Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2017, Qupperneq 100

Fréttablaðið - 25.03.2017, Qupperneq 100
heimskapítalista F innski kvikmyndaleik-stjórinn Aki Kaurismäki er löngu orðinn þekktur fyrir einstök efnistök enda margverðlaunaður fyrir verk sín. Árið 2012 hlaut hann tilnefningu til Óskars- verðlauna fyrir kvikmyndina The Man Without a Past en neitaði að mæta á afhendinguna í mótmæla- skyni við stríðsbrölt Bandaríkja- stjórnar en nýjasta mynd Kauris- mäki, The Other Side of Hope, færði honum Silfurbjörninn í Berlín fyrir bestu leikstjórnina. Þessi magnaða mynd er annar hluti af hafnar- borgaþríleik leikstjórans en fyrsta myndin, Le Havre, kom út árið 2011. The Other Side of Hope segir frá farandsölumanninum og pókerspil- aranum Wikström sem festir kaup á niðurníddum veitingastað og skýtur þar skjólshúsi yfir sýrlenska flóttamanninn Khaled og með þeim tekst óvenjulegur vinskapur. Rétt eins og í Le Havre eru málefni flóttamanna Kaurismäki hugleikin og hann segir að á því sé líka ein- föld skýring. „Þegar ég byrjaði að skrifa þessa mynd streymdu 30.000 flóttamenn til Finnlands á sex mán- uðum, venjulega eru þeir um 1.500 á ári, og það var mjög áhugavert að fylgjast með viðbrögðum bæði fólksins í landinu og stjórnvalda við þessum mikla straumi. Fólkið sjálft brást í raun vel við, með stöku undantekningum, en á sama tíma virtust stjórnvöld keppast við að finna afsökun til þess að vísa flótta- fólkinu burt. Þessa þversögn á milli finnsku þjóðarinnar annars vegar og stjórn- valda hins vegar fannst mér ég ekki geta sýnt án þess að blanda saman kómedíu og tragedíu og þess vegna er þessi mynd eins og hún er. Flóttamannavandinn er mikil- vægasta úrlausnarefnið sem Evr- ópa stendur frammi fyrir í dag og þess vegna sneri þetta þema úr Öll völd eru í höndum nafnlausra Aki Kaurismäki segir að flótta­ mannavandi Evrópu hafi í raun tekið yfir hafnarborga­ þríleikinn. Ekki sála, Ekki Einu sinni ég, vill Eyða tíma í að horfa á pólitískar kEnnslu- stundir. slíkt væri óbærilEga lEiðinlEgt. Fatamerkið Inklaw hefur að mestu haldið til á internetinu með ágætis árangri en nú um helgina verður á því viss breyting. Þeir hafa fundið sér pláss í raunheimum og munu opna svokallaða pop-up verslun í húsa- kynnum Cintamani á Bankastræti á sunnudaginn, en verslunin mun standa þar opin í óákveðinn tíma. Í boði verður fatnaður úr glænýrri línu Inklaw sem verður frumsýnd í dag, laugardag, á Reykjavík Fashion Festival í Hörpunni. „Þetta er í fyrsta sinn sem við erum sjálfir að möndla við fýsíska verslun. Við höfum alveg verið með vörur í takmörkuðu upplagi í versl- unum erlendis, en það hefur í raun ekki verið neitt neitt – við höfum ekki verið að stunda heildsölu, þannig að þetta er frumraun okkar í henni,“ segir Anton Sigfússon en ásamt honum eru þeir Guðjón Geir Geirsson, Róbert Ómar Elmarsson og Christ opher Cannon mennirnir bak við merkið. „Þetta verður mjög dýnamískt pop-up hjá okkur – við byrjum að setja inn einhverjar vörur og breytum svo kannski vöruúrvalinu fljótt. Við ætlum að spila þetta svolítið eftir eyranu.“ Er Inklaw með opnun þessarar pop-up búðar að sá fyrsta fræinu að Inklaw verslun? „Við erum rosalega mikið online – en það gæti allt gerst. Við erum að prufa okkur áfram og við vitum eðlilega ekki hvernig þetta mun ganga enda höfum við ekkert til að miða við, þannig að það verður spennandi að sjá hvað gerist.“ Inklaw hefur að mestu selt vörur sínar erlendis – Bandaríkin, Bretland Þýskaland og Skandinavía hafa þar komið sterk inn. Salan hefur þó upp á síðkastið verið að aukast hér á landi, enda hafa þeir verið að fókusera á íslenska markaðinn síðustu misserin sem Anton segir hafa gengið afar vel. Bæði Cintamani og Inklaw sýna á RFF og upp úr þeirri samvinnu spratt hugmyndin um að Inklaw fengi pláss í versluninni. Anton segir þó að ekki megi búast við allsherjar úti- vistarlínu frá merkinu en bendir þó á að Inklaw hafi sent frá sér úlpur og annan fatnað til útivistar með tísku- spinni. Hverju má búast við í nýju línunni ykkar? „Við erum svolítið að taka merkið í gegn núna – allt sem hefur verið á síðunni okkar hingað til er að fara út og það kemur alveg nýtt stöff inn. Við erum í raun að fara yfir síðustu tvö ár og nýta okkur það besta frá þeim, ásamt nýjum hlutum og koma með nýtt „collection“ í kringum það.“ Anton vill ekki fara nánar út í smáatriði línunnar og það hvernig hún verði frábrugðin eldri línum Inklaw, fólk verði að mæta á sýning- una þeirra í Hörpunni klukkan átta á laugardaginn til að sjá það. Hann bendir þó á að sýnishorn megi finna í myndbandinu The Statement sem þeir félagar gáfu út nú fyrir stuttu og má nálgast á Facebook-síðu Inklaw. Myndbandið hefur fengið um 90 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað og því má segja að það sé spenna í loftinu fyrir nýjungum frá Inklaw. stefanthor@frettabladid.is í fyrsta sinn að möndla við fýsíska verslun Strákarnir í Inklaw hafa í auknum mæli verið að beina sjónum sínum að Ís­ landsmarkaði með góðum árangri. FréttAblAðIð/StEFán við Erum í raun að fara yfir síðustu tvÖ ár og nýta okkur það bEsta frá þEim, ásamt nýjum hlutum og koma mEð nýtt „collEction“ í kringum það. Finnski kvikmyndaleikstjórinn aki kaurismäki hlaut Silfurbjörninn í Berlín fyrir besta leikstjórn á sinni nýjustu mynd, The Other Side of Hope, sem er sýnd í Bíói Paradís um þessar mundir. Le Havre aftur. Og þess vegna er hafnar borgaþríleikurinn sem ég ætlaði að gera nú orðinn að þríleik um flóttafólk.“ Þrátt fyrir þessa þróun segir Aki Kaurismäki að kvikmyndir eigi aldrei að vera pólitískar – nema að það takist að dylja þá pólitík. „Ekki sála, ekki einu sinni ég, vill eyða tíma í að horfa pólitískar kennslu- stundir. Slíkt væri óbærilega leiðin- legt. Þess vegna nota ég kómedíuna sem miðil og þetta er eitthvað sem ég lærði af kvikmyndum Charles Chaplin. Nútíminn eftir Chaplin er kannski hvað besta dæmið því hún er í bæði einstaklega skemmtileg og hápólitísk í senn.“ En er þá hinn margfrægi stíll Kaurismäki, að nota hið talaða orð takmarkað og treysta fremur á hið sjónræna, þá tilkominn vegna þess- arar arfleifðar frá Chaplin? „Nei, ég held nú að þetta orðspor sem ég hef fyrir að nota díalóginn svona lítið sé reyndar tilkomið vegna mynda á borð við The Match Factory Girl og Juha en þetta eru undantekningar, bæði nýjasta myndin mín og Le Havre innihalda fullt af samtölum. Persónulega nýt ég þess best þegar samtöl eru notuð með svipuðum hætti og maður sér í verkum Ernsts Lubitsch, Prestons Sturges og How- ards Hawks. En sem kvikmyndagerðarmaður hef ég í raun alltaf haft þrjá stíla. Hálf-raunsæislegar tragikómedíur, óraunsæislegar kómi-tragedíur og svo auðvitað rokk og ról bíó- myndir. Af einhverri ástæðu virðist ég hafa einbeitt mér að fyrstnefndu gerðinni á þessari öld með myndum eins og Man without a Past, Lights in the Dusk og Le Havre. Ég veit ekki hvers vegna en ein ástæða gæti verið stöðugt vaxandi félagslegt óréttlæti í heiminum og sú staðreynd að öll völd eru að færast í hendur nafn- lausra heimskapítalista. Mínar myndir eru líkast til ákveðið við- bragð við því.“ magnus@frettabladid.is 2 5 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r60 L í f i ð ∙ f r É T T a B L a ð i ð Lífið 2 5 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 8 5 -1 8 C 0 1 C 8 5 -1 7 8 4 1 C 8 5 -1 6 4 8 1 C 8 5 -1 5 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.