Fréttablaðið - 25.03.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.03.2017, Blaðsíða 28
María býr í fjöl-s k y l d u v æ n u hverfi í Reykja-vík. Út um stofu-gluggann sést grunnskólinn sem sonur hennar gengur í. Þar fyrir neðan er leikskólinn sem hann gekk í áður. Veggir stofunnar eru prýddar ljósmyndum. Flestar eru þær af syni hennar og stórum viðburðum í lífi hans. Skírn, ferming, afmæli og sigrar á fótboltamótum. María er sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samninginn á að full- gilda fyrir árslok. Í samningnum er meðal annars kveðið á um rétt fatl- aðra til fjölskyldulífs. Maríu langaði alltaf til þess að verða móðir. „Flestar konur upplifa þessar tilfinningar og mig langaði eins og margar aðrar konur að eign- ast börn og verða móðir.“ María varð barnshafandi árið 2002, þá rúmlega þrítug. Hún upp- lifði blendnar tilfinningar á með- göngunni. „Fjölskyldan studdi vel við bakið á mér. Einnig fólk sem þekkti mig vel, það stóð með mér og studdi mig. En svo var fólk sem þekkti mig minna, vissi minna um getu mína, sem var með fordóma í minn garð.“ Eftir að sonur hennar fæddist barst barnaverndaryfirvöldum bréf um að María væri ekki hæf vegna þroska- leysis og heilsufars. „Sem betur fer þá gerðu barnaverndaryfirvöld ekkert í þessu. Ég var með það góðan stuðn- ing að það var ekki tilefni til þess að hafa þessar áhyggjur.“ María naut góðs stuðnings fyrstu æviár sonarins. „Ég naut margs konar stuðnings. Hann fólst til dæmis í því að benda mér á ýmislegt, varðandi snuð, pela, að skipta á barninu og baða það. Þetta skipti allt máli. Seinni árin hefur stuðningurinn snúist um aga, nám, félagslíf, matarvenjur og að gera eitthvað skemmtilegt saman. Ég er líka heppin varðandi skólann og finn fyrir stuðningi og skilningi. Ég hef reyndar verið með gott fag- fólk með mér í liði sem hefur komið með mér á fundi í skólanum. Sonur minn nýtur stuðnings þroskaþjálfa inni á heimilinu sem hjálpar honum með námið síðustu ár og hann hefur stundum komið með á fundi í skól- anum. Það gengur vel,“ segir hún. María þekkir fleiri mæður með þroskahömlun og segir reynslu þeirra misjafna. „Auðvitað er reynsl- an upp og ofan, eins og hjá öðru fólki. Ég tek eftir því að fólk vantar oft stuðning. Það þarf að vera skilningur á því að þegar um seinfæra foreldra er að ræða þarf að vera langtíma- stuðningur.“ Sonur hennar er að komast á unglingsár. Það leggst vel í Maríu. „Honum gengur prýðilega. Auðvitað gengur hann í gegnum skapsveiflur eins og önnur börn en mér hefur fundist ganga vel að takast á við upp- eldið.“ Sonur hennar er heilbrigður með lítils háttar frávik. „Hann á alla mögu- leika,“ segir María. „Það voru engir möguleikar fyrir mig þegar ég var ung. Það var enginn stuðningur að Vildi alltaf verða móðir María segir mestu máli skipta að vera til staðar. „Veita ást, hlýju og viðurkenningu. Það þarf að hugsa vel um allt sem eru stórar stundir.“ Fréttablaðið/SteFán Maríu Hreiðarsdótt- ur hefur vegnað vel í uppeldishlutverkinu. Hún er seinfær móðir og segist hafa notið góðs stuðnings. Mar- ía vill meiri umræðu um ófrjósemisað- gerðir á þroskaskert- um og réttindi þeirra til fjölskyldulífs. ráði í barnaskóla, sem gerði það að verkum að maður átti enga mögu- leika. Þetta er allt annað í dag. “ María segir mestu máli skipta að vera til staðar. „Það skiptir mestu máli að vera til staðar, veita ást og hlýju og viðurkenningu. Það þarf að hugsa vel um allt sem eru stórar stundir í lífi barnsins sem maður vill að takist vel. Að búa til góðar minn- ingar er mikilvægt. Mér finnst líka mikilvægt að börn séu í íþróttum og tómstundum. Sonur minn er í fót- bolta og hefur aðeins verið að æfa skák upp á síðkastið.“ Þegar hún lítur til baka segist hún viss um að þeir fáu sem hafi haft for- dóma fyrir henni sem foreldri hafi skipt um skoðun. „Ég man sérstak- lega eftir einni sem viðurkenndi að hún hefði haft rangt fyrir sér.“ Hún nefnir að fagfólk á spítalanum hafi sýnt að það hafi ekki búist við því að hún eignaðist annað barn. Hún upplifir engin sárindi vegna þessa lengur. „Ég er ekki sár yfir neinu leng- ur. En það var ekki verið að búast við því að maður kæmi aftur. Það var ekki ætlast til þess að ég myndi eignast annað barn og því var komið til skila af fagfólki á spítalanum,“ segir María. Hún telur að fatlaðar konur eign- ist ekki börn vegna fordóma í sam- félaginu. Þá minnir hún á að enn eru framkvæmdar ófrjósemisaðgerðir á fötluðum konum án þess að þær séu fyllilega upplýstar um hvað í þeim felst. „Ófrjósemisaðgerðirnar eru framkvæmdar til þess að koma í veg fyrir að fatlaðar konur eignist börn. Sumir segja að það sé til þess að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi en það hefur verið sýnt fram á það að það er ekki leiðin til að koma í veg fyrir ofbeldi, að taka konur úr sam- bandi. Þessar aðgerðir eru stundum framkvæmdar án þess að konurnar hafi nægjanlegar upplýsingar um hvað þær þýða. Konurnar skilja ekki afleiðingarnar að fullu og það er auðvitað mjög slæmt. Að skilja ekki hvað er verið að gera við mann og að maður geti ekki átt börn eftir þessa aðgerð.“ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Það var ekki ætlast til Þess að ég myndi eign- ast annað barn og Því var komið til skila af fagfólki á spítalanum. 2 5 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r28 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 2 5 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 8 5 -2 2 A 0 1 C 8 5 -2 1 6 4 1 C 8 5 -2 0 2 8 1 C 8 5 -1 E E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.