SÍBS blaðið - 01.02.2015, Side 11
SÍBS BLAÐIÐ 2015/1 11
Grein
Skilgreiningar
á örorku
Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi
Örorka var áður skilgreind hérlendis sem „Mikil
eða alger skerðing á starfsgetu af slysi eða veik-
indum, til dæmis lömun“ (Orðabók Menningar-
sjóðs). Hér er um frekar takmarkaðan skilning að
ræða og vísar einkum til skerðingar á starfsgetu.
Síðustu 10-15 ár hefur örorka í meira mæli verið
metin út frá læknisfræðilegum forsendum. Hefur
þessa m.a. gætt við mat á örorku hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins (TR), en áður var örorka
jafnframt metin út frá félagslegum forsendum.
Þannig er ekki lengur einvörðungu miðað við
getu einstaklings til starfa á vinnumarkaði þegar
örorka er metin hjá TR.
Starfsgeta háð mörgum þáttum
Fyrsti vísir að sjúkra- og slysatryggingum hér
á landi varð til kringum aldamótin 1900. Trygg-
inga stofnun ríkisins (TR) var stofnuð með heild-
stæðum lögum um alþýðutryggingar árið 1936
og fyrstu lögin um almannatryggingar voru sett
árið 1947. Þjóðverjar (Bismarck) voru fyrstir til
að koma á tryggingakerfi í Evrópu seint á 19.
öldinni, fyrst atvinnuleysisbótum, en seinna
slysabótum, örokubótum og ellilífeyri (sem þá
var miðaður við 70 ára aldur).
Starfsgeta er háð miklu fleiri þáttum en ein-
göngu líkamlegum eða læknisfræðilegum.
Menntun er einn af þeim þáttum sem skipta þar
miklu máli. Þá hefur aðgengi að vinnu veruleg
áhrif og þegar atvinnuleysi ríkir bitnar það ekki
síst á þeim sem eru með einhverja skerðingu á
færni eða eru lítt menntaðir. Þetta hefur lengi
verið þekkt. Í áhugaverðum ritgerðum Henry
Mayhew sem gefnar voru út í bók árið 1861 var
fjallað um vinnandi fólk í Lundúnum í byrjun
19. aldar. Mayhew skipti fólki í þrjá hópa:
· Þeir sem geta unnið
· Þeir sem geta ekki unnið
· Þeir sem vilja ekki vinna
Og bætti svo einnig við þeim sem þurfa ekki að
vinna (svo allir væru taldir með).
Ef þeir sem tilheyra fyrsta hópnum fá ekki vinnu
eiga þeir rétt á atvinnuleysisbótum eða öðrum
bótum frá samfélaginu. Þeir sem tilheyra öðrum
hópnum eiga rétt á örorkubótum ef sjúkdómar
eða afleiðingar slysa skerða starfsorku þeirra.
Þeir sem tilheyra þriðja hópnum eiga ekki rétt á
bótum (en þiggja oft bætur).
Nýjar skilgreiningar
Þegar fjallað er um örorku eða skerta færni
hefur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) á
síðari árum tekið upp nýjar og breyttar skilgrein-
ingar. Með skerðingu (impairment) er átt við að
líkamsstarfsemi hafi truflast vegna afleiðinga
sjúkdóms eða slyss. Með fötlun er átt við þá
truflun á líkamlegri eða andlegri færni sem hlýst
af skerðingunni. Með örorku er síðan átt við þær
félagslegu afleiðingar sem fötlunin hefur fyrir
viðkomandi einstakling. Hugtökin athafnir og
þátttaka (activities and participation) hafa síðan
komið í stað hugtaksins örorka og að nokkru
leyti hugtaksins fötlunar. Áhersla er nú lögð á
getu í stað vangetu.
Örorka sem metin er hjá TR og gefur m.a. rétt
til örorkubóta hefur farið vaxandi á Íslandi á
síðustu tveim áratugum. Frá árinu 1996 til ársins
2002 jókst algengi örorku úr 4,8% í 6,2%. Í lok
árs 2009 var algengi örorku hjá konum 9,1% og
hjá körlum 5,9% og hafði þá vaxið óverulega frá
árinu 2005. Ekki er líklegt að afleiðingar hrunsins
á algengi örorku hafi verið komnar fram á árinu
2009 (og eru líklega ekki að öllu leyti komnar
fram enn). Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu
TR var algengi örorku hjá konum 9,5% í des-
ember 2013 og 6% hjá körlum. Geðraskanir og
stoðkerfisraskanir hafa verið algengustu orsakir
örorku. Í desember 2005 voru orsakir örorku
Áhersla er nú lögð á
getu í stað vangetu.