SÍBS blaðið - 01.02.2015, Side 4
SÍBS BLAÐIÐ 2015/14
Grein
Stóra myndin
í heilbrigðismálum
Rúmlega 139 milljarðar voru lagðir í íslenska
heilbrigðiskerfið á árinu 2013. Aðeins um 2,6%
af þeirri fjárhæð fóru í forvarnir. Megináhersla
kerfisins er að bregðast við þeim skaða sem
þegar er orðinn í stað þess að reyna að koma í
veg fyrir hann.
Með auknum forvörnum væri hægt að spara
gríðarlega fjármuni. Ef við gætum dregið úr
heilsufarsskaða þjóðarinnar um 1% næmi verð-
mæti þeirra aðgerða um 4 milljörðum króna á ári
miðað við verga landsframleiðslu á mann.
Einhver plön fyrir eftirlaunaldurinn?
Íslendingar lifa lengst þjóða í Evrópu. Meðal-
ævi okkar er 83,0 ár frá fæðingu, og þar af lifa
íslenskir karlar lengst (81,6 ár) en konur eru í
fimmta sæti (84,3 ár). Ævilíkur þeirra sem þegar
eru orðnir 65 ára eru enn betri, 86,5 ár fyrir
konur og 85,1 ár fyrir karla samkvæmt skýrslu
Efnhags- og framfarastofnunarinnar (OECD) frá
2014.1
En hvernig æviskeið er þetta langa líf? Lifum við
heilbrigðu lífi eða við sjúkdóm og skerta virkni?
Getum við notið lífsins og skilum við af okkur til
samfélagsins?
Samkvæmt greiningu OECD verja Íslendingar að
meðaltali 13,8 árum (16,6% ævinnar) við talsvert
eða verulega skerta virkni og erum í fimmta
sæti af þeim 32 Evrópuríkjum innan OECD sem
þannig voru mæld. Íslenskir karlar geta vænst
þess að lifa án verulegrar skerðingar til 70,4 ára
aldurs en konur til 68,0 ára aldurs. Auðvitað eru
þetta meðaltöl og gilda því ekki fyrir einstakling-
inn, en höfum við ekki flest önnur plön fyrir eftir-
launaárin en að verja þeim í sjúkdómsástandi
sem skerðir lífsgæði okkar?
Samkvæmt OECD telja 77% Íslendinga yfir 16
ára aldri sig búa við góða eða mjög góða heilsu
en 23% sæmilega eða slæma. Þarna erum við
í níunda sæti meðal aðildarríkjanna (aðeins eru
spurðir þeir sem ekki eru vistaðir á sjúkrahúsum
eða stofnunum). Þá telja 28,8% sig eiga við
langvarandi heilsufarsvandamál að etja (6 mán-
uðir eða meira), og 17,0% telja sig upplifa tals-
vert eða verulega skerta virkni af þeim sökum.
Það má með nokkrum rökum segja að við
höfum náð eins langt og núverandi tækni og
peningar leyfa í meðhöndlun sjúkdóma, en
eins vel og við stöndum okkur í að bregðast
við vandanum er heilbrigðiskerfið okkar verr
í stakk búið til að koma í veg fyrir vandann:
Kerfið er fyrst og fremst viðbraðgsdrifið en ekki
forvarnadrifið. Langvinnir, lífsstílstengdir sjúk-
dómar eiga allt of greiða leið að því að skemma
heilsuna okkar því hvorki við sjálf né heilbrigðis-
kerfið bregðumst við fyrr en í óefni er komið og
skaðinn er skeður.
En hvað með vinnuaflið?
Ef litið er á vinnumarkaðstölur Hagstofunnar má
sjá að mannfjöldi á vinnumarkaði er greindur
út frá heildar fjölda og niður í þá sem í raun og
veru eru við vinnu og ekki forfallaðir: Mannfjöldi
328 þúsund (100%); á vinnfærum aldri 16-74 ára
227 þúsund (69%); á vinnumarkaði 185 þúsund
(56%); starfandi 175 þúsund (53%); við vinnu í
raun 156 þúsund (47%).2, 3
Það að aðeins tæplega helmingur landsmanna sé
í raun við vinnu á hinum almenna vinnumarkaði
hverju sinni þýðir auðvitað ekki að þeir vinni fyrir
öllum hinum, slíkt er fjarri sanni. En þessi stað-
reynd bendir samt sem áður á hversu stórkost-
Íslendingar verja að
meðaltali 14 árum
ævinnar við talsvert
eða verulega skerta
virkni. Karlar geta
vænst þess að lifa
til 70 ára aldurs án
skerðingar en konur
til 68 ára.
Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS