SÍBS blaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 20
Alzheimer sjúkdómurinn hrjáir nú 5-10% af fólki
yfir 65 ára aldri og u.þ.b. helming af þeim sem eru
yfir 85 ára. Samfara lengri lífaldri þá er búist við
ad fjöldi sjúklinga muni aukast mikið á komandi
árum. Þessi aldurstengdi hrörnunarsjúkdómur lýsir
sér með próteinútfellingum í ákveðnum heilasvæð-
um sem eru mikilvæg fyrir minni og almenna
hugsun. Þessar útfellingar eru taldar valda hægfara
taugaskemmdum sem orsaka síðan vaxandi minnis-
leysi og ýmsar hegðunarbreytingar. U.þ.b. 5%
tilfella eru ættgeng og eru þá vegna stökkbreytinga
í genum. Auk þess hafa einstaklingar med tvö
eintök af ákveðnu fitupróteinefni (apolipoprotein
E4) fimm til áttfaldar líkur á að fá sjúkdóminn.
Eina lyfjameðferðin sem leyfð er í dag gegn
Alzheimer eru lyf sem verka á kólínergíska kerfið
innan heilans. Þetta taugakerfi er talið mikilvægt
fyrir minni og verður það fyrir skemmdum í
sjúkdómnum. Því miður þá hafa þessi lyf frekar
litla verkun meðal annars vegna þess að ýmis
önnur taugakerfi innan heilans sem lyfin verka
ekki á verða líka fyrir skaða. Þessi lyf hafa líka
þann annmarka að þau geta ekki dregið úr eða
hindrað framgang sjúkdómsins. Rannsóknir standa
nú yfir bæði innan lyfjafyrirtækja og á rannsókna-
stofum háskóla og þess opinbera á ýmsum öðrum
lyfjum sem hafa möguleika á að draga úr heila-
hrörnuninni sem einkennir sjúkdóminn. Má þar
nefna lyf sem þegar eru á markaði gegn öðrum
kvillum svo sem kólesteróllækkandi lyf, ýmis
bólgueyðandi lyf, hormónalyf, og andoxunarefni.
Almennt er talið ad þessir lyfjaflokkar megi í
framtíðinni draga að einhverju leyti úr sjúkdóms-
einkennum, einkum ef notaðir eru saman.
Rannsóknir á lyfjum með öflugri verkun beinast
einkum að einu af próteinefninu sem talið er valda
taugaskemmdum í heila Alzheimersjúklinga. Þetta
próteinefni hefur á íslensku verið nefnt mýlildi
(amyloid-beta) og er markmiðið að draga úr ný-
myndun þessa efnis eða auka niðurbrot þess.
Ástæður þess að mýlildið er talið geta orsakað
sjúkdóminn eða a.m.k. stuðlað að framþróun hans
eru margvíslegar. Má þar nefna: 1) Erfðafræðilegar
rannsóknir á fjölskyldum sem hafa ættgengt form
af Alzheimer hafa sýnt að stökkbreytingar í geni
sem skráir fyrir framleiðslu á mýlildi valda mikilli
aukningu á nýmyndun þess. Stökkbreytingar í
öðrum genum sem mikilvæg eru fyrir framleiðslu
mýlildis hafa svipuð áhrif; 2) Fólk með Down´s
syndrome hefur þrjú eintök af mýlildisgeninu í
stað tveggja og fær venjulega Alzheimer einkenni
um miðjan aldur; 3) Mýlildisefnið er
taugaskemmandi í tilraunaglösum og að einhverju
leyti þegar því er sprautað inn í heila á
rannsóknardýrum; 4) Fólk sem erft hefur ákveðna
tegund af fitupróteinefni (apolipoprotein E4) hefur
auknar líkur á því að fá Alzheimer og er þetta talið
tengt aukningu á útfellingu mýlildis innan heila
þessara sjúklinga. Þróun fer nú fram á lyfjum sem
hindra efnahvata sem leiða til myndunar mýlildis.
Rannsóknir í tilraunaglösum og músum sýna að
þessi lyf hafa möguleika á því að draga verulega
úr myndun þessa próteins. Minni framleiðsla þessa
efnis er talin geta leitt til þess að útfelling á því
minnki innan heilans sem dragi þá úr tauga-
skemmdum. Það sem finna má þessum lyfjaflokki
til foráttu eru líkur á aukaverkunum vegna þess að
þeir efnahvatar sem þau verka á eru mikilvægir
fyrir myndun ýmissa annarra efna sem nauðsynleg
eru líkamanum. Of snemmt er að spá um hvort lyf
sem þessi verði notuð gegn Alzheimer sjúkdómn-
um í framtíðinni. En skammt á veg komin eru lyf
sem auka virkni efnahvata sem valda niðurbroti á
mýlildinu. Við höfum unnið að þróun lyfja sem
leysa upp útfellingarnar (1, 2), en það sem helst
háir þessum lyfjum er hratt niðurbrot sjálfra
lyfjanna innan líkamans. Með því að breyta
efnabyggingu þeirra má þó hugsanlega draga úr
þessu niðurbroti og auka þar með virkni þeirra.
Nýlega hafa vaknað vonir um að mögulegt megi
vera að bólusetja gegn Alzheimer sjúkdómnum.
Fyrstu rannsóknir á þessu sviði voru gerðar fyrir
nokkrum árum þar sem sýnt var í tilraunaglösum
að mótefni (immunoglobulin G) gegn mýlildi gat
hindrað útfellingu þess úr lausn og gat einnig leyst
upp útfellingar (3, 4). Þessar rannsóknir vöktu
frekar litla athygli innan vísindaheimsins einkum
vegna þess að mótefni almennt séð hafa mjög lítið
aðgengi inn í heila. Talið er að einungis 0.1% af
þessum efnum komist úr æðakerfinu inn í heila og
mænuvökva. Það var síðan síðla árs 1999 að grein
birtist í breska vísindaritinu Nature þar sem tekist
hafði að bólusetja mýs gegn þessum mýlildis
heilaútfellingum (5). Bólusettu mýsnar höfðu mun
minna af mýlildisskellum og einnig virtist bólu-
setningin geta leyst upp útfellingar í öldruðum
dýrum. Undir venjulegum kringumstæðum fá mýs
ekki þessar próteinútfellingar, sennilega vegna þess
að efnasamsetning mýlildis í músum er önnur en í
mönnum. Hinsvegar hafa þær sérstöku mýs sem
notaðar eru mikið við Alzheimer rannsóknir
ákveðið mannagen í sér sem gerir þeim kleift að
framleiða sömu tegund af mýlildi og mannfólk.
Mýs þessar fá því svipaðar mýlildisútfellingar eins
og Alzheimersjúklingar. Rannsóknir þessar vöktu
mikla athygli og hafa orðið til þess að farið er að
athuga möguleika á bólusetningum gegn öðrum
taugahrörnunarsjúkdómum þar sem útfellingar á
ýmsum próteinum er oft að finna og eru þau talin
vera orsakavaldandi eða stuðla að framþróun
hrörnunarinnar. Fyrsta stig rannsókna á Alzheimer
sjúklingum fer nú fram á þessu bóluefni en
20
Einar M. Sigur›sson, Ph.D.:
Lyf gegn Alzheimer sjúkdómnum –
Hva› ber framtí›in í skauti sér?
M
ál
e
fn
i
al
d
ra
›
ra