Fréttablaðið - 25.03.2017, Side 36

Fréttablaðið - 25.03.2017, Side 36
Yesmine er mörgum að góðu kunn fyrir skemmtilega matreiðsluþætti en hún er einnig þekkt sem dansari og einka- þjálfari. Hún hefur gefið út nokkrar matreiðslubækur og er óhrædd við að takast á við nýjar áskoranir. „Ég er nýbyrjuð að vinna aftur sem einkaþjálfari í World Class í Smáralind og í Ögurhvarfi. Yfirleitt vinn ég mikið heima en mér finnst gott að byrja daginn á því að fara í World Class að kenna því hreyfing hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi. Þetta brýtur líka upp daginn hjá mér,“ segir Yesmine en henni líður best þegar hún hefur nóg að gera. Undanfarið hefur Yesmine fetað nýjar slóðir og unnið sem gesta- kokkur á mismunandi vinnu- stöðum. „Í síðustu viku var ég t.d. að elda hjá Ölgerðinni. Þetta er mjög skemmtilegt og mikil áskorun. Það eru líka forréttindi að fá að elda með flottum kokkum. Ég hef líka verið önnum kafin við að kenna fólki að elda og ekki haft mikinn tíma í annað. Þess vegna er gott að hafa einkaþjálfunina með, þetta er góð blanda. Það er líka frábært að fá að vinna við það sem maður hefur mest gaman af að gera,“ segir Yesmine en hún heldur reglulega námskeið í indverskri matreiðslu heima hjá sér. Henni finnst skemmtilegast að elda mat sem kemur fólki á óvart. „Það er svo gaman að leyfa fólki að smakka eitthvað nýtt og upplifa stemning- una sem er í kringum indverskan mat.“ Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Vörunúmer: 00501-0162 Í Danmörk kr 12.851* Í Svíþjóð kr 11.287* *Skv. Verðskrá Levi.com og gengistöflu Íslandsbanka 24.03.17 501 ORIGINAL KR. 11.990 Leví s Kringlunni – Leví s Smáralind – Leví s Glerártorgi Yesmine heldur matreiðslunám- skeið heima hjá sér. MYND/ANTON „Þetta byrjaði allt með því að ég skrifaði þrjár matreiðslubækur með áherslu á indverska matargerð.“ MYND/ANTON BRINK matarpartí eða bara elda góðan, sterkan mat fyrir fjölskylduna,“ segir hún og bætir við að best sé að tryggja sér pláss á námskeiði hjá sér í gegnum tix.is. Hrifin af „street food“ Yesmine fylgist vel með nýjum straumum og stefnum í matargerð, ekki síst þegar kemur að hollum réttum. Hún segist lengi hafa verið hrifin af svokölluðu „street food“ hvaðanæva úr heiminum og hún reyni að búa til hollari útfærslu á slíkum mat. Spurð hvort hún eldi dæmigerðan íslenskan mat, eins og ýsu og lambakjöt, skellir Yesmine upp úr. „Getur þú séð mig fyrir þér að elda ýsu? Nei, ég borða ekki ýsu því ég er alin upp í Svíþjóð og þar vandist ég þorski og laxi. Ég er hins vegar svo heppin að vera gift manni úr sveit, sem á fullt af lömbum, hænum og hestum hjá foreldrum sínum í sveitinni, svo að ég á alltaf lambakjöt, egg og fer í nokkrar góðar hestaferðir á hverju ári til að ná góðri jarðtengingu. Ég er mjög hrifin af íslenskum matar- hefðum þótt ég borði hvorki slátur né hákarl og maðurinn minn eldar oft kjötbollur og sunnudagslamba- lærið.“ Slakar best á heima Þegar Yesmine er ekki að vinna finnst henni gaman að fara á skíði, enda alin upp við það í Sví- þjóð. „Við fjölskyldan förum oft á hestbak og í veiði og þá höfum við alltaf nesti með okkur. Ég nenni ekki að fara neitt nema fá eitthvað gott að borða líka.“ Annars segist Yesmine vera heimakær og nýtur þess að slaka á heima hjá sér með manni og börnum. „Mér finnst gaman að elda góðan mat í góðra vina hópi og hlusta á skemmtilega tónlist. Ég þarf ekki meira en það.“ Gaman að borða góðan mat Innt eftir því hvers vegna hún hafi svona mikinn áhuga á mat segir Yesmine að það sé sennilega af því að henni finnist matur svo góður. „En ég valdi ekki að vinna með mat, maturinn valdi mig. Þetta byrjaði allt með því að ég skrifaði þrjár matreiðslubækur með áherslu á indverska matargerð. Í raun ætlaði ég aldrei að kenna matreiðslu eða vinna með mat,“ segir Yesmine. Hún leggur áherslu á að fólk skemmti sér vel við elda- mennskuna. „Mér finnst gaman að maturinn komi fólki ánægjulega á óvart og vona að námskeiðin verði til þess að fólk haldi áfram að elda indverskt. Þetta er ekki aðeins eldamennska heldur líka stemningin í kringum matinn. Ég kenni grunnatriði í indverskri matargerð sem kemur sér vel hvort sem fólk ætlar að halda indverskt 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . M A R S 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 5 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 8 5 -5 8 F 0 1 C 8 5 -5 7 B 4 1 C 8 5 -5 6 7 8 1 C 8 5 -5 5 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.