Fréttablaðið - 25.03.2017, Side 26

Fréttablaðið - 25.03.2017, Side 26
www.apotekarinn.is - lægra verð Eyrnadropar við verk og bólgu Við eyrnaverk og bólgu í tengslum við miðeyrnabólgu • Hjálpar einnig við að fjarlægja eyrnamerg úr hlustinni • Hentar börnum • Gefið sem úði, auðvelt í notkun • 100% náttúruleg innihaldsefni • 15 ml glas Nýtt OTIKON_5x10-Apotekarinn copy.pdf 1 07/03/17 13:58 sem það tekst og það var þannig í minni fjölskyldu. Ég fann aldrei beint þennan jólaanda. Þegar ég fór svo að læra um Biblíuna komst ég að því að uppruni jólanna stangast á við það sem hann er sagður vera. Hann er sagður vera afmæli Jesú Krists en þetta er hátíð sem kemur frá heið- inni trú. Frá þeim sem trúðu á sólina og tunglið en ekki Guð og Jesú. Í sögu kristinnar trúar var á einhverjum tímapunkti alls konar trú blandað saman til að friða samfélag þess tíma. Þegar maður lærir svona mikið um Biblíuna og fer að bera virðingu fyrir trúnni þá vill maður að hlutirnir séu réttir og mér finnst persónulega ekki rétt að halda hátíð sem er sögð vera samkvæm Biblíunni en stangast á við það sem Biblían er í rauninni að kenna.“ Hið sama gildi um afmæli. „Afmæli er ekki kristin hátíð, og frum- kristnir menn héldu ekki þá hátíð. Í Biblíunni er aðeins tvisvar sinnum minnst á afmæli og í bæði skiptin voru kristnir menn teknir af lífi svo mér finnst það ekki viðeigandi að taka þátt í þeirri hátíð.“ Afstaða Votta Jehóva til samkynhneigðar „Fólk heldur að Vottar Jehóva séu með þvílíka fordóma en það er alls ekki. Fólk má lifa sínu lífi eins og það vill. Það hefur enginn rétt til að setja sig í eitthvert dómarasæti og halda að maður sé betri en einhver annar af því að maður lifir lífinu svona eða hinsegin. Samkynhneigðir eru fólk eins og hvert annað og eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og kærleik eins og allir aðrir,“ segir Linda um afstöðu Votta Jehóva til samkynhneigðar. Aftur á móti segir hún að samkyn- hneigð sé ekki samkvæm Biblíunni og því sé ekki hægt að vera með- limur í Vottum Jehóva ef maður er kominn út úr skápnum. „Samkvæmt Biblíunni var mannkynið skapað sem karl og kona saman. Okkur var einnig ætlað að vera fullkomin og lifa í fallegri paradís á jörð, en við erum auðvitað, á svo margan hátt, komin langt frá þessum uppruna bæði sem mannkyn og jörð. Samkynhneigð er því partur af ófullkomleika, eins og allir eru ófullkomnir. Samkyn- hneigðir eru ekkert ófullkomnari en annað fólk og ég hef kynnst mörgu yndislegu samkynhneigðu fólki en þegar maður boðar orð Guðs og finnst það vera góður leiðarvísir þá þarf maður að vera tilbúinn til þess að fylgja stöðlum Guðs eftir bestu getu.“ Mælt er með því að Vottar Jehóva eignist maka í sömu trú. „Biblían er skrifuð okkur til hagsbóta og þegar maður er með einhverjum sem er með sömu gildi og maður sjálfur þá gengur sambandið oft betur en annars. En þetta fer allt saman eftir frjálsum vilja þó Biblían mæli með því að vera með einhverjum af sömu trú. Það er auðveldar . Þegar Linda segist alltaf hafa haft sína barnatrú en verið dæmigerður íslenskur unglingur sem svaf af sér fermingarfræðsluna og fermdist fyrir pakkana. FréttAbLAðið/ViLheLm Linda Ósk segir að í Biblíunni sé mælt með því að halda sig frá blóði. „Þetta er mjög viðkvæmt umræðuefni. Oft er spurt hvort við viljum að börnin okkar deyi, en auðvitað vill það enginn og það vilja allir halda lífi og vilja það besta fyrir börnin sín. Okkur er kennt að bera mikla virðingu fyrir lífi. Það er að koma mikið í ljós í nýjustu rannsóknum að þessi mikla blóðgjöf sem verið hefur í læknavísindunum er ekki jafn sak- laus og talið hefur verið. Ef þú færð átta mismunandi blóðgjafir í þig þá færðu í raun átta mismunandi DNA í líkamann sem getur reynst erfitt fyrir hann að vinna úr. Í Dan- mörku kom nýlega tilkynning þar sem fólk, sem hafði fengið blóð- gjöf á ákveðnu tímabili, var beðið um að koma til skoðunar því það voru miklar líkur á að það hefði smitast af AIDS. Fólk hefur alveg jafn mikið dáið við það að fá blóð eins og ekki. Það er ekki jafn mikið talað um það í fjölmiðlum en ef maður kannar þetta vel kemur í ljós að mikið er um aukaverk- anir af blóðgjöf. Það hefur orðið ákveðin vakning í læknavísindum að undanförnum árum varðandi þetta málefni.“ Fréttablaðið bar þessar full- yrðingar undir Tómas Guðbjarts- son, yfirlækni á Landspítalanum. Hann segir allt gert til að koma til móts við kröfur Votta Jehóva. „Það er engin spurning að blóðgjafir al- mennt eru lífsbjargandi á hverjum degi. Við gætum ekki framkvæmt þær opnu hjartaaðgerðir sem við erum að gera án þess að hafa blóð. Ég hef sjálfur gert að áverkum á fólki á Íslandi þar sem hefur þurft næstum 50 lítra af blóði. En við skurðlæknar eru meðvitaðir um óskir Votta Jehóva. Þeir eru flestir tilbúnir að tengjast hjarta- og lungnavél, sem er fyllt með vökva sem er í alls konar efni en ekki blóð. Í þeim aðgerðum er reynt allt til að halda blóðtapi í skefjum. Það er gert samkomulag um það að ef blæðir mikið eftir aðgerðina þá sé ekki gefið blóð og þeir eru þá heldur til í að láta lífið eftir það. Þetta er auðvitað stressandi fyrir teymið og skurðlækninn en þetta er samt gert. En það er samt rétt sem hún segir að blóð er í raun vefur úr annarri manneskju. Það eru rannsóknir sem sýna að þetta bælir aðeins ónæmiskerfið. Það er ekki æskilegt að gefa neinum blóð nema hann þurfi þess. Ég og mitt rannsóknarteymi höfum stundað miklar rannsóknir á hvernig við getum dregið úr þeim, en þær eru engu að síður algjörlega nauðsyn- legur hluti af okkar vopnum til að fleyta sjúklingum í gegnum stórar aðgerðir.“ Myndi hafna blóðgjöf Þegar Þú skírist sem Vottur JehóVa Þá ertu að taka á Þig ákVeðna ábyrgð og segJa að Þér Þyki bibl- ían innihalda bestu gildin og Þú VilJir gera Þitt besta til að fylgJa Þeim. ef Þú síðan ákVeður að fara á móti ÞVí Þá getur Þú ekki Verið Vottur JehóVa leng- ur. Þetta er pínu eins og að sækJa um Vinnu í banka. Þá Þarf að fylgJa reglum og stefnu bankans. fólk giftir sig og sækir blessun frá Guði þá er gott að hafa í huga að hann er búinn að setja ákveðinn leiðarvísi um hvernig hjónabandið virkar best og í Biblíunni eru tól til þess að hjálpa fólki að stuðla að góðu hjónabandi. Það getur samt auðvitað margt komið upp en það er betra að fólk reyni að vinna í sambandinu í stað þess að hlaupa frá því eins og er mjög algengt í dag.“ Hún segist hafa hrifist af því hversu mörg sterk pör séu innan safnaðarins, samanborið við mörg brotin sambönd í kringum sig áður. „Það að vera Vottur Jehóva finnst mér vera mikill heiður. Maður er að bera nafn þess æðsta í heiminum, Jehóva (Jehóva er nafn Guðs sem tekið hefur verið úr flestum Biblíu- þýðingum síðustu aldar). Maður er í raun eins og fulltrúi Guðs, þess sem skapaði allt og er yfir öllu. Ég hélt að ég myndi aldrei verða Vottur Jehóva en þegar maður hefur öðlast þá þekkingu sem er að finna í Biblí- unni þá langar mann að verða það á endanum. Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun.“ visir.is Lengri útgáfa er á Vísi. 2 5 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r26 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 2 5 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 8 5 -3 6 6 0 1 C 8 5 -3 5 2 4 1 C 8 5 -3 3 E 8 1 C 8 5 -3 2 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.