SÍBS blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 12

SÍBS blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 12
12 Ú r s ö g u n n i Eins og greint hefur verið frá í SÍBS blaðinu þá voru reyndar ýmsar leiðir í fjár- öflun fyrir SÍBS á fyrstu árum þess og margar þeirra afar nýstárlegar. Áður hefur verið sagt frá flugvélinni sem var í happdrættisvinning og einnig skrifaði Jón Birgir Pétursson um komu Sirkus Zoo til landsins á vegum SÍBS árið 1951. Árið 1953 var mikið athafnaár hjá SÍBS á þessu sviði, þar sem sænskir lista- menn voru í aðalhlutverki. Snoddas kom til landsins og hélt tíu söngskemmtanir, sænska óperusöngkonan Hjördís Schymberg hélt kons- ert í Þjóðleikhúsinu til ágóða fyrir SÍBS og loks kom söngkonan Alice Babs ásamt Norman tríóinu og hélt tólf hljómleika við húsfylli. Snoddas kemur Í mars kom sænski söngvarinn Karl Gösta Nordgren, betur þekktur sem Snoddas, hingað, hélt alls 10 söngskemmtanir fyrir fullu húsi og færði SÍBS drjúgar tekjur til uppbygging- arstarfs m.a. á Reykjalundi og í Múlalundi. Með honum voru í för umboðsmaður hans, Torsten Adenby og harmonikuleik- arinn John Formell. Adenby sá að mestu um tengsl við fjölmiðla, því Snoddas sjálfur var mjög hlédrægur og forð- aðist viðtöl eins og heitan eld- inn. Samkvæmt frétt í Vísi hafði Snoddas þegar hér var komið sögu ,,sungið 3050 sinnum á skömmum tíma, plötur hans hafa verið gefnar út í 700 þús. eintökum og hann hefur farið um 140 þús. km. veg í bíl í Svíþjóð til þess að syngja fyrir landa sína. Og alls staðar við sömu viðtökur”. Morgunblaðið gat þess að hann hefði sungið á 474 skemmtistöðum í Svíþjóð á 156 dögum og hefði auk þess skemmt 328 sinnum á sjúkra- húsum, elliheimilum og hælum. En hver var þessi söngvari sem skaust upp á stjörnuhimininn eins og raketta og féll þaðan aftur eftir frekar skamma viðdvöl? Hvaðan kom þessi stjarna? Karl Gösta „Snoddas” Nordgren fæddist í Arbrå í Svíþjóð 30. desember 1926. Samkvæmt blaða- fregnum hér naut hann ekki skólagöngu í æsku, fór snemma að róa til fiskjar og seldi aflann á markaðstorginu í bænum. Einnig fékkst hann við skógarhögg og tígulsteinabrennslu. Þá kemur fram í blaðafréttum að hann hafi verið liðtækur skautahlaupari og keppti í svo- nefndum „bandy”, leik sem er mjög skyldur ísknattleik. Þar var hann að sögn sérlega laginn við að gabba andstæðinga sína, þóttist ætla að gera eitt en gerði svo allt annað. Þetta kalla Svíar að snuða, hann „snodde altid” sögðu þeir og af þessu fékk hann viðurnefnið „Snoddas”, sem varð jafnframt listamannsnafn hans sem söngvara. Jonas Sima, sem ritaði ævisögu hans 1991 hefur reyndar aðra sögu að segja um viðurnefni hans. Faðir hans, Kalle Nordgren var fisksali ásamt fleiru og seldi einnig smokka. Af því fékk hann viðurnefnið Gummi-Kalle. Sonurinn fékk oft að sitja í bíl fyrirtækisins og fékk af því viðurnefnið Gummisnodden. Síðar breyttist þetta einfaldlega í Snoddas, stutt og laggott. S n o d d a s k e m u r t i l Í s l a n d s á v e g u m S Í B S „Allir miðarnir seldust upp á svipstundu“ Snoddas við hljóðnemann.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.