SÍBS blaðið - 01.10.2001, Síða 6

SÍBS blaðið - 01.10.2001, Síða 6
6 ustumiðstöðvum aldraðra. Hér er um að ræða húshjálp af ýmsu tagi s.s. ræstingu, innkaup og útréttingar ofl. Í hverju heilsugæsluumdæmi skal starfa þjón- ustuhópur aldraðra, sem er: Vinnuhópur eða teymi, sem í eru læknir (öldrunarlæknir eða heimilislæknir) hjúkrunarfræðingur með þekk- ingu á öldrunarþjónustu, tveir fulltrúar skipaðir af sveitarstjórn, og skal annar vera félagsráð- gjafi, og einn fulltrúi frá samtökum eldri borg- ara á svæðinu (Lög nr 121, 1999 6.7.8.gr.). Þessi þjónustuhópur á að samhæfa heimaþjón- ustuna út frá þörfum hvers einstaklings og fylgjast með framkvæmd hennar. Þetta er mjög mikilvægt þar sem heimahjúkrun og heimilis- hjálp eru veitt af sinn hvorum aðilanum (heilsugæslu og þjónustumiðstöðvum) til að forðast tvíverknað og tryggja samfellda þjónustu, en samvinna þessara tveggja aðila er oft takmörkuð og tilviljanakennd. Vistunarmat Í lögunum um málefni aldraðra eru sérstök ákvæði um vistunarmat (15.gr). Samkvæmt því má enginn vistast til langdvalar á stofnun nema að undangengnu mati á vistunarþörf. Vistunarmat skal að jafnaði vera í höndum þjónustuhóps aldraðra í hverju heilsugæslu- umdæmi. Í Reykjavík er þetta mat í höndum sérstaks matshóps sem er samsettur á svipaðan hátt og þjónustuhóparnir. Sérstök reglugerð er um framkvæmd vistunarmats. Stofnanir fyrir aldraða Í 14. grein laganna um málefni aldraðra er að finna ákvæði um búnað stofnana fyrir aldraða (14.gr) sem eru taldar upp hér að framan. Á þessum stofnunum skal vera varsla allan sólarhringinn, öryggiskerfi í hverri íbúð og völ á fjölbreyttri þjónustu s.s. mat, þvotti, þrifum og tómstundastörfum, svo og læknishjálp og endurhæfingu, og hjúkrun. Á hjúkrunarheimilum skal vera sérstök aðstaða fyrir sjúklinga með heilabilun og sjúklingar skulu eiga kost á að hafa eigið herbergi. Að öðru leyti er ekki að finna staðla um stofn- anirnar svo sem stærð, mönnun eða hönnun. Öldrunarlækningar Öldrunarlækningar eru snar þáttur í öldrunar- þjónustunni og grípa inn á svo til alla þætti hennar. Öldrunarlækningar eru fremur ung sérgrein innan læknisfræðinnar og má flokka sem undirgrein lyflækninga, en hefur þá sér- stöðu (ásamt barnalækningum) að vera aldurs- tengd og þar af leiðandi nátengd þeim breyt- ingum sem eiga sér stað í líkamanum þegar hann eldist. Þannig breytist ekki bara ytra útlit mannsins við aldurinn, svipaðar breytingar eiga sér stað í flestum líffærum og vefjum líkamans. Starfsemi lífæranna breytist sem og viðbrögð þeirra við ýmiss konar áreiti bæði andlegu og líkamlegu. Varnarkerfi líkamans verða verr í stakk búin til að verjast sjúkdómum, sérstaklega sýkingum og krabbameinum. Þar tekur og lengri tíma að ná bata eftir erfið veikindi. Einkanlega eru sjúk- dómar tengdir bandvef líkamans og taugavef, algengari hjá öldruðum (liða-beina-hjartasjúk- dómar og heilabilun). Viðbrögð líkamans við lyfjum breytist með hækkandi aldri bæði hvað varðar frásog, niður- brot og útskilnað, og verða yfirleitt hægari og eru því lyfjaskammtar minni en hjá þeim sem yngri eru. Jafnvægi og viðbragðsflýtir hægir á sér, og sá aldraði bregst ekki jafn fljótt við ef hann hrasar, er því dettnari og stirðari. Þar sem bein verða yfirleitt stökkari með aldrinum eru beinbrot af völdum byltu algengari meðal gamalla, sérstaklega hjá konum. Flestir aldraðir hafa marga langvinna sjúkdóma í heilsufars- sögu sinni. Þetta gerir sjúkdómsgreiningu hjá þeim mun flóknari en hjá þeim yngri, sem etv. hafa aðeins einn sjúkdóm. Öldrunarlækningadeildir Tíðni sjúkdóma vex með hækkandi aldri. Um það bil helmingur þeirra sem leita á bráðamóttökur sjúkrahúsa er fólk yfir sjötugt. Þetta er svipað í öllum grannlöndum okkar. Orsakirnar eru oft margþættar t.d. fall, yfirlið oftast með beinbrot- um, samfall á hryggjarliðum, lærbeins- hálsbrot eða handleggsbrot, heilaáföll eða sýkingar t.d. lungnabólgur eða þvagfærasýkingar. Það er af mörgu að taka við sjúkdómsgrein- inguna. Oft eru það félagsleg vandamál, sem blandast inn í veikindin t.d. ef viðkomandi býr einn, og getur ekki séð um sig sjálfur. Algengt er að bráðarugl eða áttunarleysi fylgi slíkum bráðaveikindum og sýkingum, sem síðan lagast þegar veikindin ganga yfir. Öldrunarlækninga- deildir við bráðasjúkrahús voru fyrst stofnsettar í Bretlandi upp úr seinni heimstyrjöld og þar með öldrunarlækningar sem sérgrein innan læknisfræðinnar. Bretar hafa nú prófessorsstöður við alla læknaskóla sína og sama er að segja á Norðurlöndunum nema Íslandi, en hér hefur verið dósentsstaða um árabil. Öldrunar- lækningadeildirnar hafa stuðlað að áhuga vísindamanna á fyrirbærum ellinnar og hafa verið miðstöðvar rannsókna og aukinnar þekk- M ál e fn i al d ra › ra

x

SÍBS blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.