SÍBS blaðið - 01.10.2001, Side 13

SÍBS blaðið - 01.10.2001, Side 13
13 Inngangur Alzheimers sjúkdómur er hrörnunar- sjúkdómur í heila sem ekki kemur fram í öðrum líffærum og er algeng- asta ástæða þess sem kallað hefur verið heilabilun (dementia). Fyrstu einkenni sjúkdómsins koma oftast fram á efri árum þótt þekkt séu tilvik fyrir miðjan aldur og tíðni hans vex með aldrinum. Vegna sívaxandi fjölda aldraðs fólks og hækkandi hlutfalls þeirra meðal íbúa á Vestur- löndum fjölgar tilfellum sjúkdómsins. Greining sjúkdómsins byggist einkum á þeim einkennum sem hann veldur. Kjarnaeinkenni sjúkdómsins er minnistap, en það nægir ekki eitt út af fyrir sig fyrir sjúkdómsgreininguna. Önnur vitræn geta verður einnig að vera skert að einhverju marki svo sem mál, verklag, dóm- greind eða skynjun. Það er eðli sjúkdómsins að einkennin aukast jafnt og þétt og eftir því sem vindur fram fjölgar þeim. Það leiðir smám saman til lakari getu að bjarga sér sjálfur og því verða sjúklingar í æ ríkari mæli upp á aðra komnir. Þótt sjúkdómurinn sé ólæknandi er ýmislegt hægt að gera til að bæta færni og líðan einstaklinga með Alzheimers sjúkdóm. Orsakir Skilgreindar hafa verið tvær undirtegundir Alzheimers sjúkdóms á grundvelli aldurs þegar einkenni hans koma fram. Talað er um reskiglöp af Alzheimers gerð þegar einkenni byrja fyrir 65 ára aldur en elliglöp af Alzheimers gerð ef ein- kenni koma fram eftir 65 ára aldur. Ensk sam- svarandi heiti eru “presenile dementia of Alzheimers type” og “senile dementia of Alzheimers type”. Það er hins vegar rökréttara að miða við það hvernig einkennin birstast fremur en aldur en það vill svo til að það fer all vel saman. Þannig einkennast reskiglöp í tölu- verðum mæli af öðrum einkennum en minnistapi svo sem erfiðleikum við tjáningu (málstol) eða erfiðleikum við að framkvæma atriði sem áður voru auðveld (verkstol). Elliglöp einkennast hins vegar fyrst og fremst af minnistapi. Í ýmsum nágrannalöndum hafa allt að 10% tilvika reskiglapa verið rakin til erfða, en slíkt hefur ekki verið staðfest hér á landi. Um er að ræða stökkbreytingar í þremur genum og fram til dagsins í dag hafa fundist yfir 70 mismunandi afbrigði af þessum stökkbreytingum. Erfðir gegna einnig hlutverki sem orsök elliglapa af Alzheimer gerð, en þar eru ekki öll kurl komin til grafar. Vitað er um afbrigði af ákveðnu eggja- hvítuefni sem kallast apolipoprotein E-4 sem finnst í talsvert ríkari mæli meðal þeirra sem fá sjúkdóminn en annarra og er það í svipuðum mæli hér á landi sem annars staðar. Aðal áhættuþáttur sjúkdómsins er aldur og hefur verið reiknað út að algengi sjúkdómsins tvöfald- ist á hverjum 5 árum eftir 65 ára aldur. Aðrir áhættuþættir hafa verið skoðaðir en virðast hafa lítið sem ekkert vægi. Greining Þegar fyrir liggur að minnistap hefur verið að aukast um tíma og er farið að valda vandræðum og önnur vitræn geta virðist einnig vera skert er mjög líklega um þennan sjúkdóm að ræða. Rannsóknir beinast svo að því að sjá hvort einhver önnur skýring geti verið á einkennunum. Þegar einkenni eru orðin mjög áberandi verður greiningin einfaldari. Helstu sjúkdómar sem hafa verður í huga þegar einkenni eru lítil eru: Væg minnistruflun (Mild Memory disturbance; Mild Cognitive impairment). Um er að ræða væga minnistruflun sem kemur fram við nákvæma prófun og er undir meðaltali fyrir aldur og kyn, en er afmörkuð við minnið eða eitt annað svið vitrænnar getu. Þetta fólk er í töluvert meiri áhættu að þróa Alzheimers sjúkdóm en aðrir þótt hafa verði í huga að sumir þeirra breytast ekkert. Rétt er að bjóða þessu fólki reglubundið eftirlit einu sinni á ári og grípa inní með meðferð ef fram kemur greinileg afturför (sjá síðar). Þunglyndi hjá öldruðum einstaklingi getur líkst mjög Alzheimers sjúkdómi á byrjunarstigi. Einkennin birtast í einbeitingarleysi, gleymsku, áhugaleysi með meiru og er afar mikilvægt að greina þar á milli því þunglyndi má í flestum tilvikum lækna eða bæta mikið. Aðrir sjúkdómar í heila. Æðakölkun og afleiðingar blóðtappa í heila er næst algengasta orsök heila- bilunar. Þeir sjúklingar sem fá glöp vegna æðakölkunar í æðum heilans eru oftast nær með æðakölkun annars staðar í líkamanum svo sem í kransæðum eða hafa sjúkdóma sem ýta undir æðakölkun svo sem hár blóðþrýstingur eða sykur- sýki. Sama áhætta fylgir langvinnum reykingum. Heilaæxli kemur stöku sinnum fram sem heila- bilunareinkenni í byrjun. Svokallað vatnshöfuð (Hydrocephalus) gefur einnig einkenni sem svip- ar mjög til Alzheimers sjúkdóms á byrjunarstigi. Aðrir sjúkdómar. Efnaskiptasjúkdómur svo sem vanstarfsemi á skjaldkirtli eru algengir á efri árum og einkennum svipar til Alzheimers sjúk- dóms að sumu leyti. Ofstarfsemi skjaldkirtils getur einnig framkallað einkenni sem geta minnt á sjúkdóminn. Aðrar efnaskiptatruflanir svo sem ofstarfsemi á kalkkirtli geta einnig valdið breytingum á vitrænni getu. Ruglástand. Það gerist stundum að aldraður einstaklingur ruglast, missir “jarðsambandið” og Jón Snædal M ál e fn i al d ra › ra Jón Snædal læknir: Alzheimers sjúkdómur

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.