SÍBS blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 8

SÍBS blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 8
8 F r á S ÍB S 20. okt. s.l. hélt SÍBS ráðstefnu um hreyfingu í Súlnasal Hótel Sögu. Ráðstefnan var vel sótt og var vandað til fyrirlesara, enda var þarna margan fróðleik að finna og nýmæli í aðferða- fræðinni. Í dagskrárnefnd fyrir ráðstefnuna voru Hjördís Jónsdóttir lækningaforstjóri á Reykjalundi ásamt Auði Ólafsdóttur og Sigmari B. Haukssyni frá stjórn SÍBS. Ráðstefnustjóri var Ludvig Guðmundsson, endurhæfingarlæknir á Reykjalundi Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra setti ráð- stefnuna, lauk lofsorði á það að ávísun á hreyf- ingu sem læknisúrræði væri í vinnslu sem tilraunaverkefni og hét stuðningi sínum við undirbúning og þróun þess starfs. Einnig sagðist hún vera mjög hlynnt því að dregið væri fram gildi hreyfingar á sem flestum sviðum og færi eftir því í lífi sínu og starfi. Þau erindi frá ráðstefnunni sem fást til birt- ingar verða sett á heimasíðu SÍBS á næstunni, en þegar er vitað að ekki voru allir fyrirlesarar tilbúnir með erindi sín á þann hátt, oft talað út frá glærum eða punktum. Erindin voru sem fyrr segir öll mjög fróðleg, en þau verða ekki rakin hér hvert og eitt, held- ur drepið á nokkur atriði sem vöktu sérstaka athygli blaðamanns. Fjallað var almennt um gildi hreyfingar og farið yfir rannsóknir á ýmsum þáttum hennar. Áhrif þjálfunar á líkama og sál, gildi gönguferða fyrir lífsgæði aldraðra, skýrt frá rannsóknum á fólki með langvinna lungnateppu, sem leiddu í ljós að þótt hreyfing bætti lítið öndunargetu þess, þá R á ð s t e f n a S Í B S á H ó t e l S ö g u : Hreyfing – lykill að lengra og betra lífi Gildi hreyfingar í framkvæmd. skapaði hún verulega bætta nýtingu þess súr- efnis sem innbyrt væri og væri þannig mjög til góðs. Þá var rætt um átak Lýðheilsustöðvar og ÍSÍ til að fá fólk til þess að hreyfa sig meira og stunda reglunbundnar æfingar af einhverju tagi og sagt fá verkefninu: Ísland á iði. Allt voru þetta skemmtileg, lifandi og fræðandi erindi og ráðstefnugestir yfirleitt mjög ánægðir með þá. Blaðamanni fannst þó tvennt standa upp úr á þessari ráðstefnu. Annars vegar var um að ræða efni sem margir höfðu beðið eftir að heyra, að segja frá svoköll- uðum hreyfiseðlum og hvernig þeir virka. Héðinn Jónsson sem var með þetta erindi for- fallaðist á síðustu stundu og nú voru góð ráð dýr. Auður Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari hljóp þá í skarðið og tók við glærunumn óséð, túlkaði þær og úrskýrði án nokkurs hiks, enda sagðist hún hafa unnið með Héðni að þessu verkefni af og til og þekkti það vel. Hreyfiseðlar eru eins konar lyfseðlar, en læknar ávísa þá á hreyfingu eða markvissa þjálfun í stað lyfja eða að hluta til í stað þeirra, oftast hjá viðurkenndum sjúkraþjálf- unarstofnunum í upphafi en síðar geta sjúkling- ar þjálfað á eigin vegum eða á þann hátt sem þeir óska, en eru undir eftirliti og fylgst er með hvernig gengur. Þetta hefur verið þróað allmikið annars staðar, t.d. í Svíþjóð og hefur gefist mjög Séð yfir Súlnasal, Erlingur Jóhannsson prófessor í ræðustól. Katrín Júlíusdóttir alþingismaður skýrði frá reynslu sinni

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.