrri vöru til meðhöndlunar á brunasárum á Bandaríkjamarkaði. Fyrirtækið stefnir á 5 prósenta hlut af 80 milljarða króna markaði innan fimm ára. Sölunet samstarfsaðila Kerecis spannar 36 þjóðlönd sem litið er til á næstu árum. Flýja heimili sín Maður flytur börn og eigur sínar á kerru út úr íröksku borginni Mósúl. Hörð orrusta írakska hersins gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu hefur staðið yfir undanfarið en írakski herinn reynir nú að ná borginni á sitt vald. Fjöldi borgara hefur flúið heimili sín. nordicphotos/AFp Til viðbótar því að loka sárum hraðar og minnka sársauka benda rannsóknir okkar til að öramyndun sé minni þegar sáraroðið er notað. Guðmundur Fert- ram Sigurjónsson, framkvæmda- stjóri Kerecis Leiðrétting Í Fréttablaðinu í gær sagði að einungis ein kona hefði fengið réttindi hæstaréttarlögmanns á síðustu tólf mánuðum. Samkvæmt upplýsingum frá Lögmannafélaginu voru konurnar fleiri. Ekki fæst þó gefið upp hversu margar þær voru. Misskilningurinn byggðist á því að konum með hrl. réttindi fjölgaði í heild um eina milli ára en lögmenn geta lagt inn réttindi sín og því voru fleiri en ein sem fengu réttindi. LögregLumáL Fangaverði á Litla- Hrauni, sem talinn er hafa farið langt fram úr meðalhófi er beita þurfti fanga valdi í upphafi árs, hefur verið vikið frá störfum. Þrír aðrir fangaverðir eru grunaðir um að hafa hylmt yfir með honum og kunna að eiga yfir höfði sér refs- ingu. Málið er rannsakað sem sakamál. „Ég get staðfest að upp hafi komið mál í fangelsinu sem er þess eðlis að stofnunin taldi rétt að tilkynna það til lögreglu. Það gerðum við um leið og málið kom upp á mánudaginn síðasta,“ segir Páll Winkel fangelsis- málastjóri. Halldór Valur Pálsson, forstöðu- maður fangelsisins á Litla-Hrauni, vildi hins vegar ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun valdbeiting fanga- varðarins hafa að mjög miklu leyti verið andleg og særandi og verið niðurlægjandi fyrir fangann. – sa Rannsókn á fangaverði 2 5 . m a r s 2 0 1 7 L a u g a r D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 2 5 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 8 5 -1 D B 0 1 C 8 5 -1 C 7 4 1 C 8 5 -1 B 3 8 1 C 8 5 -1 9 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.