Fréttablaðið - 25.03.2017, Síða 12

Fréttablaðið - 25.03.2017, Síða 12
Efnahagsmál „Þetta kemur ekki á óvart og þetta er rétt skilið hjá meginþorra fólks myndi ég ætla. En þetta voru náttúrlega bara síðustu skrefin,“ segir Breki Karlsson, for- stöðumaður Stofnunar um fjár- málalæsi. Helmingur þeirra sem afstöðu taka í skoðanakönnun Frétta- blaðsins, Stöðvar 2 og Vísis telur að afnám fjármagnshafta hafi engin áhrif fyrir þá og fjármál þeirra. Rúmlega 30 prósent telja það hafa mjög lítil eða lítil áhrif. Einungis rúm 20 prósent telja afnám hafta hafa mikil eða mjög mikil áhrif. Hinn 12. mars síðastliðinn var tilkynnt að höft yrðu afnumin að fullu tveimur dögum seinna. Í til- kynningu vegna ákvörðunarinnar sagði að fjármagnsflæði að og frá landinu yrði nú gefið frjálst og ein- staklingar, fyrirtæki og lífeyrissjóðir geti fjárfest erlendis án takmarkana. „Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir lífeyrissjóði sem þurfa að dreifa áhættu af fjárfestingum sínum,“ sagði í tilkynningunni. Á þeim tíma var helst óttast að breytingarnar myndu hafa þau áhrif að gengi krónunnar myndi snarlækka með tilheyrandi verð- hækkunum á innfluttum vörum. Það hefur ekki gengið eftir, en evran var þó fjórum krónum dýrari í gær en hún var 12. mars. „Þessi síðustu skref sem voru tekin um daginn hafa svo sem engin bein áhrif á hið almenna heimili,“ segir Breki Karlsson. Hins vegar séu óbeinu áhrifin þau að væntingar ættu að standa til þess að vaxtakjör ríkisins batni. Þá muni Seðlabanki Evrópu hugsanlega skrá krónuna aftur sem gjaldmiðil sem hann hafi ekki gert síðan í desember 2008. Við það muni tiltrú á krónuna aukast. „Ó b e i n t h e f u r þ a ð þv í áhrif á heimilin,“ segir hann. Breki segir breytinguna sem varð um síðustu áramót hafa haft mun meiri áhrif á almenning „Þegar fólki var gefin heimild til að versla með gjaldmiðil,“ útskýrir Breki og bendir á að í raun hafi verið stigin nokkur skref við haftaafnámið og þau verið þannig að almenningur hafi varla tekið eftir þeim. „Það er frábært og þýðir að vel hefur tekist til og að þau hafa ekki haft óeðlileg áhrif á gengi krónu umfram venjulegar sveiflur,“ segir Breki. Hringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 20. og 21. mars. Svar- hlutfallið var 63,7 prósent. Þátttak- endur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða áhrif telurðu að afnám fjármagns- hafta muni hafa fyrir þig og þín fjármál? Alls tóku 64 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningar- innar, 33 prósent sögðust óákveðin og 3 prósent svöruðu ekki spurn- ingunni. jonhakon@frettabladid.is Flestir telja að afnám hafta snerti þá ekki Helmingur svarenda í nýrri könnun telur afnám fjármagnshafta engin áhrif hafa á sig. Rúm 30 prósent telja áhrifin lítil eða mjög lítil. Ekki óvænt, segir forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Þessi síðustu skref sem voru tekin um daginn hafa svo sem engin bein áhrif á hið almenna heimili. Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi Eigum til á lager ítalskt skrautjárn sem hentar í handrið o.. Getum einnig sérpantað smíðajárn. ÍTALSKT SMÍÐAJÁRN Ingi@jarnprydi.is | Gsm: 822 1717 Volvo atvinnutækjasvið Brimborg ReykjavíkBíldshöfða 6 • Sími 515 7000 Hrafn • Beinn sími 515 7174 hrafnv@brimborg.is Við eigum til glæsilegar nýjar og notaðar Volvo hópferðabifreiðar til sölu sem hægt er að afhenda með skömmum fyrirvara. Volvobus.is STUTTUR AFHENDINGARTÍMI Á HÓPFERÐABIFREIÐUM Volvo rútur_stuttur afhendingartími_3x12_20170323_draft2.indd 1 23/03/2017 13:04 Skipholti 50b • 105 Reykjavík • Sími 569 0900 Fax 569 0909 • lifbank@lifbank.is • www.lifbank.is Ársfundur Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl næstkomandi kl. 17.00. Fundurinn verður haldinn á Icelandair Hotel Reykjaví k Natura, Þingsal 2-3. Dagskrá: 1. 2. 3. Venjuleg störf ársfundar skv. 6. gr. samþykkta sjóðsins Tillaga sjóðfélaga til breytinga á 2. gr. samþykkta Önnur mál Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna Tillaga til breytinga á samþykktum Lífeyrissjóðs banka- manna liggur frammi á skrifstofu sjóðsins að Skipholti 50b. Einnig má nálgast tillöguna og allar nánari upplýsingar á vef sjóðsins www.lifbank.is ✿ Viðhorf til afnáms haftanna samfélag Viðhaldsvinna og upp- bygging á Ásmundarsal við Freyju- götu 41 er hafin. Opna á húsið form- lega vorið 2018. Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnús- dóttir keyptu húsið og borguðu fyrir það 168 milljónir. Áður var Listasafn ASÍ með starfsemi þar í um árabil. „Okkur langar til að það verði líf í húsinu á meðan á framkvæmdum stendur og kynnum því til leiks Ásmundarsal í endurnýjun,“ segir Aðalheiður. „Við stefnum að því að vera með uppákomur og sýningar í húsinu. Eins verður hægt að koma hér við. Fólk getur þá fylgst með framkvæmdum og upplifað eitthvað skemmtilegt á sama tíma. Sýningargestir gætu þurft að vera með öryggishjálma á næstu mán- uðum,“ segir hún og hlær. Fyrstu sýningar voru opnaðar á HönnunarMars, á fimmtudag. – bb Framkvæmdir hafnar við Ásmundarsal 48,5% 5, 90 % 14 ,7% 16% 15% Hvaða áhrif telurðu að afnám fjármagnshafta muni hafa fyrir þig og þín fjármál? n Mjög mikil n Mikil n Lítil n Mjög lítil n Engin 2 5 . m a r s 2 0 1 7 l a U g a r D a g U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 5 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 8 5 -1 8 C 0 1 C 8 5 -1 7 8 4 1 C 8 5 -1 6 4 8 1 C 8 5 -1 5 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.