SÍBS blaðið - 01.10.2001, Qupperneq 29

SÍBS blaðið - 01.10.2001, Qupperneq 29
29 Lyf & heilsa hefur fyrst íslenskra lyfsölufyrirtækja tekið upp tölvustýrða lyfja- skömmtun í samstarfi við Lyfjaver ehf. Markmiðið með samstarfinu er að auka þjónustu við þá aðila sem taka inn lyf að staðaldri og auka öryggi við lyfjainntöku. Lyfjunum er pakkað í skammta fyrir hverja inntöku með sjálfvirkum skömmt- unarvélum og fær notandi þau afhent í rúllu þar sem hver skammtur dagsins er í sérmerktum poka. Á pokanum koma fram upplýsingar um lyfin, hver á að taka þau, dagsetningu og inntökutíma þeirra. Skammtað er til 14 eða 28 daga í senn. Aukið öryggi, hagræði og sparnaður Tölvustýrð lyfjaskömmtun er öruggasta aðferð við skömmtun lyfja sem völ er á. Hætta á ruglingi við skömmtun lyfja er því sem næst úr sögunni og jafnframt kemur skömmtunin í veg fyrir að lyfin fyrnist, auk þess sem nýting lyfja verður betri. Rekjanleiki lyfja verður meiri og lyfjameðferð sjúklinga í fastari skorðum. Boðið verður upp á þessa þjónustu í 25 apótekum Lyf & heilsu um land allt og þar er hægt að fá allar nánari upplýsingar um hana. Samstarfsaðili Lyf & heilsu í að bjóða þessa þjónustu, Lyfjaver ehf., hefur verið brautryðjandi á þessu sviði hér á landi og er eini aðilinn á landinu sem hefur reynslu af tölvustýrðri lyfjaskömmtun. Fyrirtækið var stofnað í september 1998 og hefur síðan skammtað í tæplega 3 milljónir poka. Lyfjaver hefur því mikla reynslu af þessu starfi og þar hefur mikið þróunarstarf verið unnið. (Fréttatilkynning) Er eltist og lasnaði líkami minn við lækninn ég brátt tók að kvarta. Hann ákvað að lokum að leggja mig inn og leita að göllum í hjarta. Með þræðingu vildi hann vitneskju fá, hvort væri nú dælan í lagi. Ég bjó mig því undir þá boðun að fá að bráðum til úrslita drægi. Á spítalann fór ég og sprangaði inn, sporlétta kvinnu þar hitti. Við lokaskeið ævinnnar fráleitt ég finn fallegri læri, né mitti. Til herbergis vinkonan vísaði mér, var á því dálítill hængur, því hvort sem mér líkaði vel eða ver, varð ég að ganga til sængur. Kom þá inn dama með kvikandi lend, svo kvenleg með línurnar fínar. Af fræðingum spítalans sagðist hún send að sinna um þarfirnar mínar. Hún sveiflaði rakhníf og réðst að þeim stað, sem rekkum er tamast að skýla, en hvað sem ég þráaðist, þrætti og bað, ei þýddi að kvarta né víla. Höndunum mjúkum um manndóminn fór og myndaði allbreiða skára. Hún heimtaði af mér ég reyndist nú rór og rakaði lífbein og nára. Stórkostlegt er það hve stöðu fá breytt strokur frá mjúkhentu vífi. Nú lifnaði allt það sem áður var sneytt atorku, spennu og lífi. Uppreisn var hafin gegn ofbeldi því sem ungfrúin svikalaust beitti. Riddarinn öðlaðist orku á ný og allharða mótspyrnu veitti. Í orustu þesssari lægra hann laut, því lítillar aðstoðar naut hann. Af oflæti sínu því oddinn hann braut og úthald í stríðinu þraut hann. Eftirmáli: Eftir það sem yfir gekk ósköp varð ég feginn, þegar heim ég halda fékk, hárlaus öðrum megin. Mörgum leikur forvitni á að vita hvernig hjartaþræðing fer fram. Eftirfarandi kvæði Stefáns A. Jónssonar frá Stokkseyri er e.t.v. ekki alveg tæmandi lýsing, en hér segir hann frá reynslu sinni: Hjartaflræ›ingin Tölvust‡r› lyfjaskömmtun N‡mæli hérlendis

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.