SÍBS blaðið - 01.02.2015, Page 6
SÍBS BLAÐIÐ 2015/16
koma í veg fyrir allan heilsufarsskaða, heldur
þurfum við að láta nægja að freista þess að
takmarka skaðann.
En hvar á að byrja ef ætlunin er að takmarka
heilsufarsskaða þjóðarinnar? Til þess að svara
þessu þurfum við að rýna í enn fleiri tölur.
WHO greinir heilsufarsskaða eftir því hvort hann
hlýst af ótímabærum dauða eða af sjúkdómum
og örorku. Samkvæmt WHO greinast 70.500
glötuð góð æviár Íslendinga árið 2012 annars
vegar í glötuð æviár vegna ótímabærs dauða
(35.700) og hins vegar æviár lifað við sjúkdóm,
skerðingu eða örorku (34.800). Þetta er nokkurn
veginn á pari, og veldur þannig hvort um sig
samfélagslegum skaða upp á um 200 milljarða
króna á ári ef margfaldað er upp með lands-
framleiðslu á mann.
Líklega má fullyrða að við náum almennt góðum
árangri í meðhöndlun sjúkdóma og heilbrigðis-
kerfið okkar er þrátt fyrir alla sína galla í fremstu
röð. Þessu þurfum við að halda við og bæta þar
sem þess er kostur, enda er þegar í dag verið
að nýta tæplega 136 ma. til viðbragðsdrifna
hluta kerfisins (sjúkrahúsa, heilsugæslu án
forvarnahluta, einkareksturs lækna og þjálfunar,
endurhæfingar, hjúkrunar, lyfja og hjálpartækja).
Það sama verður því miður ekki sagt um örorku
eins og ótímabær dauðsföll, að okkur hafi tekist
vel að stemma stigu við sífelldri aukningu.
Örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað um 3,5% á
ári að meðaltali undanfarin 15 ár, eða rúmlega
þrefalt hraðar en almenn fólksfjölgun á Íslandi,
og eru nú rúmlega 17 þúsund talsins.
WHO gengur reyndar lengra en að telja aðeins
skilgreinda örorku, og tekur með alla sjúkdóma
og skerðingar sem valda að einhverju leyti
skertri færni – allt frá brjósklosi, aflimun eða
þunglyndi yfir í ófrjósemi, astma eða heilablóð-
fall. Hver sjúkdómur eða skerðing hefur þannig
ákveðna vigt miðað við að 0 jafngildi heilbrigði
og 1,0 dauða.6
Erum við að nota peningana rétt?
Út frá sjónarhóli hagfræðinnar er freistandi að
bera heilsufarsskaða umreiknaðan í tapaða
landsframleiðslu saman við tilkostnað heil-
brigðiskerfisins í krónum.
Eins og áður hefur komið fram er ein leið til þess
að notast við verga landsframleiðslu á mann á
ári skv. Hagstofu Íslands og margfalda glötuð
góð æviár skv. skilgreiningu WHO með þeirri
tölu. Þannig fáum við út að heilsufarsskaðinn
samsvarar 402 milljörðum í tapaðri landsfram-
leiðslu, samanborið við 143 milljarða tilkostnað í
heilbrigðiskerfinu – en þar með er ekki öll sagan
sögð.
Með nokkurri einföldun getum við borið við-
bragðsdrifna kerfið (sjúkrahús, heilsugæslu,
lækna, þjálfun, lyf, endurhæfingu og hjálpartæki)
saman við tapaða landsframleiðslu af völdum
ótímabærs dauða og fengið út 139 milljarða
tilkostnað á móti 203 milljarða skaða.
Á sama hátt og með sama fyrirvara getum við
borið saman forvarnadrifna kerfið (forvarnahluti
heilsugæslu og að litlu leyti starf félagasamtaka)
saman við tapaða landsframleiðslu af völdum
örorku og skerðingar og fengið út 3,5 milljarða
tilkostnað á móti 198 milljarða skaða.
Rökstuðningurinn fyrir þessum samanburði er að
stór hluti skerðingar og örorku stafar af af leið -
ingum langvinnra sjúkdóma tengjast lífsstíl
sterk um böndum og hægt væri að koma í veg
fyrir þá með markvissum forvörnum, meðan
dauði hlýst fremur af alvarlegum sjúkdómum sem
komnir eru til kasta viðbragðsdrifna kerfis ins.
Tveir fílar í stofunni
Ef þessi samanburður heldur er augljóst að ekki
aðeins er örorkan risastór fíll í stofunni hvað
varðar heildarskaða samfélagins, heldur þarf að
verja miklu meiri fjármunum til forvarna heldur
en verið hefur – svo það má eiginlega segja að
það sé þarna lítill fílsungi líka sem enginn sér.
Við þurfum að hætta að setja í huga okkar
samasem merki milli heilbrigðiskerfis og sjúkra-
húsa, heilsugæslu og lækna, heldur venja
okkur á að horfa á forvarnahlutann sem jafn
mikil vægan til að stemma stigu við nýliðun í hin
dýrari úrræði.
Sömuleiðis þurfum við að venja okkur á að
hugsa um heilsufarsskaða á víðari grunni en
aðeins dauðsföll og banvæna sjúkdóma, því
raunin er að jafnstórum hluta æviára er varið
við skerðingu eða örorku eins og tapast vegna
ótímabærs dauða.
Þetta er uppskriftin að betri árangri í lýðheilsu
og langtímasparnaði í útgjöldum hins opinbera
– og síðast en ekki síst hvernig við hvert og eitt
getum bætt árum við lífið og lífi við árin.
1 OECD (2014), Health at a Glance: Europe 2014, OECD
Publishing. http://dx.doi.org/10.1787/health_glance_eur-
2014-en
2 Hagstofa Íslands (2015), Mannfjöldi, Hagstofan. http://
hagstofa.is/Hagtolur/Mannfjoldi
3 Hagstofa Íslands (2015), Laun, tekjur og vinnumarkaður,
Hagstofan. http://hagstofa.is/Hagtolur/Laun,-tekjur-og-
vinnumarkadur
4 Hagstofa Íslands (2015), Opinber fjármál, Hagstofan. http://
hagstofa.is/Hagtolur/Thjodhagsreikningar/Fjarmal-hins-
opinbera
5 World Health Organization (2015), Global Burden of
Disease, WHO. http://www.who.int/healthinfo/global_
burden_disease/about/en/
6 World Health Organization (2006), Global Burden of
Disease Update: Disability Weights for Diseases and
Conditions, WHO. http://www.who.int/healthinfo/global_
burden_disease/GBD2004_DisabilityWeights.pdf?ua=1
Örorkulífeyris-
þegum hefur fjölgað
um 3,5% á ári að
meðaltali undan-
farin 15 ár, rúmlega
þrefalt hraðar en
almenn fólksfjölgun
á Íslandi, og eru nú
rúmlega 17 þúsund
talsins.
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is