SÍBS blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 24

SÍBS blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 24
24 R e y k j a l u n d u r Almennt Á tauga- og hæfingarsviði Reykjalundar dvel- ur fólk vegna afleiðinga sjúkdóms eða skaða í taugakerfi. Til taugakerfisins flokkast heili, litli heili, mæna og úttaugar. Afleiðingar skerð- ingar á taugakerfið eru breytilegar eftir orsök og staðsetningu, t.d. lömun, truflun á þvagi, skipulagsleysi. Fylgikvillar geta svo verið verk- ir og andleg vanlíðan. Vöðvasjúkdómar og sumir meðfæddir sjúkdóm- ar valda oft hreyfiskerðingu og mismunandi fötlun og geta einkenni þeirra líkst taugasjúk- dómum. Helstu sjúkdómaflokkar Taugasjúkdómar eru margir og einkenni og framgangur þeirra mismunandi. Hér eru nefnd nokkur dæmi, sem sýna breytileika þessara sjúkdóma og mismunandi vanda sem þarfnast úrlausnar. Parkinsonsveiki er sjúkdómur eldra fólks þar sem meðalaldur við greiningu er um 65 ár. Orsök sjúkdóms er hrörnun í kjörnum í heila. Einkenni eru m.a. hægar hreyfingar, truflun á samhæfingu vöðva, jafnvægisskerðing og oft er einnig skjálfti til staðar. Einnig geta verið önnur einkenni eins og truflun á þvagi, hægð- um og svefni, eða kvíði og depurð. MS er sjúkdómur yngra fólks. Hann leggst aðallega á konur á aldrinum 20-30 ára. Orsök er niðurbrot á einangrunarefni taugafrumna. Einkenni geta verið versnandi lömun í fótleggj- um með skyntruflun og aukinni vöðvaspennu. Önnur einkenni geta verið að þvaglát eru bráð, minnisskerðing, þreyta eða verkir. Þessir ein- staklingar hafa oft nýlega myndað fjölskyldu og börn eru ung. Flogaveiki einkennist af skyndilegri truflun á meðvitund. Orsök er truflun á starfsemi tauga- frumna í heila, sem skyndilega afhlaðast og starfsemi þeirra verður óeðlileg. Víðtæk truflun getur valdið flogakasti með meðvitundarleysi. Ef flogaköst eru mjög tíð geta þau valdið óör- yggi og ótta en einnig truflun á vitrænni getu. Heilaslag er talið algengasta ástæða fötlunar hjá fólki. Orsök er skyndileg truflun á blóð- flæði á ákveðnum stað í heila vegna blóðtappa eða blæðingar. Afleiðingar eru allt frá því að vera litlar sem engar, í að fólk eigi í erfiðleik- um með tjáskipti og þarfnist hjálpar við eigin umsjá. Heilaskaði getur verið af völdum áverka eða sjúkdóms í heila. Skaðinn veldur truflun á stjórnstöð heilans og einkenni geta verið minn- isskerðing, skipulagsvandi, innsæisleysi eða geðsveiflur. Dæmigert fyrir þessi einkenni er að þau sjást ekki utan á fólki en valda oft miklum erfiðleikum hjá einstaklingnum og fjölskyldu hans. Vöðvasjúkdómar valda truflun á starfsemi vöðva með lömun og mismikilli fötlun. Oft er þörf á athugun á hjálpartækjum og/eða aðlög- un á umhverfinu. Hæfing er þýðing á orðinu „habilitation“. Með- ferðin beinist að einstaklingum sem hafa með- fædda eða snemma áunna fötlun. Með hæf- ingu er leitast við að hjálpa fólki að ná sem mestri færni með meðferð eða umhverfisbreyt- ingum. Margir einstaklingar með meðfædda fötlun hafa einnig greindarskerðingu. Einstaklingar á tauga- og hæfingarsviði hafa breytilega líkamlega fötlun, ýmis önnur einkenni og oft einnig vitræna skerðingu eða skertan vitsmunaþroska. Þessi einkenni hafa mismunandi áhrif á líf fólks. Áhrif geta verið persónuleg með lélegu sjálfstrausti og kvíða, eða hræðslu vegna einkenna sem veldur óör- yggi er varðar framtíðina. Erfiðleikar geta Tauga- og hæfingarsvið á Reykjalundi Ó l ö f H . B j a r n a d ó t t i r y f i r l æ k n i r :

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.