Fréttablaðið - 25.03.2017, Side 29
Samfélagsábyrgð
og heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna
Velkomin á morgunverðarfund 30. mars nk.
Ný Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun
eru viðmið til að takast á við fjölþætt vandamál. Hvernig þau
verða uppfyllt er í höndum ríkja heims og mikilvægt að stjórn
völd, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar láti til sín taka.
Landsvirkjun mun leggja áherslu á þrjú af heimsmarkmiðunum
sem falla vel að áherslum fyrirtækisins; loftslagsmál, sjálfbæra
orkuvinnslu og jafnrétti. Á fundinum deilum við reynslu okkar
og leitum leiða til að skýra hvernig fyrirtæki geti breytt hnatt
rænum viðmiðum í raunverulegar aðgerðir.
Loftslagsmál - heimsmarkmið 13
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Jafnrétti kynjanna - heimsmarkmið 5
Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu
Sjálfbær orka - heimsmarkmið 7
Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs
Fundarstjóri: Stella Marta Jónsdóttir,
forstöðumaður verkefnastofu Landsvirkjunar
Hótel Reykjavík Natura
30. mars 2017
kl. 8:30-10:00 (morgunkaffi hefst kl. 8.00)
Við hvetjum fólk til að mæta á fundinn með
umhverfisvænum ferðamáta
Allir velkomnir
Skráning á www.landsvirkjun.is
Geta hnattræn viðmið orðið að
raunverulegum aðgerðum?
Virðing fyrir heimili
og fjölskyldu
Í samningi Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks er sér-
staklega vikið að fjölskyldulífi
þess.
1 Aðildarríkin skulu gera
árangursríkar og viðeigandi ráð-
stafanir í því skyni að uppræta
mismunun gagnvart fötluðu
fólki í öllum málum sem lúta
að hjónabandi, fjölskyldu, for-
eldrahlutverki og samböndum,
á sama hátt og gildir um aðra,
til þess að tryggja megi:
l að réttur alls fatlaðs fólks, sem
til þess hefur náð tilskildum
aldri, til að ganga í hjónaband
og stofna fjölskyldu, með
frjálsu og fullu samþykki hjóna-
efnanna, sé virtur,
l að réttur fatlaðs fólks til óheftr-
ar og ábyrgrar ákvarðanatöku
um fjölda barna og tíma milli
fæðinga og til að hafa aðgang,
þar sem tekið er tillit til aldurs,
að upplýsingum og fræðslu um
getnað og fjölskylduáætlanir
sé viðurkenndur og að því séu
tiltæk nauðsynleg ráð sem gera
því kleift að nýta sér þennan
rétt.
l að fatlað fólk, þ.m.t. börn, fái
haldið frjósemi sinni til jafns
við aðra.
Seinfærir foreldrar eru fyrst og fremst fólk og manneskjur,“ segir dr. Hanna Björg Sigurjóns-
dóttir, prófessor í fötlunarfræðum
við Háskóla Íslands. Hanna Björg
hefur í aldarfjórðung rannsakað líf
og aðstæður fjölskyldna þar sem for-
eldrar eru seinfærir . „Það eru engar
rannsóknir, mér vitanlega, sem hafa
sýnt fram á bein tengsl greindar og
hversu hæf við erum sem foreldrar.
Það er hins vegar mýta sem margir
trúa.
Margir halda að seinfærir foreldrar
séu allt öðruvísi en aðrir foreldrar,“
segir Hanna Björg og bendir á að sein-
færir foreldrar séu jafn misjafnir og
þeir eru margir. „Í öllum fjölskyldum
erum við misjafnlega sett með svo
margt. Það sem skiptir máli er hvert
stuðningsnetið er í kringum okkur,
hver reynslan er, hvað við þekkjum til
barna, hvernig hefur verið hugsað um
okkur. Það er svo margt sem skiptir
máli þegar kemur að færni okkar sem
foreldra.“
Hanna Björg segir að með fullgild-
ingu samnings Sameinuðu þjóðanna
sé gerð krafa um að við virðum rétt
fatlaðs fólks til fjölskyldulífs. Að barn
sé aldrei tekið af foreldrum sínum
einungis vegna fötlunar foreldris eða
barns. Samningurinn sé skýr að því
leyti.
Hér á landi er fjöldi seinfærra fjöl-
skyldna. Hanna Björg segir þó mikil-
vægt að hengja sig ekki í greiningar.
Stærsta vandamál seinfærra foreldra
séu fordómar og vantrú á hæfni þeirra
sem uppalenda. „Ég ítreka að það er
svo margt sem skiptir máli í færni
foreldra. Það er bara ekki klippt og
skorið. Eitt af því sem fólk hefur lýst
er að þegar það segir frá því hver staða
þess er, hver greiningin er, þá breytist
framkoman við það. Það er stutt í það
að fólk setji samasemmerki á milli
seinfærni og þess að vera vanhæfur
uppalandi,“ segir hún.
Hanna Björg segir að þeir sem veita
seinfærum fjölskyldum stuðning
verði að trúa á foreldrana og virða
tengsl foreldra og barns. „Stuðningur-
inn þarf að beinast bæði að fjölskyld-
unni sem heild og hverjum einstakl-
ingi í fjölskyldunni. Svo er mikilvægt
eins og María nefnir að stuðningur
sé reglulegur og veittur til langs tíma.
Þjónustan á líka að vera sveigjanleg og
foreldrar eiga að upplifa sig við stjórn.
Sumir þurfa mikinn stuðning, aðrir
minni. Margir eru mjög góðir for-
eldrar en þurfa mismikinn stuðning.
Fyrst og fremst manneskjur
Fyrst og fremst þurfa þeir sem eru
í stuðningshlutverki að hlusta og
koma ekki fram af dómhörku. Það
er mjög margt gott fólk sem er að
veita stuðning. Það á ekki að stjórna.
Það á að styðja. Ef við viljum að fólki
mistakist, þá tölum við í boðhætti.
Ef við komum inn með fordóma, þá
finnum við yfirleitt það sem staðfestir
fyrirframgefnar hugmyndir okkar.
Við þurfum að vera næm og horfa á
styrkleikana líka. Við erum flest með
þessar fyrirframgefnu hugmyndir um
hvernig foreldrar eiga að vera, hvað
þeir eiga að gera. Við þurfum eiginlega
að reyna að vera víðsýnni og virða fjöl-
breytileikann,“ segir Hanna Björg og
segir líklegt að íslenskt fjölskyldulíf sé
mun fjölbreyttara en margur heldur.
Hönnu Björgu þykir vænt um að
fylgjast með börnum seinfærra for-
eldra vaxa úr grasi. „Mér þykir mest
vænt um að sjá hversu sterk tengsl
eru á milli barna og foreldra í þessari
stöðu. Og að sjá að langflest barnanna
sem voru send í fóstur hafa komið til
baka, viljað taka upp samband við
foreldra sína.“ Hanna Björg Sigurjónsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands. fréttaBlaðið/gva
h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 29l A U g A R D A g U R 2 5 . m A R s 2 0 1 7
2
5
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
8
5
-1
3
D
0
1
C
8
5
-1
2
9
4
1
C
8
5
-1
1
5
8
1
C
8
5
-1
0
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
0
4
s
_
2
4
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K