Fréttablaðið - 06.02.2017, Side 12

Fréttablaðið - 06.02.2017, Side 12
Magnaður Marcos Alonso fékk traustið hjá Conte Chelsea er áfram með níu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal um helgina. Fyrrum afgangsmaður úr knattspyrnu- akademíu Real Madrid er ein óvæntasta stjarna deildarinnar á tímabilinu en Marcos Alonso er eins og skapaður fyrir 3-4-3 leikkerfi Ítalans Antonio Conte. fótbolti Marcos Alonso skoraði sitt fjórða mark á tímabilinu í sigrinum gegn Arsenal á laugardaginn. Spán- verjinn öflugi hóf atvinnumanna- ferilinn hjá Real Madrid en var lítið í sviðsljósinu þar til Antonio Conte keypti hann frá Fiorentina í sumar. Alonso hefur slegið í gegn hjá Chelsea og verið lykilmaður í sigurgöngu liðsins á tímabilinu. Umdeilt mark Mark Alonso kom Chelsea á bragðið í toppslagnum gegn Arsenal. Hann var fyrstur að átta sig eftir að Diego Costa skallaði í þverslána og skall- aði frákastið í netið fram hjá Petr Cech. Margir vildu þó meina að markið hefði aldrei átt að standa þar sem Alonso fór með hendurnar á undan sér í skallaeinvígið gegn Hector Bellerin. Bellerin lá vankaður eftir og varð að fara af leikvelli. Á upp- tökum sást að Alonso fór með oln- bogann í Bellerin og Arsene Wenger sagði eftir leik að um hefði verið að ræða 100% brot. Markið stóð og lagði grunninn að 3-1 sigri Chelsea. Antonio Conte kom Alonso til varnar og sagði að það væri aldrei dæmt á álíka atvik á Englandi en viðurkenndi að mögu- lega hefði slíkt verið gert á Ítalíu. Fékk ekki tækifærið hjá Real Marcos Alonso kemur úr unglinga- starfi Real Madrid en hann var á mála hjá spænska stórveldinu frá níu ára aldri. Hann lék tvö tímabil með varaliði félagsins og kom einu sinni við sögu hjá aðalliðinu þegar Leikmaður helgarinnar Romelu Lukaku gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í 6-3 sigri Everton gegn Bournemouth á laugardaginn. Everton situr í 7.sæti deildarinnar og hefur ekki tapað deildarleik frá því fyrir jól. Það tók Lukaku ekki nema 30 sekúndur að opna markareikning- inn á Goodison Park. Hann skoraði þá með skoti úr teignum eftir samspil við Ross Barkley og bætti svo við öðru marki sínu á 29. mínútu þegar hann kom Everton í 3-0. Belginn sterki fullkomnaði fernuna með tveimur mörkum á tveimur mínútum undir lokin en Bournemouth hafði þá náð að minnka muninn í eitt mark. Með mörkunum fjórum er Lukaku nú markahæstur í deildinni með 16 mörk eftir 23 umferðir og hefur skorað marki meira en þeir Alexis Sanchez hjá Arsenal og Diego Costa hjá toppliði Chelsea. Þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem hinn 23 ára Lukaku skorar fjögur mörk í einum og sama leiknum en hann hefur tvisvar sinnum áður skorað þrennu í ensku úrvalsdeildinni, meðal annars í sigri Everton gegn Sunderland fyrr á tímabilinu. Stóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin Sigur Hull gegn Liverpool var bæði óvæntur og mikilvæg- ur. Liðið hefur tekið framförum undir stjórn Marco Silva og náð í fjögur stig í síðustu tveimur leikjum gegn Manchester United og Liverpool. Líkurnar á að liðið haldi sæti sínu í deildinni hafa aukist þó fram undan sé hörð fallbarátta. Hvað kom á óvart? Fyrir leikinn gegn Crystal Palace hafði Sunderland aðeins skorað fjögur mörk á úti- velli á tímabilinu. Strákarnir hans David Moyes tvöfölduðu þann fjölda á laugardaginn og unnu óvæntan 4-0 sigur. Liðin eru jöfn í tveimur neðstu sætum deildarinn- ar og í harðri fallbaráttu. Mestu vonbrigðin Liverpool hefur ekki enn þá unnið deildarleik á þessu ári og knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp sagði að frammistað- an í tapinu gegn Hull hefði verið óásættanleg. Endurkoma Sadio Mane í byrjunarliðið hafði lítið að segja og sóknarleikur liðsins, sem var frábær á fyrri hluta tímabilsins, er vart svipur hjá sjón. Manuel Pellegrini skipti honum inn á í uppbótartíma gegn Racing Santander árið 2010. Nokkrum mánuðum seinna samdi Alonso við Bolton Wanderers sem þá lék í ensku úrvalsdeildinni og féll með liðinu í Championship- deildina í maí 2012. Hann lék áfram með Bolton árið eftir og var valinn leikmaður ársins af stuðningsmönn- um tímabilið 2012-13. Um sumarið samdi Alonso við Fiorentina en Spánverjinn knái var þó mættur á ný í enska boltann í janúar 2014, í þetta sinn á láni hjá Sunderland. Hann lék 16 leiki fyrir Sunderland, þar á meðal í úrslitaleik deildarbikarsins í tapi gegn Manc- hester City. Eftir lánstímann hjá Sunderland vann Alonso sér sæti í liði Fiorent- ina og lék yfir 70 leiki með ítalska félaginu á síðustu tveimur tíma- bilum. Smellpassar í kerfi Conte Það kom nokkuð á óvart þegar Chelsea tilkynnti um kaupin á Marcos Alonso. Hann var keyptur á lokadegi félagaskiptagluggans á rúmar 20 milljónir punda og bjugg- ust flestir við að hlutverk hans yrði Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 24. umferðar 2016-17 Chelsea - Arsenal 3-1 1-0 Marcos Alonso (13.), 2-0 Eden Hazard (53.), 3-0 Cesc Fàbregas (85.), 3-1 Olivier Giroud (90.+1). West Brom - Stoke 1-0 1-0 James Morrison (6.) Hull - Liverpool 0-2 1-0 N’Diaye (44.), 2-0 Oumar Niasse (84.) Everton - Bournemouth 6-3 1-0 Romelu Lukaku (1.), 2-0 James McCarthy (24.), 3-0 Lukaku (2.), 3-1 Joshua King (59.), 3-2 King (70.), 4-2 Lukaku (83.), 5-2 Lukaku (84.), 5-3 Arter (90.), 6-3 Ross Barkley (90.). Watford - Burnley 2-1 1-0 Troy Deeney (10.), 2-0 M’baye Niang (45.), 2-1 Ashley Barnes (78.).) Cry. Palace - Sunderland 0-4 0-1 Lamine Koné (9.), 0-2 N’Dong (43.), 0-3 Jermain Defoe (45.) 0-4 Defoe (45.). Southampt. - West Ham 1-3 1-0 Gabbiadini (12.), 1-1 Andy Carroll (14.), 1-2 Pedro Obiang (44.), 1-3 Mark Noble (52.), Tottenham - Middlesbr. 1-0 1-0 Harry Kane, víti (58.). Man. City - Swansea 2-1 1-0 Gabriel Jesus (11.), 1-1 Gylfi Þór Sigurðs- son (81.), 2-1 Gabriel Jesus (90.+2). Leicester - Man. United 0-3 0-1 Henrik Mkhitaryan (42.), 0-2 Zlatan Ibra- himovic (44.), 0-3 Juan Mata (49.). FÉLAG L U J T MÖRK S Chelsea 24 19 2 3 51-17 59 Tottenham 24 14 8 2 46-16 50 Man. City 24 15 4 5 49-29 49 Arsenal 24 14 5 5 52-28 47 Liverpool 24 13 7 4 52-30 46 Man. Utd 24 12 9 3 36-21 45 Everton 24 11 7 6 40-27 40 West Brom 24 10 6 8 32-29 36 West Ham 24 9 4 11 32-41 31 Watford 24 8 6 10 29-40 30 Stoke City 24 7 8 9 29-36 29 Burnley 24 9 2 13 26-35 29 Southampt. 24 7 6 11 24-31 27 Bournem. 24 7 5 12 35-47 26 Middlesbr. 24 4 9 11 19-27 21 Leicester 24 5 6 13 24-41 21 Swansea 24 6 3 15 29-54 21 Hull 24 5 5 14 22-47 20 Cry. Palace 24 5 4 15 32-45 19 Sunderland 24 5 4 15 24-42 19 Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum í Englandi Swansea City Gylfi Þór Sigurðsson Skoraði mark Swansea gegn Manchester City og jafnaði metin í 1-1. Markið var það áttunda hjá Gylfa fyrir Svanina í deildinni í vetur. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Lék allan leikinn fyrir Car- diff sem tapaði 1-0 gegn Norwich á heimavelli. Wolverhampton Wanderers Jón Daði Böðvarsson kom inn á 80. mínútu þegar Wolves beið lægri hlut gegn Burton Albion. Fulham Ragnar Sigurðsson var utan hóps þegar Fulham tapaði 1-0 gegn Birmingham á útivelli. Bristol City Hörður B. Magnússon var ekki í hópi Bristol City sem vann Rotherham 1-0. Marcos Alonso horfir hér á eftir boltanum fara í mark Arsenel en Spánverjnn hafði áður ýtt við Arsenal-manninum Hector Bellerin. Bellerin missti við það jafnvægið eins og sést á þessari mynd hér að ofan. Markið fékk að standa og Chelsea vann. NoRDiCPHoToS/GETTy Burnley Jóhann Berg Guðm. Var allan tímann á vara- mannabekknum í tapleik. Aston Villa Birkir Bjarnason Lék sinn annan leik fyrir Villa sem tapaði á útivelli gegn Nottingham Forest. Ísland á EM 2016 leikmenn og þjálfara myndir andlitsmyndir EM-hópur Evr- ópumót Frakkland 6 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M Á N U D a G U r12 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð 0 6 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 A -5 8 9 4 1 C 2 A -5 7 5 8 1 C 2 A -5 6 1 C 1 C 2 A -5 4 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.