SÍBS blaðið - 01.10.2001, Page 18
18
Aðdragandinn að stofnun Hlíðabæjar
var óvenju stuttur. Þegar Múlabær
hafði verið starfræktur um nokkurt
skeið var ljóst að minnisskert fólk ein-
angraðist og að þeim þurfti að sinna á
annan hátt. Umræður um þarfir þeirra
leiddu smám saman til stofnunar
FAAS, félags aðstandenda alzheimer-
sjúklinga sem var stofnað 14. mars
1985. Félagið beitti sér fyrir þessa
einstaklinga ásamt rekstraraðilum
Múlabæjar sem voru S.Í.B.S., Reykja-
víkurdeild Rauða krossins og Samtök
aldraðra. Seinna kom Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni í stað Samtaka aldraðra.
Þessi samtök snéru sér til Reykjavíkurborgar
sem brást skjótt við og keypti húsið að Flóka-
götu 53 þá um haustið. Húsið sem áður var í
eigu Vilhjálms Árnasonar útgerðarmanns er
virðulegt og fallegt einbýlishús á tveimur
hæðum auk kjallara og rishæðar. Húsið er mjög
vandað og hefur verið sérlega vel við haldið af
Byggingardeild Reykjavíkurborgar. Það á
einnig við um garðinn og gamla bílskúrinn
sem hefur nú verið endurbyggður og heitir
Nýibær. Þetta fallega hús gefur starfseminni
þann ramma sem við teljum afar mikils virði
fyrir allt okkar starf. Hlíðabær tók til starfa 22.
mars 1986 og er fyrsta dagvist af þessu tagi
hér á landi. Í Hlíðabæ koma 20 manns alla
virka daga. Höfð var hliðsjón af því sem vitað
var að gagnaðist best og starfsemin byggð upp
og henni breytt í samræmi við reynslu sem
starfsfólk staðarins aflaði sér. Auk þess hafa
ýmsir skjólstæðingar staðarins haft sín áhrif á
mótun starfseminnar.
Markmið starfseminnar eru fyrst og fremst
þrjú:
1. Að bæta líðan skjólstæðinganna með
markvissri þjálfun og draga þannig úr
einkennum sem sjúkdómurinn getur valdið.
2. Að létta álagi af fjölskyldum þeirra og bæta
möguleika þeirra til að mæta þeim
vandamálum sem upp koma.
3. Að hindra og/eða tefja innlagnir á lang-
dvalarstofnanir.
Daglegt starf
Hin daglega starfsemi Hlíðabæjar byggir faglega
á kenningum bandaríska sálfræðingsins
Abraham Maslows um manninn og frumþarfir
hans. Inntak kenninganna er að sérhver maður
hafi þarfir sem breytast ekki frá vöggu til grafar
og að þeim verði hann að fá fullnægt að
einhverju marki til að halda heilsu og sálarheill.
Þessum þörfum skiptir hann í 5 meginflokka:
1. Líkamlegar þarfir
2. Öryggisþarfir
3. Félags og kærleiksþarfir
4. Virðingarþarfir
5. Þörf fyrir að þroska hæfileika sína
og tjá þá í skapandi starfi.
Í Hlíðabæ er lögð áhersla á að skapa heimilis-
legt og öruggt umhverfi þar sem hlúð er að
heimilisfólki og leitast við að uppfylla sérstakar
þarfir þeirra.
Veitt er þjálfun og aðstoð sem þarf til þess að
skjólstæðingar heimilisins geti verið sem lengst
og mest sjálfbjarga í sínu daglega lífi. Lögð er
áhersla á stöðugleika, röð og reglu, eftir því
sem unnt er.
Dagskrá
Dagskrá Hlíðabæjar hefur fasta liði og tíma-
setningar.
Dagskráin er markviss og skipulögð þannig að
hún gagnist sérstökum þörfum hvers og eins og
hafi meðferðarlegt gildi. Það er því víða komið
við og nánast snert á öllum athöfnum daglegs lífs.
Fastir liðir í dagskránni eru:
1. Líkamsrækt, s.s. leikfimi, nudd, slökun,
sund, útivist, gönguferðir og dans.
2. Heimilishald, s.s. eldhúsverk, bakstur,
sultugerð, frágangur á þvotti, létt þrif,
umhirða blóma, garðrækt, innkaup o.fl.
3. Vinnustofa, s.s. tré og gifsvinna, kertagerð,
pappírsvinna, taumálun auk hefðbundinnar
handavinnu.
Sigrún K. Óskarsdóttir:
Hlí›abær
Sigrún K.
Óskarsdóttir
Jólabasarinn undirbúinn.
M
ál
e
fn
i
al
d
ra
›
ra