SÍBS blaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 5
SÍBS BLAÐIÐ 2015/1 5
legt keppikefli það hlýtur að vera fyrir samfélagið
í heild að koma í veg fyrir að einstaklingur hverfi
af vinnumarkaði sakir sjúkdóms eða örorku.
En hvað er það sem veldur því að fólk getur
ekki unnið þrátt fyrir að við séum með eitt besta
heilbrigðiskerfi í heimi? Svarið er auðvitað marg-
þætt, en kristallast í því að fólk getur ekki tekið
þátt í vinnumarkaðinum vegna veikinda, örorku
eða skerðingar.
Þarna kemur enn og aftur heilbrigðiskerfið okkar
til skjalanna: Við erum nefnilega mjög dugleg
að halda fólki á lífi gegnum erfiða sjúkdóma, en
eigum erfiðara með að koma í veg fyrir að lang-
vinnir sjúkdómar vindi upp á sig og dæmi fólk úr
leik á hinum almenna vinnumarkaði.
„Follow the money“
Staðan er sem sagt þessi: Við lifum lengi og
dánartíðni er lág. Samt á þjóðin við heilsufar-
svanda að etja sem skerðir lífsgæði okkar tals-
vert eða verulega sjötta hluta ævinnar. Hvernig
getum komist að því af hverju þetta stafar og
hvernig náum við utan um vandann?
Þegar um hagrænar stærðir er að ræða er það
góð og gild aðferð svo langt sem hún nær að
elta peningana – „follow the money“. Til þess
þurfum við mælikvarða á tilkostnað annars
vegar í heilbrigðiskerfinu, og hins vegar á heilsu-
far þjóðarinnar og þann kostnað sem samfélagið
verður fyrir vegna heilsufarsskaða.
Hið fyrrnefnda er einfalt. Verg landsframleiðsla
(VLF) á Íslandi var 1.873 milljarðar króna árið
2013 en í heilbrigðiskerfið var á sama tíma varið
139,2 milljörðum króna samkvæmt Hagstofu
Íslands og er þá ekki meðtalinn 4,2 ma. kostn-
aður vegna opinberrar stjórnsýslu.4
Varðandi hið síðarnefnda snúum við okkur til
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), sem
mælir heilsufarsskaða þjóða með samþætta
mælikvarðanum „glötuð góð æviár“.
Glötuð góð æviár er samtala þeirra æviára
sem glatast vegna ótímabærs dauða og vegna
ýmissa stiga örorku, allt frá tímabundnum sjúk-
dómi til varanlegrar skerðingar. Yfirlýst markmið
WHO er að gera þessi gögn aðgengileg þeim
sem taka ákvarðanir um heilbrigðismál hverrar
þjóðar fyrir sig gegnum verkefnið Global Burden
of Disease.5
Hvernig verjum við peningunum
í heilbrigðiskerfinu?
Til heilbrigðiskerfisins var varið 139,2 milljörð um
króna árið 2013. Frá sjónarhóli þessarar athug-
unar er fyrst og fremst athyglisvert að skipta
þessu fé í tvennt: Það sem er varið til að bregð-
ast við vandanum og það sem varið er til að
koma í veg fyrir vandann.
Til viðbragðsdrifna hluta kerfisins runnu
135,6 ma. (97,6%), sem greinist niður á sjúkra-
hús 69,9 ma. (50,2%), heilsugæslu án forvarna-
hluta 12,1 ma. (8,7%), einkarekstur lækna og
þjálfunar 12,7 ma. (9,1%), endurhæfingu og
hjúkrun 22,6 ma. (16,2%) og lyf og hjálpartæki
18,2 ma. (13,1%).
Til forvarnadrifna hluta kerfisins runnu tæpir
3,6 ma. (2,55%) til forvarnahluta heilsugæslu
rúmir 3,1 ma. (2,2%) og beinar forvarnir rúmir
0,4 ma. (0,3%).
(Það ber að taka fram að alþjóðleg viðmiðun
(sk. SHA guidelines frá OECD) um 20,2% hlutfall
forvarna af starfi heilsugæslu er það eina sem
við höfum að styðja okkur við sem stendur til að
meta umfang forvarnastarfs heilsugæslunnar.)
Það er augljóslega talsverð slagsíða í kerfinu þar
sem viðbragðsdrifna kerfið fær um fjörutíufalt
fjármagn á við forvarnadrifna kerfið. Að hluta til
er þetta eðlilegt þar sem um er að ræða dýrari
inngrip þegar allt er komið í óefni, en að hluta til
er þetta óeðlilegt þar sem stór hluti langvinnra
sjúkdóma tengjast lífsstíl sterkum böndum og
hægt væri að koma í veg fyrir þá með mark-
vissum forvörnum.
Við gætum með öðrum orðum notað pening-
ana okkar betur. Hvernig er til dæmis með hið
sameiginlega sjúkratryggingafélag okkar allra,
Sjúkratryggingar Íslands? Væri ráð að gera þeim
kleift að verja hluta af sínu fé til forvarna líkt og
önnur tryggingafélög gera, til þess að takmarka
útgreiðslur sínar í framtíðinni?
En hvar verður samfélagið fyrir
kostnaði vegna heilsufarsskaða?
Svo sem áður er nefnt tekur Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin (WHO) saman tölur um heilsufars-
skaða til að auðvelda stjórnvöldum ákvarðana-
töku í heilbrigiðsmálum. Nýjustu tölur
stofnunar innar miðast við árið 2012, en þá voru
„glötuð góð æviár“ Íslendinga 70.500 talsins,
sem til féllu vegna ótímabærs dauða, sjúkdóms
eða örorku.
Þótt ekki sé til algildur mælikvarði á peninga-
legan skaða vegna heilsubrests eða dauða er
hér valið að notast við verga landsframleiðslu
á mann á ári og margfalda glötuð góð æviár
með þeirri tölu. Miðað við að VLF á mann á ári
var kr. 5,7 millj. árið 2013 nemur fjárhagslegur
skaði samfélagsins vegna heilsubrests um
400 milljörð um á ári. Að því sögðu er mikilvægt
að taka skýrt fram að það verður seint hægt að
Tæplega helmingur
landsmanna er í
raun virkur á vinnu-
markaði. Það ætti
að vera stórkostlegt
keppikefli samfé-
lagsins í heild að
koma í veg fyrir að
einstaklingur hverfi
af vinnumarkaði
sakir sjúkdóms eða
örorku.
Við erum dugleg
að halda fólki á lífi
gegnum erfiða sjúk-
dóma, en eigum
erfiðara með að
koma í veg fyrir að
langvinnir sjúk-
dómar vindi upp á
sig og dæmi fólk úr
leik á vinnumarkaði.