Fréttablaðið - 06.02.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.02.2017, Blaðsíða 10
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Okkar ástkæri Birgir Pétursson verkfræðingur Sundabakka 8, Stykkishólmi, sem lést af slysförum 28. janúar sl, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 11. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Katrín Gísladóttir Pétur Kristinsson Kristinn Magnús Pétursson Dagbjört Ýr Kiesel Sigríður Þorvaldsdóttir Sigríður Erla Sturludóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Ragnar Guðmundsson Ásgarði 77, Reykjavík, lést 26. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á heimahlynningu Landspítalans. Elín Bergljót Björgvinsdóttir Björgvin Ragnarsson Steinunn Björk Ragnarsdóttir Árni Sigurðsson Hrafnhildur Ragnarsdóttir Valur Heiðar Sævarsson og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, Ágúst Frankel Jónasson Hagamel 41, Reykjavík, lést á Landspítalanum 30. janúar sl. Útförin fer fram í Fossvogskirkju, miðvikudaginn 8. febrúar kl. 15. Dagbjört K. Ágústsdóttir Jóhann Þorvaldsson Jónas I. Ágústsson Guðrún Gunnarsdóttir Unnur S. Ágústsdóttir Brynjólfur Björnsson Svala Ágústsdóttir Gunnar S. Bollason Harpa Hrönn Frankelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. , Á þessum degi fyrir 59 árum fórst flug nr. 609 frá British European Airwaves á flugbrautinni við flugvöllinn í München. Af þeim 44 farþegum sem voru um borð fórust 23. Um borð voru liðsmenn knattspyrnuliðsins Man­ chester United ásamt þjálfurum, starfsmönnum, blaða­ mönnum og öðru fylgdarliði. Vélin var á leiðinni heim til Englands frá Belgrad í Júgóslavíu þar sem liðið hafði leikið við Rauðu stjörnuna í Evrópukeppninni. Leikurinn í Belgrad endaði 3­3 og með því tryggði United sig áfram í undanúr­ slitin. Mikið slabb var á flugbrautinni sem torveldaði flug­ vélinni að taka á loft og gerði það að það verkum að hún rann út af flugbrautinni á miklum hraða og lenti á girðingu. Liðsmenn United á þessum árum gengu undir nafninu The Busby Babes, í höfuðið á þjálfara sínum, Matt Busby, vegna þess hve ungir margir þeirra voru. Sjö þessara leikmanna lét­ ustu samstundis í fluglsysinu og sá efnilegasti af þeim öllum, Duncan Edwards, lést af sárum sínum nokkrum vikum síðar. Tveir leikmenn til viðbótar lifðu af en léku aldrei aftur vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í slysinu. Matt Busby sjálfur var eitt ár að jafna sig af meiðslum sem hann hlaut. Hann tók svo aftur við liðinu og hóf að endur­ byggja það frá grunni. Sléttum tíu árum eftir slysið náði hann takmarki sínu þegar Manchester United vann Evrópubikarinn með kempur á borð við George Best og Denis Law innanborðs. Tveir leikmenn sem lyftu bikarnum árið 1968 voru um borð í vélinni í München, þeir Bobby Charlton og Bill Foulkes. Þ ETTA G E R ð i ST 6 . F E B RúA R 1 9 5 8 Flugslysið sem breytti knattspyrnusögunni Flug nr. 609 frá British European Airwaves á flugbrautinni. 1788 - Massachussetts verður sjötta ríkið til að staðfesta stjórnar- skrá Bandaríkjanna 1819 - Sir Thomas Raffles finnur Singapúr 1820 - 86 blökkumenn leggja af stað frá New York. Förinni er heitið til Líberíu þar sem þeir hyggjast stofna nýlendu. 1879 - Magnús Guðmundsson, þriðji forsætisráðherra Íslendinga, fæðist. 1911 - Ronald Reagan, fertugasti forseti Bandaríkjanna fæðist 1918 - Breskar konur sem hafa náð 30 ára aldri frá kosningarétt 1952 - Georg VI fellur frá, Elísabet II verður drottning 1996 - Boeing 757 vél hrapar við strendur Dóminíska lýðveldisisns.  189 farast Merkisatburðir Vinstrihreyfingin – grænt framboð var formlega stofnuð á þessum degi fyrir 18 árum, eða 6. febrúar árið 1999. Stein­ grímur J. Sigfússon, var einn af þeim sem kom að stofnun flokksins, og segir afmælisbarnið bera aldurinn vel og hann sjái ekki eftir einni sekúndu sem hefur farið í flokkinn. „Ég gæti ekki verið ánægðari þegar ég lít yfir þessi 18 ár og þó að mikið af kröftum mínum og tíma fari í flokkinn hef ég ekki séð eftir einni sekúndu,“ segir hann. Steingrímur segir að flokkurinn hafi orðið til á umrótatímum þegar reynt var að sameina þrjá flokka; Alþýðubanda­ lagið, Alþýðuflokkinn og Kvennalistann. „Það var stemning fyrir því að efla sam­ starf þarna á milli en ekki hversu langt það ætti að ganga. Það voru nokkur stór mál sem þessa flokka greindi á um, eins og utanríkismálin og að einhverju leyti um velferðarmálin. En með stofnun VG sameinuðust nokkrir straumar, umhverfisverndunarsinnar og óflokks­ bundið félagshyggjufólk.“ Upphaflega blés ekki byrlega fyrir flokkinn en smám saman fékk hann byr í seglin og þegar búið var að telja atkvæðin í maí var flokkurinn með 9,1 prósent og sex kjörna þingmenn. Voru tölurnar sagðar stórsigur fyrir flokkinn. „Þetta var prýðileg kosning og hreyf­ ingunni var vel tekið. Það var áhugi á að svona flokkur væri til. Framhaldið hefur síðan gengið glimrandi, í það heila tekið.“ Steingrímur segir að VG hafi haft afgerandi áhrif á mótun íslenskra stjórn­ mála frá því flokkurinn varð til. „Það er ekki hægt að segja annað en að afmælis­ barninu heilsist vel. Í fjölskyldu stjórn­ málaaflanna er flokkurinn þróttmikill og efnilegur unglingur sem líður vel. Við fengum fína kosningu síðast og gengur vel í könnunum. Flokkurinn ber aldurinn vel, hann er ótvírætt forystuafl til vinstri í íslenskum stjórnmálum og ber þann kyndil með myndugleik. Það voru margir með efa­ semdir í upphafi um að við kæmumst á þing en nú er svo komið að við erum annar stærsti flokkur landsins og for­ ystuafl til vinstri. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi farið fram úr björtustu vonum.“ benediktboas@365.is VG orðinn unglingur Vinstrihreyfingin – grænt framboð var stofnuð á þessum degi fyrir 18 árum. Steingrímur J. Sigfússon, segir að flokkurinn sé leiðandi afl á vinstri vængnum og beri aldurinn vel. Það er ekki hægt að segja annað en að afmælisbarninu heilsist vel. Í fjölskyldu stjórnmálaaflanna er flokkurinn þróttmikill og efnilegur unglingur sem líður vel. Frá þingflokksfundi VG í upphafi núverandi þings. Katrín Jakobsdóttir, er núverandi formaður flokksins. FréttABlAðið/Anton 6 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M Á N U D a G U r10 t í M a M ó t ∙ f r É t t a b L a ð i ð tÍmamót 0 6 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 A -5 D 8 4 1 C 2 A -5 C 4 8 1 C 2 A -5 B 0 C 1 C 2 A -5 9 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.