Fréttablaðið - 25.03.2017, Page 67

Fréttablaðið - 25.03.2017, Page 67
Salurinn okkar hentar einkar vel fyrir hvers kyns veislur, t.d. brúðkaup, afmæli, fermingarveislur, skírn- arveislur, erfidrykkjur og jafnvel ættarmót hafa verið haldin hér hjá okkur. Kristján Eysteinsson Næg bílastæði eru við safnaðarheimilið og Háteigskirkju. Kristján J. Eysteinsson, kirkjuhaldari Háteigskirkju, ásamt Birnu Birgisdóttur (t.v.), ritara Reykjavíkur- prófastsdæmis vestra, og Rannveigu Evu Karlsdóttur kirkjuverði. MYND/EYÞÓR Veislusalurinn er um 200 m² að flatarmáli og tekur 130 til 140 manns í sæti og um 180 manns í standandi viðburði. MYND/EYÞÓR Veislusalur Safnaðarheimilis Háteigskirkju í Reykjavík er einstaklega vel staðsettur, bjartur og fallegur og hentar fyrir flest öll tilefni. Salurinn, sem er á annarri hæð hússins, er um 200 m² að flatarmáli og tekur 130 til 140 manns í sæti og um 180 manns í standandi viðburði, að sögn Krist- jáns Eysteinssonar, kirkjuhaldara Háteigskirkju. „Salurinn okkar hentar einkar vel fyrir hvers kyns veislur, t.d. brúðkaup, afmæli, fermingarveislur, skírnarveislur, erfidrykkjur og jafnvel ættarmót hafa verið haldin hér hjá okkur. Fyrirtæki, félagasamtök og stofn- anir leigja hann líka fyrir árshátíðir og skemmtanir og einnig fyrir fundi og ráðstefnur. Leikskólar leigja salinn fyrir jólatrésskemmtanir og aðra viðburði. Auk þess er hann leigður af kórum eða öðru tón- listarfólki sem heldur tónleika í kirkjunni en notar salinn e.t.v. fyrir smá fagnað á eftir eða sem almenna aðstöðu.“ Einn stór kostur við salinn er að það er innangengt milli hans og kirkjunnar. „Safnaðarheimilið og kirkjan eru tengd með glergangi og er gangurinn oft nýttur fyrir mót- tökur í brúðkaupum og hægt er að opna dyr til að komast út á verönd sem snýr að garðinum. Einnig er hægt að ganga af svölum annarrar hæðar niður í garðinn milli safn- aðarheimilisins og kirkjunnar.“ Frábærlega staðsettur veislusalur og gott aðgengi Safnaðarheimili Háteigskirkju í Reykjavík býr yfir björtum og fallegum sal sem hentar undir fjölda- viðburði af öllum stærðum og gerðum. Salurinn er vel búinn tækjum og með mjög gott fram- reiðslueldhús. Sérstakur starfsmaður undirbýr allt fyrir leigutaka sem kemur að salnum tilbúnum.  Vel tækjum búinn Salurinn hefur fullkominn skjávarpa í lofti sem er tengdur við vandað hljóðkerfi með þráðlausum hljóð- nemum. „Einnig er píanó hér og hægt er að koma fyrir litlum hljóm- sveitum ef því er að skipta. Hljóð- kerfið er þó aðeins gert fyrir afspilun úr tækjum, t.d. tölvum, símum, iPad, iPod, geislaspilara eða til að flytja talað mál. Þráðlaus nettenging er í salnum.“ Fullkomið framreiðslueldhús er í salnum með kæliskáp, eldavél, blástursofni og hraðvirkri upp- þvottavél. „Í eldhúsinu er því hægt að taka á móti veisluföngum og undirbúa veislur á auðveldan hátt. Allur borðbúnaður er til staðar fyrir veislur af öllum stærðum.“ Í húsinu er einnig lyfta með nægu rými fyrir hjólastól auk þess sem snyrting með aðgengi fyrir fatlaða er á efri hæð hússins. Allt tilbúið Sérstakur starfsmaður hefur umsjón með öllum viðburðum í salnum að sögn Kristjáns. „Ef salurinn er bókaður þá sér viðkomandi um allan undirbúning, stillir salnum upp, dúkar borð og sér um þjónustu og framreiðslu í veislum og síðan allan frágang á eftir. Þannig getur leigutaki komið að salnum tilbúnum og veislan getur hafist. Fólk getur pantað veitingar hjá umsjónarfólki salarins eða komið með veisluföngin sjálft. Áfengi er ekki selt í salnum en fólki er heimilt koma með sín eigin vínföng.“ Safnaðarheimilið er við Háteigs- veg 27-29, 105 Reykjavík. Aðgengi að heimilinu er mjög gott og er fjöldi bílastæða við bæði heimilið og kirkjuna. Bókanir á salarleigu eru í síma 511 5400 eða á netfanginu hateigskirkja@hateigskirkja.is. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 2 5 . m a R S 2 0 1 7 2 5 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 8 5 -6 C B 0 1 C 8 5 -6 B 7 4 1 C 8 5 -6 A 3 8 1 C 8 5 -6 8 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.