Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2017, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 25.03.2017, Qupperneq 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Árið 1992 lýsti bandaríski stjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama yfir „endalokum sögunnar“. Fukuyama trúði því að hugmyndafræðilegri þróun mannkynsins væri lokið. Við fall Sovétríkjanna og lok kalda stríðsins var endapunktinum náð. Hið eina rétta stjórnarfar, hið vestræna lýðræði, hafði í anda náttúru- vals Darwins orðið ofan á og bolað burt óæðri stjórnar- háttum, svo sem harðstjórn, einræði og kommúnisma. Fáum okkur te „Í gær var reynt, með hryðjuverki, að þagga niður í lýð- ræðinu,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er hún ávarpaði breska þingið daginn eftir hryðjuverka- árásina við þinghúsið í vikunni. „En í dag komum við hér saman eins og aðra daga – eins og kynslóðirnar á undan okkur gerðu og eins og komandi kynslóðir munu gera – til að segja: Við látum ekki hræðast … Því við vitum að lýð- ræðið og þau gildi sem því fylgja munu alltaf verða ofan á.“ Sem Lundúnabúi get ég vottað staðfestu samborgara minna. Lífið gengur sinn vanagang og fólk sendir ódæðis- mönnunum fingurinn. „Allir hryðjuverkamenn eru vinsamlegast minntir á að þetta er London,“ stendur nú á skilti í einni neðanjarðarlestastöðinni: „Sama upp á hverju þið takið munum við einfaldlega fá okkur te og halda okkar striki. Bestu þakkir.“ Ekkert fær haggað lýðræðinu. Eða hvað? Tíu árum eftir að Fukuyama skrifaði metsölubók um hamingjurík endalok sögunnar leit önnur metsölubók dagsins ljós. Árið 2002 urðu hugleiðingar tvídjakkaklædds stjórnmálafræðings sem hélt því fram að mannkynið væri „vopnaframleiðandi dýr haldið óþrjótandi drápsþorsta“ óvæntur sumarsmellur í Bretlandi. Í bókinni Straw Dogs: Thoughts on Humans and Other Animals færir John Gray rök fyrir því að framþróun mannkynsins sé aðeins goð- sögn. Þótt framþróun sé staðreynd þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekking og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – er það ekki svo þegar um er að ræða mannlegt samfélag, siðferði og stjórnmál. Þar hverfist þróun mannsins í hringi. Það sem þykir siðferðilega rangt einn daginn getur þótt í fínu lagi þann næsta. Sem dæmi er ekki langt síðan pyntingar þóttu glópska fortíðar. En nú tíðkast þær aftur hjá rót- grónum lýðræðisríkjum. Einlægur ákafi Nokkrum dögum eftir að hryðjuverkamaður réðst að lýðræðinu í London trúum við því flest sem hér búum að fátt fái stjórnarfarinu haggað. Því lýðræðið „og þau gildi sem því fylgja,“ eins og May orðaði það, „munu alltaf verða ofan á.“ Lýðræðið er hið eina rétta ástand. Það eru sögulok. En einmitt í þessari blindu trú liggur hættan. Sagan sjálf sýnir að sögulok eru hvergi nærri. Fáir halda því til að mynda lengur fram að vestrænt lýðræði hafi verið næsta skref í þróun stjórnarhátta í Rússlandi við fall kommúnismans. Og það er með stuðningi fjöldans, leik- reglum lýðræðisins, sem Erdogan, forseti Tyrklands, reynir nú að veita lýðræði þar í landi náðarhögg. Lýðræðislega kjörinn forseti Bandaríkjanna er manna duglegastur við að grafa undan frjálslyndum gildum Vesturlanda. Og svo mætti lengi telja. Bandaríski blaðamaðurinn William Shirer varð frægur fyrir fréttaflutning sinn frá Þýskalandi á fjórða áratug síð- ustu aldar. Uppgangi nasismans lýsti hann svo: „Flestum Þjóðverjum, að mér virtist, stóð á sama þótt þeir væru smám saman sviptir frelsinu, þótt mikilfenglegri menn- ingu þeirra væri tortímt og í staðinn kæmi barbarismi. ... Þvert á móti virtust þeir styðja það af einlægum ákafa.“ Á eigin ábyrgð London, Brussel, Berlín, París, Nice. Um alla Evrópu ógna misindismenn lífi og limum saklausra borgara. Það er hræðilegt. Ömurlegt. En mesta ógn við lýðræðið við upphaf 21. aldar eru hins vegar ekki slíkir hrottar. Við stöndum þá af okkur. Helsta ógnin við lýðræðið í dag – og alla daga – er blind trú á goðsögnina um framþróun mannsins. Því lýðræði er hvorki náttúrulegt né óhjá- kvæmilegt ástand. Lýðræði er ekki örlög okkur sköpuð. Það er hvorki annarra náðarsamlegast að gefa okkur né annarra að taka. Það býr með okkur sjálfum og er á okkar eigin ábyrgð. Gleymum því ekki. Blind trúStríð gegn hryðjuverk- um virðist líklegra til að tryggja endurkjör en herör gegn offitu. Aðalfundur Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu Aðalfundur Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, verður haldinn miðvikudaginn 29. mars 2017, kl 19:30 í félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf • Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfsbjargar lsh • Önnur mál Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn Stjórnin Árásarmaður lagði til atlögu við breska þingið í Westminster í vikunni. Áður hafði maðurinn keyrt inn í þvögu gangandi fólks á Westminster-brú sem liggur að þinghúsinu. Fjögur fórnarlömb liggja í valnum og tugir eru sárir. Árásar- maðurinn ætlaði sér augljóslega inn í þinghúsið sjálft. Gríðarleg fréttaumfjöllun hefur verið um málið. Fréttastöðvar í Bretlandi og annars staðar lögðu önnur mál til hliðar og sýndu beint frá vettvangi atburða. Blöð og vefsíður voru undirlögð. Leiðtogar ríkja í öllum heimsins hornum kepptust við að votta Bretum samúð sína. Íslamska ríkið var snöggt til að lýsa ábyrgð á verknaðinum. Hryðjuverkaógnin hafði enn og aftur gert vart við sig svo um munaði í Evrópu. Breska lög- reglan lét ekki á sér standa að skilgreina verknaðinn sem hryðjuverk. Ef nánar er að gáð er hins vegar fín lína milli svo- kallaðra hryðjuverka og venjulegra glæpa. Sá sem verknaðinn framdi virðist ekki hafa verið sérlega trú- rækinn, eða að minnsta kosti ekki það sem kalla mætti öfgamúslima, hann reykti og drakk og hafði aðra lesti sem litnir eru hornauga meðal strangtrúaðra. Hann var heldur aldeilis ekki með hreint sakavottorð og hafði komist ítrekað í kast við lögin. Meðal þeirra glæpa sem hann hafði framið voru alvarlegar líkamsárásir. Var hann þá ótíndur glæpamaður eða hryðjuverkamaður? Við þetta má bæta að í stórborgum, eins og London, eru alvarlegir ofbeldisglæpir næstum daglegt brauð. Aðeins nokkrum dögum áður hafði óður maður myrt ungbarn og sært annað með hamri. Það atvik fékk ekki sambærilega athygli og það fá heldur ekki aðrir ofbeldisglæpir. Eftir situr að margfalt meiri líkur eru á því að stór- borgarbúi láti lífið af slysförum eða sökum lífsstíls- sjúkdóma en af völdum hryðjuverka eða glæpa. Stjórnmálamenn eru þó ekki mikið að vekja athygli á því á Twitter eða öðrum samskiptamiðlum. Stríð gegn hryðjuverkum virðist líklegra til að tryggja endurkjör en herör gegn offitu. Fjölmiðlar þurfa að horfa í eigin barm í þessum efnum. Þeir gefa svokölluðum hryðjuverkamönnum eftir sviðið. Þeir nærast á athyglinni og ná markmiði sínu, að dreifa hræðslu og hafa áhrif á daglegt líf fólks. Í Bretlandi á tímum Írska lýðveldishersins var farin sú leið að kalla hryðjuverkamenn á þeirra vegum ótínda glæpamenn. Flestir eru á því að vel hafi tekist að vinda ofan af samúð með málstað þeirra, enda heyra voðaverk af þeirra hálfu vonandi sögunni til. Með því að endurtaka í sífellu að árásarmenn eins og sá í London séu „íslamskir hryðjuverkamenn“ eða eitthvað í þá átt er óbeint verið að réttlæta verknaðinn og gefa í skyn að þeir vinni voðaverk í þágu einhvers málstaðar. Það gera þeir ekki. Hryðjuverkamenn eru ekkert annað en ótíndir glæpamenn og eiga að vera með- höndlaðir sem slíkir. Glæpamaður 2 5 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 2 5 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 8 4 -F 1 4 0 1 C 8 4 -F 0 0 4 1 C 8 4 -E E C 8 1 C 8 4 -E D 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.