SÍBS blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 22

SÍBS blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 22
22 Sýningin 3L EXPO var haldin dagana 7. - 11. september í Egilshöll í Grafarvogi. Hundruð fagmanna lögðu nótt við dag til að undirbúa þessa risavöxnu sýningu. Þar kynntu hátt á annað hundrað fyrirtækja vörur sínar og þjón- ustu og mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Egilshöll dagana sem sýningin stóð yfir. SÍBS var með bás á sýningunni og kynnti þar starfsemi sína, aðildarfélaga og stofnana, auk þess sem hægt var að kaupa miða í Happdrætti SÍBS beint af vefnum þegar netsamband var í lagi. Það var, vel að merkja, helsti gallinn sem hægt var að finna á þessari annars ágætu sýn- ingu að netsamband var ekki nægilega stöðugt. Á sunnudeginum voru svo mælingar á blóð- fitu, blóðþrýstingi og súrefnismettun. Heil- brigðisstarfsfólk á vegum Hjartaheilla og Sam- taka lungnasjúklinga önnuðust þennan þátt og var biðröð nánast allan tímann, því mælingar 3L EXPO í Egilshöll í september S t ó r s ý n i n g u m h e i l s u o g v e l l í ð a n sem þessar eru mjög vinsælar og ómetanlegur þáttur í forvarnarstarfi. Þó þær gefi ekki full- komna mynd af heilsufari viðkomandi þá er oft að finna vísbendingar í háu blóðfitugildi og háum blóðþrýstingi. Þeir sem mælast þannig fá ábendingar um hvar þeir geti leitað sér frekari aðstoðar varðandi heilsufar sitt og mörg dæmi eru um að í kjölfarið hafi uppgötvast hjarta- sjúkdómur í tæka tíð og verið hægt að grípa til ráðstafana, áður en verr fór. Starfsmenn SÍBS og fólk frá aðildarfélögunum fjölmennti til að starfa í sýningarbásnum og var aldrei hörgull á fólki og mjög góð stemn- ing. Hér á síðunni eru nokkrar myndir frá starfsemi SÍBS á sýningunni. Helgi Hróðmarsson bar hitann og þungann af undirbúningnum. Það var nóg að gera hjá mælingafólkinu. Gísli Guðbrandsson og Edda Ottadóttir eru félagar í SL. Nokkrir þeirra sem störfuðu að sýningunni frá SÍBS. F r á S Í B S

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.